3. apríl 2008 kl. 07:30,
í fundarherbergi bæjarstjórnar
Fundinn sátu
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi - umsagnir og vísanir
1. Krikaskóli - útboð og framkvæmdir - dómnefnd200703192
Bæjarverkfræðingur og skólafulltrúar mæta á fundinn til að fylgja úr hlaði forvalstillögum.
Á fundinn undir þessum dagskrárlið voru mætt: Jóhanna B. Hansen bæjarverkfræðingur, Björn þráinn Þórðarson sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs og hönnuðir Krikaskóla þeir Steffan Iwertsen, Einar Ólafsson og Emil Gunnar Guðmundsson.%0D%0DTil máls tóku: JBH, HS, HSv, JS, MM og KT auk hönnuða sem útskýrðu fyrirliggjandi tillögur.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að heimila tækni- og umhverfissviði að auglýsa forval stjórnunarverktaka vegna Krikaskóla í samræmi við forvalsgögn.
2. Húsnæðismál bæjarskrifstofa200712026
Minnisblað bæjarverkfræðings og bæjarritara varðandi aðferðarfræði vegna innréttingar 2. hæðar í Kjarna.
Til máls tóku: SÓJ, JS, MM, HSv og HS.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að heimila bæjarritara og bæjarverkfræðingi að vinna að því að innréttingarkostnaður 2. hæðar verði felldur inn í mánaðarlegar leigugreiðslur.
3. Erindi varðandi niðurfellingu á fasteignagjöldum200712161
Áður á dagskrá 863. fundar bæjarráðs þar sem erindinu var vísað til fjölskyldunefndar til umsagnar. Hjálögð er umsögn nefndarinnar.
Til máls tóku: JS, HS og HSv.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að fela fjármálastjóra afgreiðslu málsins.
4. Erindi Sigvalda Haraldssonar varðandi deiliskipulagskostnað o.fl.200802209
áður á dagskrá 871. fundar bæjarráðs þar sem óskað var umsagnar bæjarverkfræðings og bæjarritara. Hjálögð er umsgön starfsmannanna.
Til máls tóku: SÓJ, MM, HSv og JS.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að hafna málaleitaninni og bæjarstjóra falið að svara bréfritara.
5. Erindi Alþingis varðandi umsögn um þingsályktunartillögu um lestarsamgöngur200803042
Áður á dagskrá 872. fundar bæjarráðs þar sem óskað var umsagnar bæjarverkfræðings. Hjálögð er umsögn hans.
Til máls tóku: MM, HS, HSv og JS.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarverkfræðingi að senda inn umsögn Mosfellsbæjar um þingsályktunartillögu um lestarsamgöngur.
Almenn erindi
6. Erindi Virtus varðandi gatnagerðargjöld fyrir Roðamóa 9200801002
Trúnaðarmál. Bæjarritari fer yfir gjaldskrá gatnagerðargjalda og nauðsyn þess að skilgreina Mosfellsdal sem þéttbýli.
Til máls tóku: SÓJ, HSv, JS, MM og HS.%0DBæjarritari og bæjarstjóri kynntu og fóru yfir erindi Virtus.
7. Vesturlandsvegur, vegamót við Leirvogstungu200801015
Skipulagsstofnun óskar umsagnar Mosfellsbæjar varðandi matsáætlun mislægra vegamóta við Leirvogstungu.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til bæjarverkfræðings til umsagnar.
8. Erindi Sigurbjargar Hilmarsdóttur varðandi boð til Mosfellsbæjar um kaup á lóðinni Roðamóa 6200803147
Frestað.
9. Erindi Icefitness varðandi Skólahreysti 2008200803161
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til íþrótta- og tómstundanefndar til umsagnar og afgreiðslu.
10. Erindi Lionsklúbbs Mosfellsbæjar varðandi ósk um stuðning vegna Lionsþings200803181
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs til umsagnar.
11. Trúnaðarmál200803184
Framlagt trúnaðarmál hefur þegar verið óformlega kynnt bæjarráðsmönnum og er hér lagt fyrir í formi samningsdraga sem óskað er formlegrar afstöðu til.
Til máls tóku: HSv, SÓJ, JS, MM og KT.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra áframhaldandi vinnslu málsins.
12. Erindi Aftureldingar varðandi aðstöðu við Varmárvöll200803187
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs til umsagnar.
13. Þjónustusamningur aðildarsveitarfélaga Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins200804021
Til máls tóku: HSv, %0DBæjarstjóri gerði grein fyrir megin efni draga að þjónustusamni.