2. apríl 2019 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Björk Ingadóttir formaður
- Sólveig Franklínsdóttir (SFr) varaformaður
- Elín Anna Gísladóttir (EAG) aðalmaður
- Ingibjörg B Jóhannesdóttir aðalmaður
- Olga Jóhanna Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Auður Halldórsdóttir ritari
Fundargerð ritaði
Auður Halldórsdóttir Forstöðumaður menningarmála
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Vinabæjarráðstefna 2018 í Mosfellsbæ201705218
Vinabæjarráðstefna var haldin í Mosfellsbæ 16. til 19. ágúst sl. Helga Jónsdóttir verkefnastjóri vinabæjarsamstarfsins og Hugrún Ósk Ólafsdóttir verkefnisstjóri þjónustu og ritari vinabæjasamstarfsins koma á fundinn og segja frá því helsta sem þar fór fram og verkefnum sem fram undan eru í vinabæjarsamstarfi.
Menningar- og nýsköpunarnefnd lýsir yfir ánægju með framkvæmd Vinabæjarráðstefnunnar og þakklæti til starfsmanna sem gerðu það mögulegt að hún tókst eins vel og raun varð
2. Ævintýragarður - deiliskipulag201710251
Deiliskipulagslýsing skv. 40. gr. skipulagslaga fyrir væntanlegt deiliskipulag yfir Ævintýragarð í Mosfellsbæ sent til umsagnar menningar- og nýsköpunarnefndar.
Menningar- og nýsköpunarnefnd er jákvæð gagnvart skipulags- og matslýsingu Ævintýragarðsins, en bendir á nauðsyn þess að huga að heildarmynd deiliskipulags með tengingu við menningu, sem og mikilvægi þess að huga að list í almannarými við skipulag garðsins.
3. Fjárframlög til lista- og menningarstarfsemi 2019201903519
Umsóknir um styrki til úr lista- og mennningarsjóði Mosfellsbæjar fyrir árið 2019 teknar til umfjöllunar.
Ingibjörg Bergrós Jóhannesdóttir víkur af fundi kl. 17:48 sökum vanhæfis við afgreiðslu umsókna. Ingibjörg tekur aftur sæti á fundinum kl. 17:56. Björk Ingvadóttir víkur af fundi kl. 18:02 sökum vanhæfis við afgreiðslu umsókna. Sólveig Franklínsdóttir tekur við fundarstjórn. Björk tekur aftur við stjórn fundarins kl. 18:09.Umsóknir um fjárframlög úr Lista- og menningarsjóði Mosfellsbæjar fyrir árið 2019.
Afgreiðsla umsókna um fjárveitingar til lista- og menningarmála árið 2019.
Menningar- og nýsköpunarnefnd leggur til að úthlutun fjárveitinga til lista- og menningarmála árið 2019 verði með eftirfarandi hætti:
Studio Emissary vegna Ascension MMXIX tónlistarhátíðarinnar kr. 500.000.
Sigfús Tryggvi Blumenstein til skráningar á stríðsminjasafni kr. 400.000.
Ástrún Friðbjörnsdóttir vegna útgáfu hljómplötu kr. 200.000.
Fantasía Flamenca vegna tónleika 180.000.
Englaflokkurinn ehf. vegna útgáfu plötu hljómsveitarinnar Sprite Zero Klan kr. 150.000.
Englaflokkurinn ehf. vegna garðtónleika Sprite Zero Klan kr. 150.000.
Aðventutónleikar Diddú og drengjanna kr. 200.000.
Aldís Davíðsdóttir vegna leikritsins Ævintýraslóð kr. 280.000.
Álafosskórinn, Kammerkór Mosfellsbæjar, Kvennakórinn Heklurnar og Kvennakórinn Stöllurnar, hver og einn kr. 200.000.
Samþykkt að fresta afgreiðslu umsóknar Daníels Snorra Jónssonar.