27. mars 2014 kl. 12:45,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Erlingur Örn Árnason aðalmaður
- Karl Héðinn Kristjánsson 1. varamaður
- Viktoría Hlín Ágústsdóttir aðalmaður
- Kristín Birta Davíðsdóttir aðalmaður
- Tómas Guðberg Gíslason umhverfissvið
- Edda Ragna Davíðsdóttir fræðslusvið
- Unnur Valgerður Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs
Fundargerð ritaði
Tómas G. Gíslason umhverfisstjóri
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Heilsueflandi samfélag201208024
Ólöf Sívertsen Lýðheilsufræðingur og stjórnarformaður Heilsuvinjar kemur og kynnir stöðu og markmið þróunarverkefnisins Heilsueflandi samfélag.
Kynning á þróunarverkefninu Heilsueflandi samfélag í Mosfellsbæ.
Ólöf K. Sívertsen lýðheilsufræðingur og stjórnarformaður Heilsuvinar kom á fundinn og kynnti verkefnið.
Ungmennaráð tekur undir þær áherlsur sem fram koma í verkefninu.2. Niðurstöður rannsókna 2013201401414
Niðurstöður rannsókna á líðan grunnskólabarna í Mosfellsbæ árið 2013 kynntar.
Kynning á niðurstöðum rannsókna á líðan grunnskólabarna í Mosfellsbæ árið 2013.
Unnur V. Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs mætti á fundinn og kynnti niðurstöðuna.
Ungmennaráð þakkar fyrir áhugaverða kynningu en vill benda á að heppilegt gæti verið að hafa svona langa könnun tvískipta til að auka áreiðanleika hennar.3. Verkefnalisti Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ fyrir árið 2014201401438
Verkefnalisti Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ fyrir árið 2014 sendur frá umhverfisnefnd til ungmennaráðs til kynningar.
Verkefnalisti Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ fyrir árið 2014 lagður fram til kynningar og umræðu.
4. Áhrif verkfalls framhaldsskólakennara vorið 2014 á nemendur í Mosfellsbæ201403467
Umræða um áhrif verkfalls framhaldsskólakennara, sem hófst þann 17. mars 2014, á framhaldsskólanemendur í Mosfellsbæ.
Rætt um áhrif verkfalls framhaldsskólakennara, sem staðið hefur í 10 daga, á framhaldsskólanemendur í Mosfellsbæ.
Ungmennaráð lýsir yfir áhyggjum sínum yfir áhrifum verkfalls framhaldsskólakennara á nemendur í Mosfellsbæ. Ungmennaráð vill þakka bæjaryfirvöldum fyrir að bjóða framhaldsskólanemendum frítt í sund, en bendir á að auglýsa mætti það mun betur. Ennfremur mætti opna félagsmiðstöðvar grunnskólanna í samráði við nemendafélag Framhaldsskóla Mosfellsbæjar.5. Fundur Ungmennaráðs Mosfellsbæjar með bæjarstjórn201002260
Undirbúningsfundur ungmennaráðs fyrir fund með bæjarstjórn Mosfellsbæjar, sem fyrirhugaður er í apríl 2014.
Ungmennaráð Mosfellsbæjar undirbjó fund með bæjarstjórn Mosfellsbæjar og setti fram drög að umræðuefni.