Mál númer 202502527
- 5. mars 2025
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #867
Staða í málaflokki barna og ungmenna með fjölþættan vanda lögð fyrir til kynningar og umræðu.
Afgreiðsla 27. fundar velferðarnefndar staðfest á 867. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 25. febrúar 2025
Velferðarnefnd Mosfellsbæjar #27
Staða í málaflokki barna og ungmenna með fjölþættan vanda lögð fyrir til kynningar og umræðu.
Velferðarnefnd Mosfellsbæjar tekur undir með stjórn Samtaka stjórnenda í velferðarþjónustu sveitarfélaga, þar sem stjórnin lýsti áhyggjum sínum af þeirri alvarlegu stöðu sem upp er komin vegna skorts á þjónustuúrræðum af hálfu ríkisins við börn og ungmenni með fjölþættan vanda og fjölskyldur þeirra. Velferðarnefnd Mosfellsbæjar skorar á nýja ríkisstjórn að koma að þessum málum af krafti og hefja þegar í stað markvissa uppbyggingu þjónustuúrræða fyrir börn og ungmenni með fjölþættan vanda.