Mál númer 202112200
- 12. janúar 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #796
Erindi Aftureldingar dags. 09.12.2021 varðandi aðstöðu til styrktarþjálfunar íþróttafólks Aftureldingar.
Afgreiðsla 1515. fundar bæjarráðs samþykkt á 796. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 16. desember 2021
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1515
Erindi Aftureldingar dags. 09.12.2021 varðandi aðstöðu til styrktarþjálfunar íþróttafólks Aftureldingar.
Erindi Aftureldingar lagt fram til kynningar. Samningar við Eldingu Líkamsrækt um leigu á húsnæði í Íþróttamiðstöðinni að Varmá og kaup á þjónustu rennur út 31. desember nk. Fyrir liggur að breytingar eru fyrirhugaðar á Íþróttamiðstöðinni að Varmá auk þess sem aukin eftirspurn er af hálfu Aftureldingar um aðstöðu fyrir starfsemi sína líkt og fram kemur í fyrirliggjandi erindi. Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra að ræða við Aftureldingu og Eldingu Líkamsrækt varðandi framtíðar notkun á húsnæði Íþróttamistöðvarinnar að Varmá.
Bókun M-lista:
Fulltrúi Miðflokksins hefur ítrekað bent á mikilvægi fjölnota íþróttahúss í fullri stærð svo tryggja megi Aftureldingu fullnægjandi aðstöðu til framtíðar. Þar má þar m.a. nefna fullkomna aðstöðu til heilsusamlegra styrktaræfinga fólks á öllum aldri í stækkandi bæjarfélagi. Það fjölgar iðkendum því augljóslega. Miðflokkurinn leggur ríka áherslu á að einkarekstur sé almennt viðhafður í stað opinbers rekstrar í samkeppnisgreinum og fellur líkamsrækt þar undir. Leggja ætti áherslu á e.k. sáttameðferð á milli aðila svo tryggja megi góða sambúð einkareksturs og öflugs íþróttafélags.