19. október 2006 kl. 07:30,
bæjarstjórnarsalur
Fundinn sátu
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Erindi frá Nesvöllum, varðar búsetuúrræði og nýjan lífsstíl fyrir eldri íbúa.200610050
Erindi frá Nesjavöllum ehf þar sem óskað er eftir því að fá að kynna hugmyndafræði félagsins.
Til máls tóku: HSv, JS og MM.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til fjölskyldunefndar til umsagnar og afgreiðslu.
2. Erindi Guðjóns Jenssonar v. flugöryggi á Tungubökkum200610052
Tölvupóstur frá Guðjóni Jenssyni varðandi flugvöllinn á Tungubökkum.
Til máls tóku: HSv, JS, MM og KT.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til bæjarverkfræðings til umsagnar.
3. Félag aldraðra í Mosfellsbæ, umsókn um starfsstyrk200610053
Umsókn um starfsstyrk.
Til máls tóku: HSv og JS.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að vísar erindinu til skoðunar við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2007.
4. Erindi frá Logos lögmannsþjónustu varðandi iðnaðarlóð200610056
Logos falast eftir lóð undir steypustöð fyrir erlendar skjólstæðing sinn.
Til máls tóku: HSv, JS og MM.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að vísar erindinu til bæjarstjóra og bæjarverkfræðings til umsagnar.
5. Vorboðinn kór félags eldriborgara í Mosfellsbæ, ársreikningur félagsins200610073
Ársreikningur Vorboðans, kórs eldriborgara í Mosfellsbæ.
Ársreikningurinn lagður fram.
6. Erindi Golfklúbbur Bakkakots, beiðni um styrk.200610075
Styrkbeiðni frá golfklúbbnum Bakkakoti.
Til máls tóku: HSv, MM, KT og JS.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum ekki sé hægt að verða við erindi golfklúbbsins um styrk þar sem ekki eru fordæmi fyrir beinum rekstrarstyrkjum til sambærilegra íþróttafélaga. Varðandi óskir um samstarfssamning um frekari uppbyggingu í Bakkakoti er vísað til fyrri svara bæjarráðs þar um.%0DJafnframt samþykkt að fela bæjarstjóra að ræða við forsvarsmenn golfklúbbsins og útskýra sjónarmið Mosfellsbæjar í þessu sambandi.
7. Erindi Heilbrigðisráðuneytisins, Hreyfing fyrir alla200610077
Hreyfing fyrir alla.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til íþróttafulltrúa til umsagnar og afgreiðslu.
8. Erindi Verklands ehf. varðandi uppsetningu á skiltum200610078
Verkland óskar tímabundins leyfis fyrir uppsetningu auglýsingaskiltis vegna nýframkvæmda í Hlíðartúnshverfi.
Til máls tóku: HSv, KT, JS og MM.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að bæjarráð gerir ekki athugasemdir fyrir sitt leiti við uppsetningu á skilti til bráðabirgða til fimm mánaða í samræmi við framkomið erindi.
9. Erindi Kjósarhrepps varðandi breytinga á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins200610087
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til skipulags- og byggingarnefndar til umsagnar og afgreiðslu.
10. Erindi frá Alþjóðahúsi varðandi þjónustusamning200610093
Óskað er eftir gerð þjónustusamnings við Alþjóðahúsið.
Til máls tóku: MM, HSv og JS.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til fjölskyldunefndar til umsagnar.
11. Erindi Golfklúbbsins Kjalar varðandi styrk200610101
Styrkumsókn golfklúbbsins Kjalar.
Til máls tóku: HSv, MM, JS, KT.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að ekki sé hægt að verði við ósk um beinan styrk vegna þáttöku í evrópumóti í golfi.%0DBæjarráð Mosfellsbæjar samþykkir hins vegar að veita golfklúbbnum Kili viðurkenningu vegna þess árangurs að karlalið golfklúbbins vann til íslandsmeistaratitils annað árið í röð.
12. Þjónustuhópur aldraðra200610104
Félagsmálastjóri óskar eftir formlegri tilnefningu formannsefnis í þjónustuhóp aldraðra.
Samþykkt með þremur atkvæðum að tilnefna félagsmálastjóra sem formann þjónustuhóps aldraðra.
13. Umsókn um lóð200610109
Atlantsolín óskar eftir lóð við Sunnukrika.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til skipulags- og bygingarnefndar til umsagnar.
14. Erindi Bjarna Sv. Guðmundssonar varðandi tilboð um samvinnu við uppbyggingu Leirvogstungu.200504203
Erindið varðar beiðni um útgáfu stofnskjala vegna uppskiptingar lóða í landi Leirvogstungu í Mosfellsbæ.
Frestað.
15. Umræða um stöðu og rekstur Strætó bs.200610120
Haraldur Sverrisson formaður bæjarráðs og stjórnarmaður í Strætó bs. fór almennt yfir stöðu og rekstur Strætó bs. og stjórnsýsluúttekt sem fram hefur farið hjá fyrirtækinu.