26. apríl 2007 kl. 07:30,
bæjarstjórnarsalur
Fundinn sátu
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi - umsagnir og vísanir
1. Erindi Hestamannafélagsins v. reiðhöll200701151
%0D
Til máls tóku: RR, JBH, MM og JS.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að heimila bæjarstjóra að undirrita samning við Hestamannafélagið Hörð í samræmi við fyrirliggjandi drög vegna uppbyggingar reiðhallar.
2. Útboð á sorphirðu200701236
Áður á dagskrá 811. fundar bæjarráðs, en þá samþykkt að heimila útboð.
Til máls tóku: JBH, HSv, JS og RR.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að taka tilboði lægstbjóðanda, Íslenska Gámafélagsins ehf, í sameiginlega sorphirðu til þriggja ára fyrir Mosfellsbæ, Seltjarnarnes og Garðabæ. %0DJafnframt er bæjarverkfræðingi í samráði við umhverfisnefnd falið að koma með tillögu um útfærslu á notkun grænnar tunnu fyrir íbúa.
Almenn erindi
3. Ályktun formanna skíðadeilda höfuðborgarsvæðisins og formanns Skíðaráðs Reykjavíkur200703213
Til máls tók: RR.%0DÁlyktunin lögð fram.
4. Erindi Samorku vegna 100 ára afmæli hitaveitu á Íslandi - upphafið í Mosfellsbæ200703220
Erindið varðar uppsetningu minnisvarða í Mosfellsbæ vegna fyrstu hitaveitu á Íslandi árið 1908.
Til máls tóku: HSv og RR.%0DBæjarráð er jákvætt fyrir hugmynd Samorku um uppsetningu minnisvarða og felur bæjarstjóra framgang málsins.
5. Umsókn starfsmanns um launalaust leyfi200704017
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila launalaust leyfi í samræmi við fyrirliggjandi umsókn.
6. Gatnagerð við Engjaveg200701332
Til máls tóku: JBH, RR og SÓJ.%0DBæjarverkfræðingur fór yfir og kynnti stöðu varðandi undirbúning gatnagerðar við Engjaveg.
7. Erindi Femínistafélag Íslands varðandi styrk200704022
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til fjölskyldunefndar til umsaganr og afgreiðslu.
8. Erindi Samgönguráðuneytisins varðandi fjölda leigubíla200704042
Lagt fram.
9. Erindi Lánasjóðs sveitarfélaga varðandi niðurfelld lántökugjöld200704085
Lagt fram.
10. Ungmennafélagið Afturelding varðandi styrk til meistarafl.handkn.deildar200704107
Til máls tóku: HSv, JS, RR, JS og MM.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að styrkja handknattleiksdeild UMFA um 400 þúsund vegna góðs árangurs m.a. meistaradeildar karla á leiktímabilinu. Fjárhæðin verði tekin af liðnum ófyrirséð.
11. Erindi Ungmennaf.Aftureldingar varðandi gistingu fyrir þátttakendur Gogga Galvaska200704108
Samþykkt með þremur atkvæðum að verða við ósk UMFA um gistingu í Varmárskóla í sambandi við Gogga Galvaska mótið. Heimildin nær til eldri deildar Varmárskóla.
12. Erindi Málræktarsjóðs varðandi tilnefningu í fulltrúaráð200704122
Samþykkt með þremur atkvæðum að forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs verði fulltrúi Mosfellsbæjar í fulltrúaráði Málræktarsjóðs.
13. Erindi Jóhannesar B. Eðvarðssonar varðandi tjaldstæði Mosfellsbæjar200704123
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til atvinnu- og ferðamálanefndar og skipulags og byggingarnefndar til umsagnar.
14. Umsókn Fríðuhlíðar um breytingu á landamerkjum Vindhóls200704124
Til máls tóku: HSv, JS og BBr.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til bæjarverkfræðings til umsagnar.
15. Erindi tómstundafulltrúa varðandi vinnustundir og laun Vinnuskóla Mosfellsbæjar200704140
Samþykkt með þremur atkvæðum að staðfesta tillögu tómstundafulltrúa um vinnulaun og vinnumagn á komandi sumri í samræmi við minnisblað hans þar um.
16. Erindi Ístaks varðandi land Mosfellsbæjar á Tungumelum200704143
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til bæjarstjóra til skoðunar.
17. Öryggisíbúðir við Hlaðhamra200704157
Til máls tóku: HSv, JS og RR.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að fela félagsmálastjóra og bæjarritara að afla upplysingar um byggingarkostnað og gjaldtöku vegna nýbyggingar öryggisíbúða við Hlaðhamra.