27. maí 2011 kl. 8.00,
í Kjarna
Fundinn sátu
- Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
- Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi
- Árni Ísberg embættismaður
- Þorsteinn Narfason umhverfissvið
Fundargerð ritaði
Ásbjörn Þorvarðarson byggingarfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Byggingarleyfi fyrir Framhaldsskóla í Mosfellsbæ201011273
Framkvæmdasýsla Ríkisins Borgartúni 7a Reykjavík sækir um leyfi til að byggja kjallara og þriggja hæða skólahúsnæði úr steinsteypu á lóðinni nr. 35 við Háholt samkvæmt framlögðum gögnum.
Stærð húss: Kjallari 98,3 m2, 1. hæð 1.828,2 m2, 2. hæð 1356,9 m2, 3. hæð 1021,3 m2, samtals 17.183,6 m3.
Samþykkt.
2. Langitangi 2A - byggingarleyfi fyrir hjúkrunarheimili201104168
Mosfellsbær Þverholti 2 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja tveggja hæða hjúkrunarheimili úr steinsteypu á lóðinni nr. 2A við Langatanga samkvæmt framlögðum gögnum.
Stærð húss: 1. hæð 1046,0 m2, 2. hæð 1319.9 m2, samtals 8195,3 m3.
Samþykkt.
3. Hamrabrekkur 285 lnr. 124675 - byggingarleyfi fyrir sumarhúsi201105214
Sarah Unnsteinsdóttir Fjólugötu 3 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja sumarbústað úr timbri á lóðinni nr. 28 við Hamrabrekkur samkvæmt framlögðum gögnum.
Stærð bústaðs: 25,2 m2, 80,5 m3.
Samþykkt.
4. Krókatjörn 125152, umsókn um byggingarleyfi til að breyta Moelvenskúrum í sumarbústað.201105257
Brynja Guðmundsdóttir Mýrarseli 5 Reykjavík og Elín Guðmundsdóttir Selbrekku 14 Kópavogi sækja um leyfi til að byggja sumarbústað úr timbri og "Moelven" skúrum á lóð við Krókatjörn, landnr. 125152 samkvæmt framlögðum gögnum.
Stærð bústaðs: 72.4 m2, 328 m3.
Samþykkt.
5. Umsókn um byggingarleyfi201104245
Hjúkrunarheimilið Eir Hlíðarhúsum 7 spyr hvort leyft verði að fækka íbúðum um 5 og innrétta þjónustumiðstöð í kjallara og á 1. hæð 2. áfanga að Hlaðhömrum 2 samkvæmt framlögðum gögnum.
Afstað byggingafulltrúa er jákvæð en bent er á að nauðsynlegt er að brunahönnuður komi að lausn málsins áður en endanlegir uppdrættir og hönnunargögn verða lagðir fram og formlega sótt um breytinguna.
6. Leyfi til að stækka geymslu201105027
Þórhallur Aðalsteinsson Selbrekku 25 Kópavogi sækir um leyfi til að stækka geymslu úr timbri við sumarbústað í landi Hraðastaða landnr. 123664 samkvæmt framlögðum gögnum.
Stækkun geymslu: 7,82 m2, 8,86 m3.
Stærð geymslu eftir stækkun 14,47 m2, 16,71 m3.
Samþykkt.
7. Varmárskóli, yngri deild - Breyting innanhúss vegna brunahönnunar201102140
Þorgeir þorgeirsson fh. Mosfellsbæjar sækir um leyfi fyrir smávægilegum innanhúss fyrirkomulagsbreytingum í samræmi við framlagða uppdrætti og brunahönnun dags. 31.01.2011.
Stærðir húss breytast ekki.
Samþykkt.
8. Merkjateigur 8, umsókn um byggingarleyfi200909667
Stefán Þórisson Merkjateigi 8 Mosfellsbæ sækir um leyfi fyrir innanhúss fyrirkomulagsbreytingum þar sem íbúð á neðri hælð stækkar sem nemur núverandi bílgeymslu. Ennfremur er sótt um leyfi til að byggja bílgeymslu úr steinsteypu við suð austurhlið hússins samkvæmt framlögðum gögnum.
Stækkun húss: Bílskúr 77,7 m2, 233,1 m3.
Samþykkt.
9. í Miðdalsl II 125163, Tjarnarsel við Silunatjörn201103202
Magnús Ólafsson Nýlendugötu 20 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja sumarbústað úr timbri og steinsteypu á lóðinni nr. 125163 við Silungatjörn samkvæmt framlögðum gögnum.
Stærð bústaðs: Skriðkjallari / geymsla 109,4 m2, 1. hæð 62,2 m2, samtals 386,0 m3.
Samþykkt.