Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

26. apríl 2007 kl. 07:30,
bæjarstjórnarsalur


Fundinn sátu

    Fundargerð ritaði

    Stefán Ómar Jónsson bæjarritari


    Dagskrá fundar

    Almenn erindi - umsagnir og vísanir

    • 1. Er­indi Hesta­manna­fé­lags­ins v. reið­höll200701151

      %0D

      Til máls tóku: RR, JBH, MM og JS.%0DSam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að heim­ila bæj­ar­stjóra að und­ir­rita samn­ing við Hesta­manna­fé­lag­ið Hörð í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi drög vegna upp­bygg­ing­ar reið­hall­ar.

      • 2. Út­boð á sorp­hirðu200701236

        Áður á dagskrá 811. fundar bæjarráðs, en þá samþykkt að heimila útboð.

        Til máls tóku: JBH, HSv, JS og RR.%0DSam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að taka til­boði lægst­bjóð­anda, Ís­lenska Gáma­fé­lags­ins ehf, í sam­eig­in­lega sorp­hirðu til þriggja ára fyr­ir Mos­fells­bæ, Seltjarn­ar­nes og Garða­bæ. %0DJafn­framt er bæj­ar­verk­fræð­ingi í sam­ráði við um­hverf­is­nefnd fal­ið að koma með til­lögu um út­færslu á notk­un grænn­ar tunnu fyr­ir íbúa.

        Almenn erindi

        • 3. Álykt­un formanna skíða­deilda höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins og formanns Skíða­ráðs Reykja­vík­ur200703213

          Til máls tók: RR.%0DÁlykt­un­in lögð fram.

          • 4. Er­indi Samorku vegna 100 ára af­mæli hita­veitu á Ís­landi - upp­haf­ið í Mos­fells­bæ200703220

            Erindið varðar uppsetningu minnisvarða í Mosfellsbæ vegna fyrstu hitaveitu á Íslandi árið 1908.

            Til máls tóku: HSv og RR.%0DBæj­ar­ráð er já­kvætt fyr­ir hug­mynd Samorku um upp­setn­ingu minn­is­varða og fel­ur bæj­ar­stjóra fram­gang máls­ins.

            • 5. Um­sókn starfs­manns um launa­laust leyfi200704017

              Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að heim­ila launa­laust leyfi í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi um­sókn.

              • 6. Gatna­gerð við Engja­veg200701332

                Til máls tóku: JBH, RR og SÓJ.%0DBæj­ar­verk­fræð­ing­ur fór yfir og kynnti stöðu varð­andi und­ir­bún­ing gatna­gerð­ar við Engja­veg.

                • 7. Er­indi Femín­ista­fé­lag Ís­lands varð­andi styrk200704022

                  Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til fjöl­skyldu­nefnd­ar til um­sag­anr og af­greiðslu.

                  • 8. Er­indi Sam­göngu­ráðu­neyt­is­ins varð­andi fjölda leigu­bíla200704042

                    Lagt fram.

                    • 9. Er­indi Lána­sjóðs sveit­ar­fé­laga varð­andi nið­ur­felld lán­töku­gjöld200704085

                      Lagt fram.

                      • 10. Ung­menna­fé­lag­ið Aft­ur­eld­ing varð­andi styrk til meist­arafl.hand­kn.deild­ar200704107

                        Til máls tóku: HSv, JS, RR, JS og MM.%0DSam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að styrkja hand­knatt­leiks­deild UMFA um 400 þús­und vegna góðs ár­ang­urs m.a. meist­ara­deild­ar karla á leiktíma­bil­inu. Fjár­hæð­in verði tekin af liðn­um ófyr­ir­séð.

                        • 11. Er­indi Ung­menn­af.Aft­ur­eld­ing­ar varð­andi gist­ingu fyr­ir þátt­tak­end­ur Gogga Gal­vaska200704108

                          Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að verða við ósk UMFA um gist­ingu í Varmár­skóla í sam­bandi við Gogga Gal­vaska mót­ið. Heim­ild­in nær til eldri deild­ar Varmár­skóla.

                          • 12. Er­indi Mál­rækt­ar­sjóðs varð­andi til­nefn­ingu í full­trúaráð200704122

                            Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að for­stöðu­mað­ur fræðslu- og menn­ing­ar­sviðs verði full­trúi Mos­fells­bæj­ar í full­trúa­ráði Mál­rækt­ar­sjóðs.

                            • 13. Er­indi Jó­hann­es­ar B. Eð­varðs­son­ar varð­andi tjald­stæði Mos­fells­bæj­ar200704123

                              Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til at­vinnu- og ferða­mála­nefnd­ar og skipu­lags og bygg­ing­ar­nefnd­ar til um­sagn­ar.

                              • 14. Um­sókn Fríðu­hlíð­ar um breyt­ingu á landa­merkj­um Vind­hóls200704124

                                Til máls tóku: HSv, JS og BBr.%0DSam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til bæj­ar­verk­fræð­ings til um­sagn­ar.

                                • 15. Er­indi tóm­stunda­full­trúa varð­andi vinnu­stund­ir og laun Vinnu­skóla Mos­fells­bæj­ar200704140

                                  Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að stað­festa til­lögu tóm­stunda­full­trúa um vinnu­laun og vinnu­magn á kom­andi sumri í sam­ræmi við minn­is­blað hans þar um.

                                  • 16. Er­indi Ístaks varð­andi land Mos­fells­bæj­ar á Tungu­mel­um200704143

                                    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til bæj­ar­stjóra til skoð­un­ar.

                                    • 17. Ör­yggis­íbúð­ir við Hlað­hamra200704157

                                      Til máls tóku: HSv, JS og RR.%0DSam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela fé­lags­mála­stjóra og bæj­ar­rit­ara að afla upp­lys­ing­ar um bygg­ing­ar­kostn­að og gjald­töku vegna ný­bygg­ing­ar ör­yggis­íbúða við Hlað­hamra.

                                      Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 08:55