Mál númer 202005097
- 27. maí 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #762
Trúnaðarmál - starfsmannamál Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis
Bókun M-lista
Bæjarfulltrúi Miðflokksins í Mosfellsbæ vill benda á að Mosfellsbær hóf ferli við að leggja niður Heilbrigðiseftirlit Kjósasvæðis án þess að tilkynna þau áform framkvæmdastjóra og starfsmanni eftirlitisins í tíma. Slíkt framferði er ekki til fyrirmyndar og vonar bæjarfulltrúi Miðflokksins að vandað verði betur til verka þegar ráðist er í svo viðamiklar breytingar.Bókun D- og V-lista:
Mosfellsbær hefur ekki óskað eftir að Heilbrigðiseftirlit Kjósasvæðis verði lagt niður. Fram er komin ósk um að Mosfellsbær verði hluti af heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar, Kópavogs og Garðabæjar.
Samkvæmt bókun bæjarráðs í málinu er það í verkahring heilbrigðisnefndar að sinna vinnuveitendahlutverki gagnvart starfsmönnum heilbrigðiseftirlitsins.Afgreiðsla 1443. fundar bæjarráðs samþykkt á 762. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 14. maí 2020
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1443
Trúnaðarmál - starfsmannamál Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis
Málið lagt fram og kynnt og eftirfarandi bókun samþykkt með þremur atkvæðum bæjarráðs.
Af lögum um hollustuhætti og mengunareftirlit er skýrt að heilbrigðisnefnd er falið að ráða heilbrigðisfulltrúa, þ.á m. framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlitsins. Af því leiðir jafnframt að heilbrigðisnefndin fer með aðrar ákvarðanir sem varða ráðningu starfsmanna, þ.á m. ákvörðun um starfslok.
Ákvarðanir heilbrigðisnefndar verða þó að rúmast innan þeirra fjárhagsáætlunar sem samþykkt hefur verið af bæjarstjórn, sbr. 46. gr. laganna. Bæjarráð leggur ríka áherslu á að við ákvörðun um ráðningar og starfslok starfsmanna Heilbrigðiseftirlitsins beri að gæta þeirra almennu reglna og sjónarmiða sem gilda um mannauðsmál sveitarfélaga. Við slíkar ákvarðanir er ennfremur lögð sérstök áhersla á að sjónarmið um góða stjórnsýsluhætti séu uppfyllt.