Mál númer 200710129
- 24. október 2007
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #477
Fyrirliggur beiðni Ragnheiðar Ríkharðsdóttur bæjarfulltrúa, um lausn frá störfum bæjarfulltrúa í bæjarstjórn Mosfellsbæjar.
Fyrir fundinum lá svohljóðandi bréf frá bæjarfulltrúanum Ragnheiði Ríkharðsdóttur.%0D%0DÍ sveitarstjórnarkosningum árið 2002 og árið 2006 skipaði undirrituð, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, fyrsta sæti D - lista Sjálfstæðisflokksins og var samkvæmt kjörbréfi kjörin sem aðalmaður í bæjarstjórn Mosfellsbæjar, fyrra kjörtímabilið 2002 - 2006 og hið seinna frá 27. maí 2006 - 2010.%0DEn í Alþingiskosningum þann 12. maí 2007 var undirrituð kjörin til setu á Alþingi af D - lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi.%0DÞað eru æði mörg fordæmi þess að kjörnir sveitarstjórnarmenn sitji jafnframt sem kjörnir fulltrúar á Alþingi. En skyldur bæjarfulltrúa í bæjarstjórn Mosfellsbæjar eru mikilvægar sem og skyldur alþingismannsins og að mati undirritaðrar er ekki hægt að sinna hvorutveggja svo að vel fari og í ljósi þess óskar undirrituð lausnar frá störfum sem bæjarfulltrúi í bæjarstjórn Mosfellsbæjar.%0DÞað hefur verið einkar gefandi, skemmtilegt og krefjandi að vera bæjarfulltrúi í bæjarstjórn Mosfellsbæjar og það er því með söknuði sem sá vettvangur er kvaddur.%0DUm leið og ég þakka bæjarfulltrúum og öðrum samstarfsmönnum samstarfið á liðnum árum þá óska ég ykkur og bænum mínum, Mosfellsbæ, farsældar og gæfu um ókonma tíð.%0D%0DRagnheiður Ríkharðsdóttir.%0D%0DSamþykkt með sex atkvæðum að veita bæjarfulltrúa Ragnheiði Ríkharðsdóttur lausn frá störfum bæjarfulltrúa í bæjarstjórn Mosfellsbæjar frá og með deginum í dag að telja.%0D%0DForseti bæjarstjórnar Karl Tómasson flutti fráfarandi bæjarfulltrúa Ragnheiði Ríkharðsdóttur bestu þakkir fyrir samstarfið í bæjarstjórn Mosfellsbæjar um leið og hann óskaði henni velfarnaðar á nýjum vettvangi á Alþingi. %0DAðrir bæjarfulltrúar sem til máls tóku, tóku undir orð forseta.%0DForseti bauð jafnframt nýjan aðalmann í bæjarstjórn Hafstein Pálsson velkominn til starfa sem aðalmaður í bæjarstjórn Mosfellsbæjar.