27. nóvember 2007 kl. 07:00,
bæjarráðssalur
Fundinn sátu
Fundargerð ritaði
Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Fjárhagsáætlun 2008200711033
Drög að fjárhagsáætlun 2008 fyrir skipulags- og byggingarmál lögð fram til kynningar.
2. Erindi Viðars Þórs Haukssonar varðandi byggingarlóð við Litlakrika 25200711028
Lögð fram tillaga að breyttum lóðarmörkum, byggingarreit og fyrirkomulagi bílastæða við götu. Breytingarnar eru gerðar til að lagfæra stöðu sem kom til vegna skekkju í útsetningu hússins, sem leiddi til þess að það var sett 1 m nær götu en það átti að vera.%0DNefndin samþykkir að grenndarkynna tillögu að breytingu á deiliskipulagi skv. 2. mgr. 26. gr. S/B-laga.%0D
3. Blikastaðir 2, beiðni um geymslu byggingarefnis200711002
Gissur Jóhannsson óskar þann 6. nóvember 2007 f.h. Gissurs og Pálma ehf. eftir því að fá að geyma vinnuskúra, tæki og ýmislegt byggingarefni á lóðinni. Frestað á 214. fundi.
Gissur Jóhannsson óskar þann 6. nóvember 2007 f.h. Gissurs og Pálma ehf. eftir því að fá að geyma vinnuskúra, tæki og ýmislegt byggingarefni á lóðinni. Frestað á 214. fundi.%0DNefndin hafnar erindinu.
4. Ósk um skráningu heitisins Efri-Klöpp í Elliðakotslandi200711058
Gunnar Júlíusson óskar þann 8. nóvember eftir því að nafn fasteignar hans á landi nr. 125248 við Geitháls verði skráð sem Efriklöpp eða til vara Efriklöpp við Suðurlandsveg. Frestað á 214. fundi.
Gunnar Júlíusson óskar þann 8. nóvember eftir því að nafn fasteignar hans á landi nr. 125248 við Geitháls verði skráð sem Efriklöpp eða til vara Efriklöpp við Suðurlandsveg. Frestað á 214. fundi.%0DNefndin gerir ekki athugasemd við að fasteignin verð skráð sem Efriklöpp. Byggingarfulltrúa falin frekari afgreiðsla.
5. Helgadalsvegur 3-7, ósk um breytingu á deiliskipulagi200711060
Sigríður Rafnsdóttir og Rafn Jónsson óska þann 7. nóvember eftir því að samþykkt verði meðfylgjandi deiliskipulagstillaga, sem gerir ráð fyrir því að lóð nr. 5 við Helgadalsveg verði skipt í tvær lóðir. Frestað á 214. fundi.
Sigríður Rafnsdóttir og Rafn Jónsson óska þann 7. nóvember eftir því að samþykkt verði meðfylgjandi deiliskipulagstillaga, sem gerir ráð fyrir því að lóð nr. 5 við Helgadalsveg verði skipt í tvær lóðir. Frestað á 214. fundi.%0DNefndin hafnar erindinu með vísan til samþykktar bæjarstjórnar um að ekki verði heimiluð frekari deiliskipulagning í Mosfellsdal fyrr en að lokinni endurskoðun aðalskipulags.
6. Í Miðdalslandi 125375, ósk um breytingu á deiliskipulagi200711067
Ólafur Örn Ólafsson óskar þann 7. nóvember eftir því að fá að sameina 2 lóðir með landnúmerum 125375 og 124376 í eina lóð með landnúmeri 125375. Í erindinu felst einnig fyrirspurn um það hvort leyft yrði að byggja á landinu sumarhús skv. meðfylgjandi teikningum í stað tveggja sumarhúsa sem þar eru nú. Frestað á 214. fundi.
Ólafur Örn Ólafsson óskar þann 7. nóvember eftir því að fá að sameina 2 lóðir með landnúmerum 125375 og 124376 í eina lóð með landnúmeri 125375. Í erindinu felst einnig fyrirspurn um það hvort leyft yrði að byggja á landinu sumarhús skv. meðfylgjandi teikningum í stað tveggja sumarhúsa sem þar eru nú. Frestað á 214. fundi.%0DHafnað, þar sem lóðirnar eru ekki á frístundasvæði skv. aðalskipulagi.
7. Deiliskipulag miðbæjar Mosfellsbæjar200504043
Umræða um tillögur sem kynntar voru á 212. fundi.
Umræða um tillögur sem kynntar voru á 212. fundi.
8. Skuggabakki 12 umsókn um stækkun200706113
Grenndarkynningu á tillögu að kvistbyggingu ofan á húsið er lokið með því að allir þátttakendur hafa lýst yfir samþykki sínu með áritun á uppdrátt.
Grenndarkynningu á tillögu að kvistbyggingu ofan á húsið er lokið með því að allir þátttakendur hafa lýst yfir samþykki sínu með áritun á uppdrátt.%0DSamþykkt, byggingarfulltrúa falin frekari afgreiðsla.
9. Grenibyggð 38, ósk um breytingu á byggingarreit200710166
Grenndarkynninga á tillögu að breytingu á byggingarreit er lokið með því að allir þátttakendur hafa lýst yfir samþykki sínu með áritun á uppdrátt.
Grenndarkynningu á tillögu að breytingu á byggingarreit er lokið með því að allir þátttakendur hafa lýst yfir samþykki sínu með áritun á uppdrátt.%0DNefndin leggur til að breytingin verði samþykkt skv. 2. mgr. 26. gr. S/B-laga og skipulagsfulltrúa falið að annast gildistökuferlið.
10. Erindi frá Guðjóni Halldórssyni, Fitjum, um göngubrú á Leirvogsá.200511006
Tillaga að deiliskipulagi vegna brúar á Leirvogsá var auglýst þann 15. október 2007 af Mosfellsbæ og Reykjavíkurborg í sameiningu, með athugasemdafresti til 26. nóvember 2007. Ein athugasemd hefur borist til Mosfellsbæjar, frá stjórn Veiðifélags Leirvogsár, dags. 21. nóvember 2007.
Tillaga að deiliskipulagi vegna brúar á Leirvogsá var auglýst þann 15. október 2007 af Mosfellsbæ og Reykjavíkurborg í sameiningu, með athugasemdafresti til 26. nóvember 2007. Ein athugasemd hefur borist til Mosfellsbæjar, frá stjórn Veiðifélags Leirvogsár, dags. 21. nóvember 2007.%0DStarfsmönnum falið að undirbúa svar við athugasemdinni.
11. Háspennulínur Hellisheiði - Straumsvík/Geitháls, ósk um br. á aðalskipulagi200703143
Tekið fyrir erindi Árna Stefánssonar f.h. Landsnets, dags. 9. júlí 2007, þar sem óskað er eftir því að fyrirhugaðar háspennulínur frá Hellisheiði að Straumsvík og Geithálsi, þ.e. Kolviðarhólslína 1, Kolviðarhólslína 2 og Búrfellslína 3, verði færðar inn á aðalskipulag Mosfellsbæjar. Fram kemur í erindinu að í tengslum við þessar línulagnir myndi núverandi Sogslína 2 verða fjarlægð.%0D(Nefndarmenn fá hluta fylgigagnanna einnig litprentaðan með fundarboðinu.)
Tekið fyrir erindi Árna Stefánssonar f.h. Landsnets, dags. 9. júlí 2007, þar sem óskað er eftir því að fyrirhugaðar háspennulínur frá Hellisheiði að Straumsvík og Geithálsi, þ.e. Kolviðarhólslína 1, Kolviðarhólslína 2 og Búrfellslína 3, verði færðar inn á aðalskipulag Mosfellsbæjar. Fram kemur í erindinu að í tengslum við þessar línulagnir myndi núverandi Sogslína 2 verða fjarlægð.%0DNefndin samþykkir að afla umsagnar óháðs sérfræðings um málið.
12. Skarhólabraut, deiliskipulag200711234
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi Skarhólabrautar, frá Vesturlandsvegi austur fyrir iðnaðarhverfið við Desjarmýri, ásamt umhverfisskýrslu, hvorttveggja unnið af VSÓ Ráðgjöf. (Meðf. eru drög að tillögu, endurbætt tillaga verður send í tölvupósti á mánudag.)
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi Skarhólabrautar, frá Vesturlandsvegi austur fyrir iðnaðarhverfið við Desjarmýri, ásamt umhverfisskýrslu, hvorttveggja unnið af VSÓ Ráðgjöf.%0DNefndin leggur til að tillagan og umhverfisskýrslan verði auglýstar til kynningar í samræmi við skipulags- og byggingarlög og lög um umhverfismat áætlana.%0D
13. Lágahlíð, fyrirspurn um deiliskipulag200710168
Gestur Ólafsson f.h. Helga Rúnars Rafnssonar spyrst fyrir um hugsanlega framtíðarnýtingu hússins Láguhlíðar og tilheyrandi lóðar. Einnig um möguleika á fjölgun lóða á svæðinu. Sjá bókun á 213. fundi.
Gestur Ólafsson f.h. Helga Rúnars Rafnssonar spyrst fyrir um hugsanlega framtíðarnýtingu hússins Láguhlíðar og tilheyrandi lóðar. Einnig um möguleika á fjölgun lóða á svæðinu. Sjá bókun á 213. fundi.%0DNefndin felur starfsmönnum að vinna frekar að málinu í samræmi við umræður á fundinum.
14. Álftanes - tillaga að breytingu á svæðisskipulagi200711117
Bæjarstjóri Álftaness hefur þann 9. nóvember 2007 sent til kynningar tillögu að breytingu á svæðisskipulagi Höfuðborgarsvæðisins, sem felur í sér aukningu á áætluðum fjölda íbúa og íbúða á Álftanesi, auk aukningar á atvinnu- þjónustu- og stjórnsýsluhúsnæði. Bæjarstjórn Álftaness telur að breytingarnar teljist vera óverulegar breytingar á svæðisskipulagi.
Bæjarstjóri Álftaness hefur þann 9. nóvember 2007 sent til kynningar tillögu að breytingu á svæðisskipulagi Höfuðborgarsvæðisins, sem felur í sér aukningu á áætluðum fjölda íbúa og íbúða á Álftanesi, auk aukningar á atvinnu- þjónustu- og stjórnsýsluhúsnæði. Bæjarstjórn Álftaness telur að breytingarnar teljist vera óverulegar breytingar á svæðisskipulagi.%0DNefndin gerir ekki athugasemdir við erindið.
15. Reykjamelur 19, umsókn um byggingarleyfi fyrir garðáhaldahús200609178
Á 214. fundi samþykkti nefndin að grenndarkynna nýja tillögu að staðsetningu garðáhaldahúss. Á 479. fundi bæjarstjórn var samþykkt tillaga um að fresta afgreiðslu erindisins og vísa því aftur til nefndarinnar.
Á 214. fundi samþykkti nefndin að grenndarkynna nýja tillögu að staðsetningu garðáhaldahúss. Á 479. fundi bæjarstjórn var samþykkt tillaga um að fresta afgreiðslu erindisins og vísa því aftur til nefndarinnar.%0DFrestað.
16. Ástu-Sólliljugata 23-25, ósk um breytingu á deiliskipulagi200710206
Á 214. fundi samþykkti nefndin að grenndarkynna tillögu að breyttri aðkomu að lóðinni en hafnaði ósk um hækkun nýtingarhlutfalls. Óskað er eftir að fjallað verði að nýju um nýtingarhlutfallið.
Á 214. fundi samþykkti nefndin að grenndarkynna tillögu að breyttri aðkomu að lóðinni en hafnaði ósk um hækkun nýtingarhlutfalls. Óskað er eftir að fjallað verði að nýju um nýtingarhlutfallið.%0DFrestað.
17. Reykjavegur 62, erindi varðandi skiptingu lóðar.200711223
Einar Jónsson óskar þann 21. nóvember eftir því að lóðinni verði skipt upp í tvær einbýlislóðir, skv. meðf. tillögu Sveins Ívarssonar að deiliskipulagi.
Einar Jónsson óskar þann 21. nóvember eftir því að lóðinni verði skipt upp í tvær einbýlislóðir, skv. meðf. tillögu Sveins Ívarssonar að deiliskipulagi.%0DFrestað.
18. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 145200711029F
Lagt fram.