24. október 2007 kl. 16:30,
bæjarstjórnarsalur
Fundinn sátu
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Strætó bs. fundargerð 95. fundar200710073
Fundargerð 95. fundar Strætó bs. lögð fram.
2. Stjórn skíðasvæða á höfuðborgarsvæðinu fundargerð 278. fundar200710077
Fundargerð 278. fundar Stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins lögð fram.
3. Stjórn SSH fundargerð 312. fundar200710078
Til máls tóku: HP, JS, HSv og RR.%0DFundargerð 312. fundar Stjórnar SSH höfuðborgarsvæðisins lögð fram.
4. Erindi Ragnheiðar Ríkharðsdóttur um lausn frá störfum bæjarfulltrúa í bæjarstjórn Mosfellsbæjar200710129
Fyrirliggur beiðni Ragnheiðar Ríkharðsdóttur bæjarfulltrúa, um lausn frá störfum bæjarfulltrúa í bæjarstjórn Mosfellsbæjar.
Fyrir fundinum lá svohljóðandi bréf frá bæjarfulltrúanum Ragnheiði Ríkharðsdóttur.%0D%0DÍ sveitarstjórnarkosningum árið 2002 og árið 2006 skipaði undirrituð, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, fyrsta sæti D - lista Sjálfstæðisflokksins og var samkvæmt kjörbréfi kjörin sem aðalmaður í bæjarstjórn Mosfellsbæjar, fyrra kjörtímabilið 2002 - 2006 og hið seinna frá 27. maí 2006 - 2010.%0DEn í Alþingiskosningum þann 12. maí 2007 var undirrituð kjörin til setu á Alþingi af D - lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi.%0DÞað eru æði mörg fordæmi þess að kjörnir sveitarstjórnarmenn sitji jafnframt sem kjörnir fulltrúar á Alþingi. En skyldur bæjarfulltrúa í bæjarstjórn Mosfellsbæjar eru mikilvægar sem og skyldur alþingismannsins og að mati undirritaðrar er ekki hægt að sinna hvorutveggja svo að vel fari og í ljósi þess óskar undirrituð lausnar frá störfum sem bæjarfulltrúi í bæjarstjórn Mosfellsbæjar.%0DÞað hefur verið einkar gefandi, skemmtilegt og krefjandi að vera bæjarfulltrúi í bæjarstjórn Mosfellsbæjar og það er því með söknuði sem sá vettvangur er kvaddur.%0DUm leið og ég þakka bæjarfulltrúum og öðrum samstarfsmönnum samstarfið á liðnum árum þá óska ég ykkur og bænum mínum, Mosfellsbæ, farsældar og gæfu um ókonma tíð.%0D%0DRagnheiður Ríkharðsdóttir.%0D%0DSamþykkt með sex atkvæðum að veita bæjarfulltrúa Ragnheiði Ríkharðsdóttur lausn frá störfum bæjarfulltrúa í bæjarstjórn Mosfellsbæjar frá og með deginum í dag að telja.%0D%0DForseti bæjarstjórnar Karl Tómasson flutti fráfarandi bæjarfulltrúa Ragnheiði Ríkharðsdóttur bestu þakkir fyrir samstarfið í bæjarstjórn Mosfellsbæjar um leið og hann óskaði henni velfarnaðar á nýjum vettvangi á Alþingi. %0DAðrir bæjarfulltrúar sem til máls tóku, tóku undir orð forseta.%0DForseti bauð jafnframt nýjan aðalmann í bæjarstjórn Hafstein Pálsson velkominn til starfa sem aðalmaður í bæjarstjórn Mosfellsbæjar.
Fundargerðir til staðfestingar
5. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 845200710016F
Fundargerð 845. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu eins og einstök erindi bera með sér.
5.1. Erindi Lögmannsstofu Magnúsar B. Brynjólfssonar v. ólögmætrar uppsagnar í starfi 200608154
Áður á dagskrá 818. fundar bæjarráðs þar sem stefnan var lögð fram. Dómur nú fallinn þar sem Mosfellsbær var sýknaður af öllum kröfum.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 845. fundar bæjarráðs, staðfest á 477. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
5.2. Erindi Ingibjargar B. Jóhannesd. varðandi kröfu um bætur fyrir lóð 200708106
Áður á dagskrá 838. fundar bæjarráðs, þar sem bæjarritara var falið að skoða málið. Með fylgir minnisblað Þórunnar Guðmundsdóttur hjá Lex.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 845. fundar bæjarráðs, staðfest á 477. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
5.3. Meðhöndlun úrgangs 2005-2020, sameiginleg svæðisáætlun 200509056
Ögmundur Einarsson verkefnisstjóri sorpsamlaganna mætir á fundinn og gerir grein fyrir sameiginlegri svæðisáætlun.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 845. fundar bæjarráðs, staðfest á 477. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
5.4. Minnisblað bæjarverkfræðings varðandi Bjargslund 200710066
%0D%0D%0DBæjarverkfræðingur mun í lok fundar fara yfir stöðu helstu framkvæmda í bæjarfélaginu.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 845. fundar bæjarráðs, staðfest á 477. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
5.5. Erindi Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu varðandi boðun fundar með fulltrúum bæjarstjórna 200709204
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 845. fundar bæjarráðs, staðfest á 477. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
5.6. Bréf Helgafellsbygginga ehf og Helgafellshlíða ehf, varðandi samstarfssamning 200511164
Óskað er eftir heimild til að selja Helgafellsbyggingum 39,5% hlut Mosfellsbæjar í Sölkugötu 11.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 845. fundar bæjarráðs, staðfest á 477. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
6. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 846200710021F
Fundargerð 846. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu eins og einstök erindi bera með sér.
7. Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar - 96200710017F
Fundargerð 96. fundar fjölskyldunefndar lögð fram til afgreiðslu eins og einstök erindi bera með sér.
7.1. Erindi Jafnréttisstofu varðandi jafnréttisvog - mælingu á stöðu jafnréttismála hjá sveitarfélögum 200710063
Niðurstaða þessa fundar:
Til máls tóku: JS, HSv og RR.%0DAfgreiðsla 96. fundar fjölskyldunefndar lögð fram.
7.2. Samtök félagsmálastjóra - Málþing „Nýir tímar hvert stefnir“ 200710086
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 96. fundar fjölskyldunefndar lögð fram.
8. Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar - 122200710011F
Fundargerð 122. fundar íþrótta- og tómstundanefndar lögð fram til afgreiðslu eins og einstök erindi bera með sér.
8.1. Fundur með íþrótta og tómstundafélögum Mosfellsbæjar 200710036
Á fundinn mæta fulltrúar frá eftirfarandi félögum sem hér segir :%0Dkl.18:00 Golfklúbburinn Bakkakot %0Dkl.18:45 Golfklúbburinn Kjölur%0Dkl.19:30 Hestamannafélagið Hörður
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 122. fundar íþrótta- og tómstundanefndar lögð fram.
9. Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar - 123200710013F
9.1. Breytingar á reglum um frístundaávísun 200710054
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 123. fundar íþrótta- og tómstundanefndar, staðfest á 477. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
9.2. Fundur með íþrótta og tómstundafélögum Mosfellsbæjar 200710036
Á fundinn mæta fulltrúar frá eftirfarandi félögum:%0DKl. 18:00 Skíðadeild KR%0DKl. 18:30 Björgunarsveitin Kyndill%0DKl. 19:00 Skátafélagið Mosverjar%0DKl. 19:30 Ungmennafélagið Afturelding
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 123. fundar íþrótta- og tómstundanefndar lögð fram.
10. Menningarmálanefnd Mosfellsbæjar - 122200710020F
Fundargerð 122. fundar menningarmálanefndar lögð fram til afgreiðslu eins og einstök erindi bera með sér.
10.1. Samvinna menningarmálanefndar og bæjarlistamanns um kynningu á sér og verkum sínum innan Mosfellsbæjar. 200608268
Í samræmi við 7. gr. reglna um val á bæjarlistamanni hefur Ólöf Oddgeirsdóttir, bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 2007, verið boðuð á fundinn.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 122. fundar menningarmálanefndar lögð fram.
10.2. Aðventutónleikar 2007 200710087
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 122. fundar menningarmálanefndar, staðfest á 477. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
10.3. Og fjöllin urðu kyr - upptaka á hátíðardagsskrá í tilefni 20 ára afmæli Mosfellsbæjar 200710089
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 122. fundar menningarmálanefndar, staðfest á 477. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
10.4. Erindi Sögufélagsins varðandi styrk 200709088
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 122. fundar menningarmálanefndar lögð fram.
10.5. Erindi Samorku vegna 100 ára afmælis hitaveitu á Íslandi - upphafið í Mosfellsbæ 200703220
Niðurstaða þessa fundar:
Til máls tóku: HBA, HP, JS og KT.%0DAfgreiðsla 122. fundar menningarmálanefndar, framlagðar samkeppnisreglur vegna útilistaverks og viðbótarfjárveiting að upphæð kr. 1.319.000,- staðfest á 477. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
11. Skipulags- og byggingarnefnd Mosfellsbæjar - 211200710018F
Fundargerð 211. fundar skipulags- og byggingarnefndar lögð fram til afgreiðslu eins og einstök erindi bera með sér.
11.1. Markholt 2, ósk um breytingu á deiliskipulagi (8 íb.) 200709060
Gestur Ólafsson arkitekt f.h. lóðarhafa Markholts 2 leitar með bréfi dags. 4. september 2007 eftir heimild til að breyta skipulagi lóðarinnar í samræmi við meðfylgjandi drög að deiliskipulagi, sem gera ráð fyrir 8 íbúða húsi. Rætt á 210. fundi en afgreiðslu frestað svo að nefndarmenn gætu kynnt sér aðstæður á staðnum.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 211. fundar skipulags- og byggingarnefndar, staðfest á 477. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
11.2. Háholt 16-24, frumtillaga að byggingum á lóðunum 200709087
Hólmfríður Kristjánsdóttir hdl. f.h. Kaupfélags Kjalarnesþings leggur þann 7. september fram meðf. frumtillögu ARKþings ehf. að byggingum á lóðunum Háholt 16-24 og óskar eftir afstöðu nefndarinnar til tillagnanna eins fljótt og auðið er. Á 210. fundi var starfsmönnum falið að skoða málið á milli funda.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 211. fundar skipulags- og byggingarnefndar, staðfest á 477. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
11.3. Álafossvegur 20, umsókn um byggingarleyfi 200702168
Magnús H. Magnússon óskar þann 19. 09.2007 eftir því að fyrri umsókn hans um byggingarleyfi fyrir endurbyggingu bílskúrs o.fl. skv. fyrirliggjandi teikningum verði tekin upp aftur. Frestað á 210. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 211. fundar skipulags- og byggingarnefndar, staðfest á 477. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
11.4. Þrastarhöfði 37, fyrirspurn um frávik frá deiliskipulagi 200707062
Grenndarkynningu á tillögu að stækkun byggingarreits lauk 26. september. Athugasemd dags. 23. sept. barst frá eigendum Þrastarhöfða 35, Kristjáni Jónssyni og Huldu Rós Hilmarsdóttur. Frestað á 210. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 211. fundar skipulags- og byggingarnefndar, staðfest á 477. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
11.5. Óskotsland 125380, ósk um að byggja stærri bústað en leyfilegt er 200709119
Erindi frá Ásgeiri M. Jónssyni og Maríu M. Sigurðardóttur dags. 17. september 2007, þar sem leitað er eftir umsögn um teikningar af stærra húsi en leyft er að byggja á lóðinni skv. deiliskipulagi. Frestað á 210. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 211. fundar skipulags- og byggingarnefndar, staðfest á 477. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
11.6. Litlagerði-skipting lóðar 200709126
Fyrirspurn dags. 18. september 2007 frá Huldu Jakobsdóttur um heimild til að skipta lóð Litlagerðis í tvær lóðir skv. meðf. tillögu. Frestað á 210. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Frestað.
11.7. Helgafellshverfi, 3. áf., breyting á deiliskipulagi 200709203
Lögð fram tillaga Nexus arkitekta f.h. Helgafellsbygginga að breytingu á fyrirkomulagi bílastæða, lóða og byggingarreita við botnlanga útfrá Sölkugötu. Frestað á 210. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 211. fundar skipulags- og byggingarnefndar, staðfest á 477. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
11.8. Erindi Erum Arkitekta varðandi lóð fyrir bílasölu 200709124
Erindi Jóns Þórissonar arkitekts f.h. Bílasölu Íslands, dags. 17. sept. 2007, þar sem óskað er eftir því að fyrirtækinu verði úthlutað lóð í sveitarfélaginu. Vísað til nefndarinnar til umsagnar af bæjarráði 20. sept. 2007. Frestað á 210. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 211. fundar skipulags- og byggingarnefndar, staðfest á 477. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
11.9. Selholt, landnr. 12361 og 12360, fyrirspurn um deiliskipulag 200709140
Monique van Oosten spyrst þann 15. september fyrir um afstöðu nefndarinnar til þess að land hennar verði deiliskipulagt fyrir 3-4 íbúðarhúsalóðir.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 211. fundar skipulags- og byggingarnefndar, staðfest á 477. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
11.10. Miðdalsland II við Silungatjörn ósk um deiliskipulag 200706114
Margrét Guðjónsdóttir og Kjartan Óskarsson óska þann 7. júní eftir að fá að deiliskipuleggja land við Silungatjörn, sem þau eru kaupréttarhafar að, undir frístundahús. Landið er ekki skilgreint fyrir frístundabyggð í aðalskipulagi. Áður á dagskrá 203. og 204. fundar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 211. fundar skipulags- og byggingarnefndar, staðfest á 477. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
11.11. Jarðstrengir Nesjavellir - Geitháls, ósk um br. á aðalskipulagi 200703010
Tillaga að breytingum á aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2002 - 2024, sem varðar lagningu jarðstrengs frá Nesjavöllum að Geithálsi og hitaveituæðar frá Hellisheiðarvirkjun að Reynisvatnsheiði hefur verið kynnt á heimasíðu Mosfellsbæjar og fyrir nágrannasveitarfélögum og umsagnaraðilum, sbr. 17. gr. s/b-laga. Borist hefur athugasemd frá Gunnari I. Birgissyni f.h. Kópavogsbæjar, dags. 5. október 2007
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 211. fundar skipulags- og byggingarnefndar, staðfest á 477. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
11.12. Hitaveituæð Hellisheiði - Reynisvatnsheiði, ósk um br. á aðalskipulagi 200704116
Sjá næsta mál á undan.
Niðurstaða þessa fundar:
Vísað er til afgreiðslu skipulags- og byggingarnefndar í erindinu nr. 200703010, jarðstrengir Nesjavellir - Geitháls og er sú afgreiðsla nefndarinnar, staðfest á 477. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
11.13. Í landi Laxness, fyrirspurn vegna endurbyggingar 200509150
Tillaga að deiliskipulagi Lækjarness var auglýst skv. 25. gr. s/b-laga 31. ágúst 2007 með athugasemdafresti til 12. október 2007. Athugasemd barst frá Þórarni Jónassyni, dags. 4. september 2007.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 211. fundar skipulags- og byggingarnefndar, staðfest á 477. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
11.14. Háeyri, ósk um breytingu á aðalskipulagi og deiliskipulag 200708031
Sigurður I B Guðmundsson óskaði með bréfi dags. 7. ágúst 2007 eftir því að heimilað yrði að deiliskipuleggja lóðina Háeyri og byggja á henni 2 íbúðarhús. Greint verður frá viðræðum við umsækjanda.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 211. fundar skipulags- og byggingarnefndar, staðfest á 477. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
11.15. Fyrirspurn um hækkun húsa við Vefarastræti og Gerplustræti 200710024
Bjarki Gunnlaugsson f.h. Framtíðar ehf. spyrst þann 28. september 2007 fyrir um leyfi til að hækka húsin nr. 15-19 við Vefarastræti og nr. 16-22 við Gerplustræti úr þremur hæðum í fjórar.
Niðurstaða þessa fundar:
Frestað.
11.16. Stórikriki 23, umsókn um byggingarleyfi 200609001
Tómas H. Unnsteinsson spyrst þann 12. október 2007 fyrir um heimild fyrir 60 m2 aukaíbúð skv. meðfylgjandi nýjum teikningum. Fyrri teikningum var hafnað á 210. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Frestað.
11.17. Þverholt 5, fyrirspurn um breytta notkun á 1. hæð 200709220
Ingunn H. Hafstað f.h. Ragnars Aðalsteinssonar spyrst þann 28. september fyrirspurn um það hvort leyfi yrði gefið til að breyta 28,9 m2 verslunarrými í íbúðarhúsnæði.
Niðurstaða þessa fundar:
Frestað.
11.18. Lynghólsland, umsókn H.Ó. um nafnbreytingu á frístundahúsi 200708087
Í framhaldi af bókun nefndarinnar á 207. fundi þar sem skráningu heitis frístundahúss var hafnað, óskar Haukur Óskarsson eftir því að heiti Lynghólsvegar verði staðfest og að frístundahús geti fengið skráð númer við veginn.
Niðurstaða þessa fundar:
Frestað.
11.19. Kópavogur, Vatnsendahvarf - 2. breyting á svæðisskipulagi 200710023
Bæjarstjóri Kópavogsbæjar óskar með bréfi dags. 30. september 2007 eftir athugasemdum og ábendingum Mosfellsbæjar vegna áforma um að breyta svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins og aðalskipulagi Kópavogs á þann veg að 6 ha opið svæði við Vatnsendahvarf breytist í svæði fyrir verslun og þjónustu og athafnasvæði með um 13.000 m2 húsnæðis. Fram kemur að Kópavogsbær telur að um óverulega breytingu á svæðisskipulagi sé að ræða.
Niðurstaða þessa fundar:
Frestað.
11.20. Kópavogur, Vatnsendahlíð - breyting á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 200710041
Bæjarstjóri Kópavogsbæjar óskar með bréfi dags. 3. október 2007 eftir athugasemdum og ábendingum Mosfellsbæjar vegna áforma um að breyta svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins og aðalskipulagi Kópavogs á þann veg að óbyggðu svæði verði breytt í athafna- og íbúðarsvæði. Íbúðarsvæði verði um 49 ha með 700 íbúðum en athafnasvæði um 3,5 ha með 15.000 m2 húsnæðis. Fram kemur að Kópavogsbær telur að um óverulega breytingu á svæðisskipulagi sé að ræða.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 211. fundar skipulags- og byggingarnefndar, staðfest á 477. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
12. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 142200710001F
Fundargerð 142. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til afgreiðslu eins og einstök erindi bera með sér.
13. Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar - 92200710012F
Fundargerð 92. fundar umhverfisnefndar lögð fram til afgreiðslu eins og einstök erindi bera með sér.
13.1. Erindi Landsskrifstofu Staðardagskrár 21 á Íslandi varðandi ráðgjöf vegna staðardagskrár 21 200709189
Niðurstaða þessa fundar:
Til máls tóku: JS og KT.%0DAfgreiðsla 92. fundar umhverfisnefndar lögð fram.
13.2. Umhirðuáætlun fyrir opin svæði í Mosfellsbæ 200708221
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 92. fundar umhverfisnefndar, staðfest á 477. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
13.3. Erindi Varmársamtakanna um hverfisverndarsvæði í Helgafellslandi 200709142
Niðurstaða þessa fundar:
Til máls tóku: JS, HSv, MM, KT og RR.%0DAfgreiðsla 92. fundar umhverfisnefndar lögð fram.
13.4. Málþing um vötn og vatnasvið á höfuðborgarsvæðinu 200710045
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 92. fundar umhverfisnefndar lögð fram.