6. mars 2012 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Ólafur Gunnarsson (ÓG) varaformaður
- Elías Pétursson aðalmaður
- Erlendur Örn Fjeldsted aðalmaður
- Jóhannes Bjarni Eðvarðsson (JBE) aðalmaður
- Hanna Bjartmars Arnardóttir áheyrnarfulltrúi
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
- Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi.
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Stórikriki 48, leyfi fyrir vinnustofu á neðri hæð201202162
G. Olga Einarsdóttir sækir 16. febrúar 2012 um leyfi til að breyta hluta af neðri hæð einbýlishússins Stórakrika 48 í hárgreiðsluvinnustofu. Frestað á 315. fundi.
G. Olga Einarsdóttir sækir 16. febrúar 2012 um leyfi til að breyta hluta af neðri hæð einbýlishússins Stórakrika 48 í hárgreiðsluvinnustofu. Frestað á 315. fundi.
Nerfndin samþykkir að erindið verði grenndarkynnt enda sé aðeins um að ræða einyrkjastarfsemi umsækjanda og vinnustofan verði skráð og gjaldskyld sem atvinnuhúsnæði.
2. Frístundalóð nr. 125213, Fyrirspurn um deiliskipulag og byggingu frístundahúss.201202400
Richard Ó Briem arkitekt spyrst 27. febrúar 2012 f.h. Árna Sigurðssonar fyrir um möguleika á að skipta umræddri spildu úr Miðdalslandi í tvær lóðir og reisa frístundahús á óbyggða hlutanum. Fyrirspurn sama efnis var svarað jákvætt á árinu 2005.
Richard Ó Briem arkitekt spyrst 27. febrúar 2012 f.h. Árna Sigurðssonar fyrir um möguleika á að skipta umræddri spildu úr Miðdalslandi í tvær lóðir og reisa frístundahús á óbyggða hlutanum. Fyrirspurn sama efnis var svarað jákvætt á árinu 2005.
Nefndin er jákvæð gagnvart erindinu og heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að deiliskipulagi.
3. Helgafellshverfi 2. áf. - deiliskipulagsbreyting við Brúnás/Ásaveg201202399
Lögð fram tillaga Umhverfissviðs að breytingu á deiliskipulagi 2. áfanga Helgafellshverfis, sem felur í sér að Brúnás tengist Ásavegi í stað þess að sveigja norður með honum eins og gert er ráð fyrir í gildandi skipulagi.
Lögð fram tillaga Umhverfissviðs að breytingu á deiliskipulagi 2. áfanga Helgafellshverfis, sem felur í sér að Brúnás tengist Ásavegi í stað þess að sveigja norður með honum eins og gert er ráð fyrir í gildandi skipulagi.
Nefndin samþykkir að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
4. Skýrsla um starfsemi umhverfissviðs 2011201202211
Lögð fram ársskýrsla umhverfissviðs fyrir árið 2011.
Lögð fram ársskýrsla umhverfissviðs fyrir árið 2011.
Skýrslan lögð fram til kynningar.
5. Aðalskipulag 2009-2030, endurskoðun á AS 2002-2024200611011
Lagt fram minnisblað skipulagsfulltrúa um kynningu skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga á tillögu að endurskoðuðu aðalskipulagi fyrir bæjarbúum og umsagnaraðilum.
Lagt fram minnisblað skipulagsfulltrúa um kynningu skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga á tillögu að endurskoðuðu aðalskipulagi fyrir bæjarbúum og umsagnaraðilum. Gylfi Guðjónsson arkitekt mætti á fundinn undir þessum lið.
Nefndin samþykkir að kynning á tillögu að endurskoðuðu aðalskipulagi fyrir bæjarbúum í formi opins húss og almenns fundar fari fram í annarri viku eftir páska.
6. Mosfellsdalur - Þingvallavegur, umferðaröryggismál og framtíðarsýn201102257
Lagt fram minnisblað framkvæmdastjóra umhverfissviðs dags. 27. febrúar 2012.
Lagt fram minnisblað framkvæmdastjóra umhverfissviðs dags. 27. febrúar 2012.
Skipulagsnefnd leggur áherslu á að framkvæmdum verði hraðað eins og kostur er.
8. Hugmyndir um innanbæjarstrætisvagn201202386
Lagt fram minnisblað framkvæmdastjóra Umhverfissviðs dags. 27.02.2012.
Lagt fram minnisblað framkvæmdastjóra Umhverfissviðs dags. 27.02.2012.
Frestað.
9. Rituhöfði 5 - umsókn um byggingarleyfi201202027
Umsókn um leyfi fyrir stækkun hússins hefur verið grenndarkynnt skv. bókun skipulagsnefndar frá 7. febrúar 2012, og hafa allir þátttakendur í grenndarkynningunni lýst yfir samþykki sínu með áritun á uppdrátt.
Umsókn um leyfi fyrir stækkun hússins hefur verið grenndarkynnt skv. bókun skipulagsnefndar frá 7. febrúar 2012, og hafa allir þátttakendur í grenndarkynningunni lýst yfir samþykki sínu með áritun á uppdrátt.
Nefndin gerir ekki athugasemdir við að veitt verði leyfi fyrir viðbyggingunni.
Almenn erindi - umsagnir og vísanir
10. Framtíðarferli vegna leiðakerfisbreytinga hjá Strætó bs.201202165
Bæjarráð vísaði á 1064. fundi sínum erindi Strætó bs. dags. 7. febrúar 2012 til skipulagsnefndar til umsagnar. Í erindinu er óskað eftir umsögn Mosfellsbæjar um drög að breyttu ferli við umfjöllun um leiðakerfisbreytingar, sem felur m.a. í sér að tillögur sveitarfélaga þurfi að liggja fyrir 1. júní ár hvert, og að nýtt leiðakerfi taki gildi í ársbyrjun.
Bæjarráð vísaði á 1064. fundi sínum erindi Strætó bs. dags. 7. febrúar 2012 til skipulagsnefndar til umsagnar. Í erindinu er óskað eftir umsögn Mosfellsbæjar um drög að breyttu ferli við umfjöllun um leiðakerfisbreytingar, sem felur m.a. í sér að tillögur sveitarfélaga þurfi að liggja fyrir 1. júní ár hvert, og að nýtt leiðakerfi taki gildi í ársbyrjun.
Frestað.
11. Gróðursetningar í Ævintýragarði á hverfisverndarsvæði201106069
Lögð fram umsögn umhverfisnefndar Mosfellsbæjar ásamt umsögnum frá Veiðimálastofnun og Umhverfisstofnun sem umhverfisnefnd aflaði vegna fyrirhugaðra framkvæmda og gróðursetninga á hverfisverndarsvæðum við Varmá í tengslum við uppbyggingu á Ævintýragarði. Umhverfisnefnd leggur til að skipulagsnefnd taki mið af umsögnum Veiðimálastofnunar og Umhverfisstofnunar varðandi gróðursetningu og stígagerð í Ævintýragarði.
<SPAN class=xpbarcomment>Lögð fram umsögn umhverfisnefndar Mosfellsbæjar ásamt umsögnum frá Veiðimálastofnun og Umhverfisstofnun sem umhverfisnefnd aflaði vegna fyrirhugaðra framkvæmda og gróðursetninga á hverfisverndarsvæðum við Varmá í tengslum við uppbyggingu á Ævintýragarði. Umhverfisnefnd leggur til að skipulagsnefnd taki mið af umsögnum Veiðimálastofnunar og Umhverfisstofnunar varðandi gróðursetningu og stígagerð í Ævintýragarði.</SPAN>
<SPAN class=xpbarcomment>Frestað.</SPAN>
12. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um samgönguáætlun 2011-2014201202038
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendi 3. febrúar 2012 til umsagnar frumvarp til laga um fjögurra ára samgönguáætlun 2011-2014. Bæjarráð vísaði málinu til nefndarinnar og framkvæmdastjóra umhverfissviðs til umsagnar. Lögð fram umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs.
<SPAN class=xpbarcomment>Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendi 3. febrúar 2012 til umsagnar frumvarp til laga um fjögurra ára samgönguáætlun 2011-2014. Bæjarráð vísaði málinu til nefndarinnar og framkvæmdastjóra umhverfissviðs til umsagnar. Lögð fram umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs.</SPAN>
<SPAN class=xpbarcomment>Nefndin tekur undir umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs.</SPAN>
13. Erindi Alþingis varðandi umsögn um þingsályktun um samgönguáætlun 2011-2022201202039
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendi 3. febrúar 2012 til umsagnar tillögu til þingsályktunar um fjögurra ára samgönguáætlun 2011-2022. Bæjarráð vísaði málinu til nefndarinnar og framkvæmdastjóra umhverfissviðs til umsagnar. Lögð fram umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs.
<SPAN class=xpbarcomment>Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendi 3. febrúar 2012 til umsagnar tillögu til þingsályktunar um fjögurra ára samgönguáætlun 2011-2022. Bæjarráð vísaði málinu til nefndarinnar og framkvæmdastjóra umhverfissviðs til umsagnar. Lögð fram umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs.</SPAN>
<SPAN class=xpbarcomment><SPAN class=xpbarcomment>Nefndin tekur undir umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs.</SPAN></SPAN>