Mál númer 202303567
- 29. mars 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #824
Drög að húsnæðisáætlun 2023 lögð fyrir til kynningar og umræðu.
Afgreiðsla 5. fundar velferðarnefndar samþykkt á 824. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 21. mars 2023
Velferðarnefnd Mosfellsbæjar #5
Drög að húsnæðisáætlun 2023 lögð fyrir til kynningar og umræðu.
Húsnæðisáætlun Mosfellsbæjar fyrir árið 2023 sem hér er kynnt byggir á þeirri stöðu og þeim áætlunum sem nú eru í gildi. Velferðarnefnd leggur áherslu á að sérstaklega verði skoðað að fjölga félagslegum leiguíbúðum í eigu sveitarfélagsins enn hraðar en kemur fram í þessari áætlun og að gert verði ráð fyrir því í fjárfestingaráætlun Mosfellsbæjar. Einnig að velferðarsviði verði falið það verkefni að greina búsetuþörf fatlaðs fólks með langvarandi stuðningsþarfir í Mosfellsbæ til framtíðar svo móta megi stefnu um uppbyggingu búsetuúrræða í takti við þörf á hverjum tíma.
Varðandi leiguíbúðir fyrir eldri borgara, væri æskilegt að fram kæmi hversu margir þeirra sem eru á biðlista eftir slíkum íbúðum eigi lögheimili í Mosfellsbæ.