Mál númer 202012004
- 13. janúar 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #774
Þingsályktun um skákkennslu í grunnskólum - beiðni um umsögn fyrir 11. desember
Bókun M-lista:
Það er afar brýnt að kennsla sé aukin enn frekar en áður í raungreinum og í rökhugsun almennt í grunnskólum landsins. Óskilgreind valfög hafa ekki skilað tilætluðum árangir til eflingar á stærðfræðiþekkingu og öðrum náttúrufræðigreinum á Íslandi. Það hafa fjölmargar alþjóðlegar rannsóknir sýnt fram á. Skákíþróttin er ein þeirra greina sem styrkir rökhugsun og byggir upp sterka einstaklinga. Fulltrúi Miðflokksins í Mosfellsbæ tekur heilshugar undir þessa þingslályktun enda miðar hún að því að auka samkeppnishæfni ungs fólks til að takst á við sífellt flóknari heim.***
Afgreiðsla 1469. fundar bæjarráðs samþykkt á 774. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum. - 10. desember 2020
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1469
Þingsályktun um skákkennslu í grunnskólum - beiðni um umsögn fyrir 11. desember
Lagt fram.