1. nóvember 2018 kl. 17:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bjartur Steingrímsson formaður
- Kristín Ýr Pálmarsdóttir (KÝP) varaformaður
- Ölvir Karlsson (ÖK) aðalmaður
- Unnar Karl Jónsson aðalmaður
- Michele Rebora (MR) aðalmaður
- Þorlákur Ásgeir Pétursson áheyrnarfulltrúi
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) áheyrnarfulltrúi
- Tómas Guðberg Gíslason umhverfissvið
- Ólafur Melsted skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
Ólafur Melsted Skipulagsfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Efnistaka í Hrossadal í landi Miðdals - breyting á Aðalskipulagi201609420
Umræður um fyrirhugaða efnistöku í landi Miðdals, í kjölfar vettvangsferðar. Fulltrúar eigenda koma á fundinn og fara yfir sínar hugmyndir að efnistöku, ásamt skipulagsfulltrúa Mosfellsbæjar.
Umræður um málið.
- FylgiskjalErindi og gögn.pdfFylgiskjalUm Grjo?tna?m i? Hrossadal.pdfFylgiskjalfrá Landsneti.pdfFylgiskjalGrjótnáma Hrossadalur_Vatnsverndarsvæði.pdfFylgiskjalT-gatnamót.pdfFylgiskjalFyrirspurn um málsmeðferð_2017-06-30.pdfFylgiskjalsvar skipulagsstofnunar.pdfFylgiskjalMosfellsbær efnistaka Hrossadal.pdfFylgiskjalMótmæli landeigenda við Selvatn við grjótnámi í Hrossadal.pdfFylgiskjalGrjótnám í Hrossadal.pdfFylgiskjalUmsögn heilbrigðisfulltrúa .pdfFylgiskjalGrjótnáma.pdfFylgiskjalMótmæli gegn grjótnámi í Hrossdal..pdfFylgiskjalMótmæli vegna fyrirhugaðra framkvæmda við grjótnám í Hrossadal..pdfFylgiskjalMótmæli - Fyrirhugað grjótnám í Hrossdal.pdfFylgiskjalMótmæli við grjótnámi í Hrossadal.pdfFylgiskjalMótmæli - Grjòtnám ì Hrossadal!.pdfFylgiskjalMótmæli við grjótnámi.pdfFylgiskjalBerist til skipulagsnefndar og bæjarráðs Mosfellsbæjar.pdfFylgiskjalv. fyrirhugaðs grjótnáms í Hrossdal.pdfFylgiskjal3431246-000-BHO-0001.pdf
2. Helgafellstorfan - Deiliskipulag201704194
Á 188. fundi umhverfisnefndar 26. apríl 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Farið var yfir skipulagslýsingu deiliskipulags Helgafellstorfu og athugsemdir Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis varðandi votlendi innan skipulagssvæðisins. Skipulagsfulltrúi fór yfir forsögu málsins. Umhverfisnefnd felur umhverfisstjóra að fá sérfróðan aðila til að gera úttekt á votlendi á svæðinu, ásamt mati á umfangi, verðmæti og mögulegri endurheimt." Lögð fram skýrsla Náttúrufræðistofnunar Íslands um úttekt á svæðinu. Skipulagsfulltrúi mætir á fundinn og fer yfir málið.
Umhverfisnefnd beinir þeim tilmælum til skipulagsnefndar að framlögð skýrsla verði höfð til hliðsjónar við gerð deiliskipulags svæðisins.
3. Ársfundur náttúruverndarnefnda sveitarfélaga og Umhverfisstofnunar 2018201810252
Lagt fram fundarboð Umhverfisstofnunar um ársfund náttúruverndarnefnda sveitarfélaga og Umhverfisstofnunar að Flúðum 7.-8. nóvember 2018
Lagt fram. Nefndarmenn hvattir til að mæta á fundinn hafi þeir kost á því.
- FylgiskjalÁrsfundir náttúruverndarnefnda sveitarfélaga, Umhverfisstofnunar og náttúrustofa og ársfundur umsjónaraðila friðlýstra svæða.pdfFylgiskjalÁrsfundur Umhverfisstofnunar, náttúruverndarnefnda sveitarfélaga og náttúrustofa.pdfFylgiskjalFundarboð - Ársfundur náttúruverndarnefnda, Umhverfisstofnunar og forstöðumanna náttúrustofa.pdfFylgiskjalFundarboð - Ársfundur Umhverfisstofnunar, náttúruverndarnefnda sveitarfélaga og forstöðumanna náttúrustofa.pdf
4. Ástandsskýrsla fyrir friðlýst svæði í Mosfellsbæ 2018201810254
Lögð fram drög að ástandsskýrslum fyrir friðlýst svæði í Mosfellsbæ, sem senda skal til Umhverfisstofnar árlega.
Lagt fram og kynnt. Umhverfisstjóra falið að skila ástandsskýrslum friðlýstra svæða til Umhverfisstofnunar.
5. Skýrsla náttúruverndarnefndar Mosfellsbæjar til Umhverfisstofnunar fyrir árið 2018201810255
Drög að ársskýrslu náttúruverndarnefndar Mosfellsbæjar til Umhverfisstofnunar fyrir árið 2018 þar sem fram koma upplýsingar um störf nefndarinnar.
Lagt fram og kynnt. Umhverfisstjóra falið að skila ársskýrslu til Umhverfisstofnunar.
6. XI. Umhverfisþing Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins 2018201810267
Boð Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins á Umhverfisþing 9. nóvember 2018
Lagt fram og kynnt. Nefndarmenn eru hvattir til að mæta á umhverfisþingið hafi þeir þess kost.
7. Bæklingur Nordregio um vinnu sveitarfélaga að sjálfbærnimarkmiðum201810268
Lögð fram til kynningar skýrsla Nordregio um vinnu sveitarfélaga að sjálfbærnimarkmiðum, þar sem m.a. Mosfellsbær er til umfjöllunar
Umhverfisnefnd fagnar því að vinna við umhverfisstefnu Mosfellbæjar hafi verið til umfjöllunnar í skýrslu Nordregi um vinnu sveitarfélaga að sjálfbærnimarkmiðum.
8. Endurskoðun á umhverfisstefnu fyrir Mosfellsbæ201710064
Áframhaldandi vinna við endurskoðun á umhverfisstefnu fyrir Mosfellsbæ. Lagðar fram ábendingar frá nefndarmönnum. Lagt fram minnisblað VSÓ um mögulega ráðgjöf við áframhaldandi vinnu við endurskoðun stefnunnar.
Lagt fram og rætt. Umhverfisnefnd felur umhverfisstjóra að leita til utankomandi fagaðila til ráðgjafar nefndinni við áframhaldandi vinnu við mótun umhverfisstefnu. Skipaður verður vinnuhópur til áframhaldandi vinnu við umhverfisstefnuna.
9. Viðhald og endurnýjun fræðsluskilta í Mosfellsbæ201809335
Lögð fram samantekt um fjölda og ástand fræðsluskilta í Mosfellsbæ
Lagt fram og rætt. Umhverfisnefnd telur að úrbóta sé þörf á fræðsluskiltum bæjarins. Umhverfisnefnd felur umhverfisstjóra og formanni nefndarinnar að óska eftir viðræðum við menningarmálanefnd um málið.