Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

10. ágúst 2023 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

 • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) varaformaður
 • Aldís Stefánsdóttir (ASt) varamaður
 • Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) varamaður
 • Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
 • Lovísa Jónsdóttir (LJó) aðalmaður
 • Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
 • Þóra Margrét Hjaltested

Fundargerð ritaði

Þóra M. Hjaltested lögmaður


Dagskrá fundar

Almenn erindi

 • 1. Flug­elda­sýn­ing í tengsl­um við bæj­ar­há­tíð­ina Í tún­inu heima 2023 - um­sagn­ar­beiðni202307263

  Frá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu umsagnarbeiðni vegna fyrirhugaðrar flugeldasýningar Björgunarsveitarinnar Kyndils á bæjarhátíðinni Í Túninu heima.

  Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að gera ekki at­huga­semd við fyr­ir­liggj­andi um­sókn um flug­elda­sýn­ingu á bæj­ar­há­tíð­inni Í Tún­inu heima.

  • 2. Hlé­garð­ur um­sagn­ar­beiðni um tíma­bund­ið áfeng­is­leyfi vegna Bæj­ar­há­tíð­ar­inn­ar Í tún­inu heima202308098

   Frá Sýslumannsembættinu á höfuðborgarsvæðinu umsagnarbeiðni vegna tímabundins áfengisleyfis í Hlégarði vegna viðburðar þann 25. ágúst nk. í tengslum við bæjarhátíðina Í túninu heima.

   Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að gera ekki at­huga­semd við um­sókn um tæki­færis­leyfi til áfeng­isveit­inga vegna dag­skrár tengdri bæj­ar­há­tíð­inni Í tún­inu heima.

   • 3. Mats­beiðni vegna Laxa­tungu 109-115202010269

    Krafa um viðurkenningu bótaskyldu Mosfellsbæjar vegna rangrar staðsetningar, lóðamarka og hæðarlegu raðhúsanna Laxatungu 111-115.

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að fela bæj­ar­lög­manni að fara með mál­ið fyr­ir hönd Mos­fells­bæj­ar.

    • 4. Út­hlut­un lóða og lóða­leigu­samn­ing­ar hest­hús­eig­enda202308146

     Erindi Hestamannafélagsins Harðar varðandi úthlutun lóða og framlengingu eldri lóðaleigusamninga.

     Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar um­hverf­is­sviðs og bæj­ar­lög­manns.

    • 5. Sam­þykkt um fletti- og ljósa­skilti inn­an Mos­fells­bæj­ar202306606

     Tillaga að nýrri samþykkt um fletti- og ljósaskilti innan Mosfellsbæjar.

     Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um fyr­ir­liggj­andi sam­þykkt um fletti- og ljósa­skilti inn­an Mos­fells­bæj­ar.

     Gestir
     • Arnar Jónsson, forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
    • 6. Sta­fræn veg­ferð Mos­fells­bæj­ar202308184

     Kynning á stafrænni vegferð Mosfellsbæjar.

     Sif Sturlu­dótt­ir, leið­togi upp­lýs­inga­stjórn­un­ar, kynnti stöðu á sta­f­rænni veg­ferð Mos­fells­bæj­ar.

     Gestir
     • Sif Sturludóttir, leiðtogi upplýsingastjórnunar

     Fundargerðir til kynningar

     • 7. Af­greiðslufund­ur skipu­lags­full­trúa - 68202307010F

      Fund­ar­gerð 68. af­greiðslufund­ar skipulagsfulltrúa lögð fram til kynn­ing­ar á 1588. fundi bæjarráðs eins og ein­stök er­indi bera með sér.

      • 7.1. Flugu­mýri 6 - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild eða -leyfi - Flokk­ur 1, 202304017

       Skipu­lags­full­trúi sam­þykkti á 67. fundi sín­um að grennd­arkynna um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi og bygg­ingaráform fyr­ir við­bygg­ingu at­vinnu­húss að Flugu­mýri 6, í sam­ræmi við gögn dags. 24.03.2023. Áformin voru kynnt á vef Mos­fells­bæj­ar, mos.is, og með grennd­arkynn­ing­ar­bréfi og gögn­um sem send voru til allra skráðra og þing­lýstra eig­enda hús­hluta og fasta­núm­era að Flugu­mýri 6 og 8. At­huga­semda­frest­ur var frá 12.05.2023 til og með 12.06.2023. Eng­ar at­huga­semd­ir bár­ust.

       Niðurstaða þessa fundar:

       Af­greiðsla 68. af­greiðslufund­ar skipu­lags­full­trúa lögð fram til kynn­ing­ar á 1588. fundi bæj­ar­ráðs Mos­fells­bæj­ar.

      • 7.2. Óskots­veg­ur 12 - Úlfars­fells­land 125531 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202302182

       Skipu­lags­nefnd sam­þykkti á 590. fundi sín­um að aug­lýsa og kynna til­lögu að deili­skipu­lags­breyt­ingu vegna óbyggðra sum­ar­húsa­lóða við norð­an­vert Hafra­vatn lóð­ir L125531 og L204619 (Óskotsveg 12 og 14), í sam­ræmi við 2. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010. Breyt­ing­in fel­ur í sér aukn­ingu á bygg­ing­ar­magni tveggja lóða úr 70,0 m² í 90,0 m², sem þá verð­ur há­marks fer­metra­fjöldi á lóð fyr­ir frí­stunda­hús með eða án geymslu eða gesta­húss. Deiliskipulagsbreytingin var framsett í skalanum 1:2000, unnin af Arkitektastofunni Austurvöllur, dags. 05.06.2023.
       Tillaga að breytingu var kynnt og aðgengileg á vef sveitarfélagsins, mos.is, og auglýst með kynningarbréfi auk gagna sem send voru til aðliggjandi landeigenda lóða L125530, L125523, L175250, L191851, L192886, L125533 og L209044. Athugasemdafrestur var frá 13.06.2023 til og með 13.07.2023. Engar athugasemdir bárust.

       Niðurstaða þessa fundar:

       Af­greiðsla 68. af­greiðslufund­ar skipu­lags­full­trúa lögð fram til kynn­ing­ar á 1588. fundi bæj­ar­ráðs Mos­fells­bæj­ar.

      • 7.3. Óskots­veg­ur 14 - Úlfars­fells­land 204619 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202302181

       Skipu­lags­nefnd sam­þykkti á 590. fundi sín­um að aug­lýsa og kynna til­lögu að deili­skipu­lags­breyt­ingu vegna óbyggðra sum­ar­húsa­lóða við norð­an­vert Hafra­vatn lóð­ir L125531 og L204619 (Óskotsveg 12 og 14), í sam­ræmi við 2. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010. Breyt­ing­in fel­ur í sér aukn­ingu á bygg­ing­ar­magni tveggja lóða úr 70,0 m² í 90,0 m², sem þá verð­ur há­marks fer­metra­fjöldi á lóð fyr­ir frí­stunda­hús með eða án geymslu eða gesta­húss. Deiliskipulagsbreytingin var framsett í skalanum 1:2000, unnin af Arkitektastofunni Austurvöllur, dags. 05.06.2023.
       Tillaga að breytingu var kynnt og aðgengileg á vef sveitarfélagsins, mos.is, og auglýst með kynningarbréfi auk gagna sem send voru til aðliggjandi landeigenda lóða L125530, L125523, L175250, L191851, L192886, L125533 og L209044. Athugasemdafrestur var frá 13.06.2023 til og með 13.07.2023. Engar athugasemdir bárust.

       Niðurstaða þessa fundar:

       Af­greiðsla 68. af­greiðslufund­ar skipu­lags­full­trúa lögð fram til kynn­ing­ar á 1588. fundi bæj­ar­ráðs Mos­fells­bæj­ar.

      • 7.4. Leiru­tangi 17A - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild eða -leyfi - Flokk­ur 2, 202306580

       Borist hef­ur um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi frá Arn­ari Má Haf­þórs­syni, dags. 23.6.2023, fyr­ir við­bygg­ingu húss að Leiru­tanga 17A. Um er að ræða stækk­un stofu til suð­urs, við­bygg­ing sól­skála, um brúttó 13,2 m2, í sam­ræmi við gögn unn­in af PRV hönn­un dags. 11.06.2023

       Niðurstaða þessa fundar:

       Af­greiðsla 68. af­greiðslufund­ar skipu­lags­full­trúa lögð fram til kynn­ing­ar á 1588. fundi bæj­ar­ráðs Mos­fells­bæj­ar.

      • 7.5. Leiru­tangi 17B - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild eða -leyfi - Flokk­ur 2, 202306579

       Borist hef­ur um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi frá Krist­mundi Jóni Hjalta­syni, dags. 23.6.2023, fyr­ir við­bygg­ingu húss að Leiru­tanga 17A. Um er að ræða stækk­un stofu til suð­urs, við­bygg­ing sól­skála, um brúttó 13,2 m2, í sam­ræmi við gögn unn­in af PRV hönn­un dags. 11.06.2023

       Niðurstaða þessa fundar:

       Af­greiðsla 68. af­greiðslufund­ar skipu­lags­full­trúa lögð fram til kynn­ing­ar á 1588. fundi bæj­ar­ráðs Mos­fells­bæj­ar.

      • 8. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 501202307014F

       Fund­ar­gerð 501. af­greiðslufund­ar bygg­ing­ar­full­trúa lögð fram til kynn­ing­ar á 1588. fundi bæj­ar­ráðs eins og ein­stök er­indi bera með sér.

       • 8.1. Bjark­ar­holt 17-29 - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild eða -leyfi - Flokk­ur 2, 202306027

        Hús­fé­lag Bjark­ar­holts 21-23 sæk­ir um leyfi til að byggja úr gleri og málmi svala­lok­an­ir á fjöl­býl­is­hús­um nr. 21 og 25 á lóð­inni Bjark­ar­holt nr. 11-29 í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir breyt­ast ekki.

        Niðurstaða þessa fundar:

        Af­greiðsla 501. af­greiðslufund­ar bygg­ing­ar­full­trúa lögð fram til kynn­ing­ar á 1588. fundi bæj­ar­ráðs Mos­fells­bæj­ar.

       • 8.2. Bugðufljót 13, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi. 201704034

        Hef­il­verk ehf. Jör­fa­lind 20 Kópa­vogi sækja um leyfi til breyt­inga áður sam­þykktra að­al­upp­drátta at­vinnu­hús­næð­is á lóð­inni Bugðufljót nr. 13 í sam­ræmi við fram­lögð gögn.

        Niðurstaða þessa fundar:

        Af­greiðsla 501. af­greiðslufund­ar bygg­ing­ar­full­trúa lögð fram til kynn­ing­ar á 1588. fundi bæj­ar­ráðs Mos­fells­bæj­ar.

       • 8.3. Hamra­brekk­ur 18 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202208699

        Júlí­us Bald­vin Helga­son Lang­holts­vegi 67 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til breyt­inga áður sam­þykktra að­al­upp­drátta frí­stunda­húss á lóð­inni Hamra­brekk­ur nr. 18 í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
        Stærð­ir: 48,7 m², 166,2 m³.

        Niðurstaða þessa fundar:

        Af­greiðsla 501. af­greiðslufund­ar bygg­ing­ar­full­trúa lögð fram til kynn­ing­ar á 1588. fundi bæj­ar­ráðs Mos­fells­bæj­ar.

       • 8.4. Hjarð­ar­land 1 - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild eða -leyfi - Flokk­ur 2, 202307062

        Hösk­uld­ur Þrá­ins­son Hjarð­ar­landi 1 sæk­ir um leyfi til stækk­un­ar og út­lits­breyt­inga ein­býl­is­húss á tveim­ur hæð­um á lóð­inni Hjarð­ar­land nr. 1 í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
        Stækk­un Mhl 01 13,4 m².
        Stækk­un Mhl 02 43,1 m², 116,4 m³.

        Niðurstaða þessa fundar:

        Af­greiðsla 501. af­greiðslufund­ar bygg­ing­ar­full­trúa lögð fram til kynn­ing­ar á 1588. fundi bæj­ar­ráðs Mos­fells­bæj­ar.

       • 8.5. Óskots­veg­ur 12 - Úlfars­fells­land 125531 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi - deili­skipu­lags­breyt­ing 202302182

        Emel­ía Blön­dal Mos­arima 45 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til að byggja úr timbri frí­stunda­hús á einni hæð á lóð­inni Óskots­veg­ur nr. 12 í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Til­laga að breyt­ingu deili­skipu­lags var grennd­arkynnt, at­huga­semda­frest­ur var frá 13.06.2023 til og með 13.07.2023. Eng­ar at­huga­semd­ir bár­ust.
        Stærð­ir: 90,0 m², 446,7 m³.

        Niðurstaða þessa fundar:

        Af­greiðsla 501. af­greiðslufund­ar bygg­ing­ar­full­trúa lögð fram til kynn­ing­ar á 1588. fundi bæj­ar­ráðs Mos­fells­bæj­ar.

       • 8.6. Óskots­veg­ur 14 - Úlfars­fells­land 204619 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202302181

        Ólaf­ur Ein­ars­son Smár­arima 39 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til að byggja úr timbri frí­stunda­hús á einni hæð á lóð­inni Óskots­veg­ur nr. 12 í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Til­laga að breyt­ingu deili­skipu­lags var grennd­arkynnt, at­huga­semda­frest­ur var frá 13.06.2023 til og með 13.07.2023. Eng­ar at­huga­semd­ir bár­ust. Stærð­ir: 90,0 m², 446,7 m³.

        Niðurstaða þessa fundar:

        Af­greiðsla 501. af­greiðslufund­ar bygg­ing­ar­full­trúa lögð fram til kynn­ing­ar á 1588. fundi bæj­ar­ráðs Mos­fells­bæj­ar.

       • 8.7. Reykja­mel­ur 8 / Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201504068

        Ómar Ás­gríms­son Reykja­mel 8 sæk­ir um leyfi til breyt­inga þak­burð­ar­virk­is ein­býl­is­húss á lóð­inni Reykja­mel­ur nr. 8 í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir breyt­ast ekki.

        Niðurstaða þessa fundar:

        Af­greiðsla 501. af­greiðslufund­ar bygg­ing­ar­full­trúa lögð fram til kynn­ing­ar á 1588. fundi bæj­ar­ráðs Mos­fells­bæj­ar.

       • 8.8. Snæfríð­argata 30, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi. 201801280

        Skjald­ar­gjá ehf. Rauð­ar­árstíg 42 Reykja­vík sækja um leyfi til breyt­inga áður sam­þykktra að­al­upp­drátta ein­býl­is­húss á lóð­inni Snæfríð­argata nr. 30, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir breyt­ast ekki

        Niðurstaða þessa fundar:

        Af­greiðsla 501. af­greiðslufund­ar bygg­ing­ar­full­trúa lögð fram til kynn­ing­ar á 1588. fundi bæj­ar­ráðs Mos­fells­bæj­ar.

       • 8.9. Sölkugata 8-10 - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild eða -leyfi - Flokk­ur 1, 202307037

        Sig­urð­ur Straum­fjörð Páls­son Sölku­götu 8 sæk­ir um leyfi til breyt­inga lóð­ar­frá­gangs par­húss á lóð­inni Sölkugata nr. 8 í sam­ræmi við fram­lögð gögn.

        Niðurstaða þessa fundar:

        Af­greiðsla 501. af­greiðslufund­ar bygg­ing­ar­full­trúa lögð fram til kynn­ing­ar á 1588. fundi bæj­ar­ráðs Mos­fells­bæj­ar.

       • 8.10. Úugata 21B Spennistöð - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild eða -leyfi - Flokk­ur 1, 202305869

        Veit­ur ohf. Bæj­ar­hálsi 1 Reykja­vík sækja um leyfi til að byggja úr stein­steypu og stáli spennistöð á lóð­inni Úugata nr. 21B í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir: 7,5 m², 20,3 m³.

        Niðurstaða þessa fundar:

        Af­greiðsla 501. af­greiðslufund­ar bygg­ing­ar­full­trúa lögð fram til kynn­ing­ar á 1588. fundi bæj­ar­ráðs Mos­fells­bæj­ar.

       • 9. Fund­ar­gerð 372. fund­ar Strætó bs.202307345

        Fundargerð 372. fundar stjórnar Strætó bs. lögð fram til kynningar.

        Fund­ar­gerð 372. fund­ar stjórn­ar Strætó bs. lögð fram til kynn­ing­ar á 1588. fundi bæj­ar­ráðs Mos­fells­bæj­ar.

       • 10. Fund­ar­gerð 561. fund­ar stjórn­ar SSH202307265

        Fundargerð 561. fundar stjórnar SSH lögð fram til kynningar.

        Fund­ar­gerð 561. fund­ar stjórn­ar SSH lögð fram til kynn­ing­ar á 1588. fundi bæj­ar­ráðs Mos­fells­bæj­ar.

       Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 08:45