9. mars 2023 kl. 16:30,
utan bæjarskrifstofu
Fundinn sátu
- Erla Edvardsdóttir (EE) formaður
- Leifur Ingi Eysteinsson (LIE) varaformaður
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) aðalmaður
- Atlas Hendrik Ósk Dagbjartsson (AHÓD) aðalmaður
- Katarzyna Krystyna Krolikowska (KKr) áheyrnarfulltrúi
- Margrét Gróa Björnsdóttir (MGB) áheyrnarfulltrúi
- Hjörtur Örn Arnarson (HÖA) aðalmaður
- Edda Ragna Davíðsdóttir menningarsvið
- Sigurður Brynjar Guðmundsson menningarsvið
Fundargerð ritaði
Edda Davíðsdóttir Tómstunda- og forvarnarfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Þjónusta sveitarfélaga 2022 - Gallup202302063
Niðurstöður þjónustukönnunar Gallup fyrir Mosfellsbæ á árinu 2022 lögð fram til kynningar.
Á fundinn mætti Arnar Jónsson forstöðumaður Samskipta og þjónustu og fór yfir helstu niðurstöður þjónustukönnunar sem gerð var meðal íbúa Mosfellsbæjar á árinu 2022. íþrótta og tómstundanefnd þakkar góða kynningu.
Gestir
- Arnar Jónsson
2. Ársyfirlit félagsmiðstöðva 2022202303128
Ársyfirlit félagmiðstöðva lagt fram og starfsemi félagsmiðstöðva kynnt.
Lögð fram og kynnt ársyfirlit Félagsmiðstöðva. Guðrún Helgadóttir forstöðumaður kynnti starfsemi félagsmiðstöðva. Íþrótta- og tómstundanefnd þakkar góða kynningu og frábært starf.
3. Sumar 2022 Vinnuskóli og frístundir202303129
sumarið 2022
Íþrótta- og tómstundanefnd samþykkir að fela tómstunda- og forvarnarfulltrúa að óska eftir upplýsingum um möguleg verkefni hjá þeim félögum og stofnunum sem notið hafa starfskrafta vinnuskólans á liðnum árum.
4. Vetrarfrí 2023 - dagskrá202301318
Vetrarfrí 2023
íþrótta- og tómstundanefnd þakkar öllum sem komu að hugmyndavinnu, skipulagningu og framkvæmd þessarar glæsilegu dagskrár kærlega fyrir.
5. Umsóknir um styrk til efnilegra ungmenna 2023202302248
Umsóknir um styrk til efnilegra ungmenna sumarið 2023. Í ár bárust 20 umsóknir.
Afgreiðslu frestað