Mál númer 202106054
- 16. júní 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #785
Ólöf Arnbjörg Þórðardóttir, Eva Harðardóttir og Brynhildur Sveinsdóttir fulltrúar Leikfélags Mosfellssveitar koma á fund nefndarinnar og ræða húsnæðismál leikfélagsins.
Tillaga fulltrúa M-lista
Bæjarstjórn samþykkir að fela bæjarráði að láta móta tillögur að viðræðum við Leikfélag Mosfellssveitar varðandi framtíðaráform í húsnæðismálum félagsins.Greinargerð
Lögð er áhersla á að meta þarfir Leikfélagsins og kanna hvernig Mosfellsbær getur komið á móts við félagið hvað húsnæði varðar. Um þessar mundir er komið að viðhaldi þess húsnæðis sem er í notkun í dag og framlög bæjarins duga ekki til að dekka viðhald ásamt rekstrarkostnað félagsins.Tillagan felld með sjö atkvæðu, einni hjásetu og einn studdi tillöguna.
***
Afgreiðsla 30. fundar menningar- og nýsköpunarnefndar samþykkt á 785. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 8. júní 2021
Menningar- og nýsköpunarnefnd #30
Ólöf Arnbjörg Þórðardóttir, Eva Harðardóttir og Brynhildur Sveinsdóttir fulltrúar Leikfélags Mosfellssveitar koma á fund nefndarinnar og ræða húsnæðismál leikfélagsins.
Lagt fram.