Mál númer 201810354
- 14. nóvember 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #728
Viðreisn í Mosfellsbæ leggur til að stofnaður verði sjóður til styrktar börnum efnaminni foreldra til íþrótta- og tómstundariðkunar í Mosfellsbæ. Sjóður þessi hefði til ráðstöfunar sem nemur allt að 1,5% af framlögum Mosfellsbæjar til íþróttafélaga í bænum. Úthlutað væri úr sjóðnum eftir þörfum og væri úthlutun í höndum Fjölskyldusviðs Mosfellsbæjar sem setur reglur um úthlutun úr sjóðnum og lagt verður fyrir bæjarráð til samþykktar.
Afgreiðsla 1373. fundar bæjarráðs samþykkt á 728. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 1. nóvember 2018
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1373
Viðreisn í Mosfellsbæ leggur til að stofnaður verði sjóður til styrktar börnum efnaminni foreldra til íþrótta- og tómstundariðkunar í Mosfellsbæ. Sjóður þessi hefði til ráðstöfunar sem nemur allt að 1,5% af framlögum Mosfellsbæjar til íþróttafélaga í bænum. Úthlutað væri úr sjóðnum eftir þörfum og væri úthlutun í höndum Fjölskyldusviðs Mosfellsbæjar sem setur reglur um úthlutun úr sjóðnum og lagt verður fyrir bæjarráð til samþykktar.
Samþykkt með 3 atkvæðum að vísa erindinu til annarar umræðu um fjárhagsáætlun 2019-2022 og jafnframt óska umsagnar framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs og framkvæmdastjóra íþrótta og tómstundasviðs.
Fulltrúi M-lista styður framkomna tillögu fulltrúa Viðreisnar varðandi stofnun sjóðs og stuðning við börn frá efnaminni heimilum. Miðflokkurinn lagði fram sambærilega tillögu á fundi í bæjarráði nr. 1369 undir 2. dagskrárlið og var því vísað til fræðslu- og frístundarsviðs Mosfellsbæjar með öllum greiddum atkvæðum bæjarráðs.