21. febrúar 2008 kl. 17:00,
bæjarráðssal
Fundinn sátu
Fundargerð ritaði
Tómas G. Gíslason umhverfisstjóri
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Aðalskipulag, breyting vegna Leirvogstungu200801207
Hrund Skarphéðinsdóttir mætir á fundinn og kynnir umhverfisskýrslur fyrir Tunguveg
Til máls tóku: EKr, AEH, ÓPV, GP, BS
Hrund Skarphéðinsdóttir mætti á fundinn og kynnti umhverfisskýrslur fyrir Tunguveg
2. Tengivegur frá Skeiðholti að Leirvogstungu, deiliskipulag200603020
Til máls tóku: EKr, AEH, ÓPV, GP, BS
Hrund Skarphéðinsdóttir mætti á fundinn og kynnti umhverfisskýrslur fyrir Tunguveg.Bókun B-lista:
Ljóst er að stækkun Mosfellsbæjar kemur til með að hafa áhrif á náttúru og viðkvæm svæði í sveitarfélaginu og þess vegna ber að fara með meiri nærgætni og hafa umhverfisjónarmið að leiðarljósi fyrir allar framtíðar vegaframkvæmdir í Mosfellsbæ.
Með þessari framkvæmd er farið verulega á skjön við umhverfissjónarmið þegar hugsað er til Köldukvíslar og Varmár. Er til dæmis vitað um áhrif tjöru og salts á fiskgengd í þessum ám ?
Skerðing verður á útivistarsvæði Mosfellinga og mun umferðarþungi raska þessu til muna þar sem þetta svæði verður skorið í sundur með tilkomu vegarins.
Umferðarþungi við skólamannvirki og íþróttamannvirki eykst verulega og mun skapa svipað ástand eins og við Lágafellsskóla.
Framkvæmd þessi þrengir verulega að íþróttastarfssemi hestamanna og e.t.v stækkun á hesthúsahverfinu.
Ágætis byggingarsvæði er tekið undir veg og útilokar alla framtíðar uppbyggingu á þessu svæði.
Umferð inn í hverfið þyngist verulega, sem veldur bæði meiri mengun og hættu fyrir gangandi vegfarendur svo ekki sé talað um börnin sem sækja skólann og íþróttasvæðið að Varmá.
Umferð um Skeiðholt eykst verulega með tilheyrandi hættum.
Umferð framhjá Lágafellsskóla mun aukast og er ansi þung fyrir.
Hönnun hringtorgs við Vesturlandveg ætti alveg að anna allri umferð frá Leirvogstungu og þess vegna ekki ástæða til að framkvæma þennan gjörning.
Í þess stað væri hægt að tengja Leirvogstungu með hjólreiðastígum og göngustígum.
Hefja mætti skógrækt á þessu svæði sem væri kostur fyrir útiveru bæjarbúa.
Það myndi til dæmis engum detta í hug að leggja veg gegnum Fossvogsdal í Reykjavík!
Það er áhyggjuefni hversu bæjaryfirvöld eru föst í hugsun þegar kemur að umhverfisvænum framkvæmdum og tilliti við náttúruna.3. Aðstaða fyrir MOTOMOS200605117
Tillaga að umsögn kynnt.
Til máls tóku: EKr, AEH, ÓPV, GP4. Erindi Skógræktarfélags Mosfellsbæjar varðandi umsókn um styrk200801149
Umhverfisnefnd er jákvæð fyrir erindi, enda rúmast beiðni innan fjárhagsáætlun ársins 2008. Garðyrkjustjóra falin frekari útfærsla.
5. Námavinnsla í Seljadal200710125
Til máls tóku: EKr, AEH, ÓPV, GP
6. Erindi Varmársamtakanna um hverfisverndarsvæði í Helgafellslandi200709142
Til máls tóku: EKr, AEH, ÓPV, GP
7. Fyrirspurn vegna göngustíga og veitulagna200801251
Til máls tóku: EKr, AEH, ÓPV, GP