2. júní 2016 kl. 17:15,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Ólafur Snorri Rafnsson (ÓSR) formaður
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) varaformaður
- Kolbrún Reinholdsdóttir (KR) aðalmaður
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) aðalmaður
- Jóhannes Bjarni Eðvarðsson (JBE) áheyrnarfulltrúi
- Guðjón Magnússon 3. varamaður
- Sigurður Brynjar Guðmundsson menningarsvið
- Edda Ragna Davíðsdóttir menningarsvið
Fundargerð ritaði
Edda Davísðdóttir Tómstundafulltrúi Mosfellsbæjar
Félagar úr blakdeild UMFA munu koma á fund nefndar áður en formleg dagskrá hefst til að taka við viðurkenningnum vegna framúrskarandi árangurs síðastliðið leikár.
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Helgafellsskóli201503558
Félagar úr blakdeild UMFA munu komu á fund nefndar áður en formleg dagskrá hefst til að taka við viðurkenningnum vegna framúrskarandi árangurs síðastliðið leikár. Guðni Valur Guðnason kringlukastari mætti á fund nefndarinnar og tók við afreksstyrk frá íþrótta og tómstundanefnd.Á fundinn mætir Gunnhildur Sæmundsdóttir framkvæmdarstjóri. fræðslu- og frístundasviðs og upplýsir nefndina um þá þarfagreiningu sem að unnin hefur v/ Helgafellsskóla.
Gunnhildur Sæmundsdóttir mætti á fundinn og fór yfir þá vinnu sem að farið hefur fram við gerð þarfagreiningar vegna Helgafellskóla.
3. Uppbygging útiæfingasvæða við göngustíga Mosfellsbæjar.201604033
Á 199. fundi íþrótta- og tómstundanefndar ákvað nefndin að vinna frekar að málinu á næsta fundi nenfdarinnar.
íþrótta- og tómstundanefnd leggur til að íþróttafulltrúi í samstarfi við umhverfissvið vinni kostnaðargreindar tilögur, um kostnað og uppsetningu á útiæfingasvæði svipuðum þeim sem skoðuð hafa verið af nefndinni. Einnig að koma með tillögu að heppilegum staðsetningum við göngustíga bæjarins. Tillögur þessar berist nefndinni sem fyrst, svo möguleiki verði á að gera ráð fyrir þeim í fjárhagsáætlun fyrir árið 2017.
5. Útivistarsvæði við Hafravatn201409231
Íþróttafulltrúi fer yfir stöðuna á svæðinu við Hafravatn
Íþróttafulltrúi fer yfir stöðuna á svæðinu við Hafravatn. Nefndin tekur málið upp í haust.
6. Upplýsingar frá íþrótta- og tómstundafélögum201305172
Upplýsingar til íþrótta- og tómstundanefndar vegna upplýsingaskyldu íþrótta-og tómstundafélaga
Upplýsingar frá félögum lagðarar fram. Datamerket hefur fengið uppfærðar fjöldatölur á heimasíðu Mos.is
Almenn erindi - umsagnir og vísanir
2. Opin leiksvæði í Mosfellsbæ201409230
Bæjarstjórn ákvað að máli þessu yrði vísað aftur til íþrótta- og tómstundanefndar.
Ný skýrsla lögð fram á fundinum. Þar koma fram atriði sem að löguð hafa verið frá því að fyrri skýrsla var gerð 2015.
Íþrótta- og tómstundanefnd gerir enn alvarlegar athugasemdir við skýrsluna og finnst þörf á að rýna einstaka liði hennar betur.4. Beiðni um samstarf vegna hljólahreystibrautar í Mosfellsbæ201605229
Bæjarráð vísaði erindinu til umsagnar íþrótta- og tómstundanefnar á 1260. fundi 26. maí sl.
Nefndin er jákvæð fyrir erindinu, og leggur til að gengið verði í verkefnið til að efla fjölbreyttni í jaðaríþróttum í Mosfellsbæ.