Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

27. mars 2014 kl. 12:45,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Erlingur Örn Árnason aðalmaður
  • Karl Héðinn Kristjánsson 1. varamaður
  • Viktoría Hlín Ágústsdóttir aðalmaður
  • Kristín Birta Davíðsdóttir aðalmaður
  • Tómas Guðberg Gíslason umhverfissvið
  • Edda Ragna Davíðsdóttir fræðslusvið
  • Unnur Valgerður Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs

Fundargerð ritaði

Tómas G. Gíslason umhverfisstjóri


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Heilsu­efl­andi sam­fé­lag201208024

    Ólöf Sívertsen Lýðheilsufræðingur og stjórnarformaður Heilsuvinjar kemur og kynnir stöðu og markmið þróunarverkefnisins Heilsueflandi samfélag.

    Kynn­ing á þró­un­ar­verk­efn­inu Heilsu­efl­andi sam­fé­lag í Mos­fells­bæ.
    Ólöf K. Sívertsen lýð­heilsu­fræð­ing­ur og stjórn­ar­formað­ur Heilsu­vin­ar kom á fund­inn og kynnti verk­efn­ið.
    Ung­mennaráð tek­ur und­ir þær áher­ls­ur sem fram koma í verk­efn­inu.

    • 2. Nið­ur­stöð­ur rann­sókna 2013201401414

      Niðurstöður rannsókna á líðan grunnskólabarna í Mosfellsbæ árið 2013 kynntar.

      Kynn­ing á nið­ur­stöð­um rann­sókna á líð­an grunn­skóla­barna í Mos­fells­bæ árið 2013.
      Unn­ur V. Ing­ólfs­dótt­ir fram­kvæmda­stjóri fjöl­skyldu­sviðs mætti á fund­inn og kynnti nið­ur­stöð­una.
      Ung­mennaráð þakk­ar fyr­ir áhuga­verða kynn­ingu en vill benda á að heppi­legt gæti ver­ið að hafa svona langa könn­un tví­skipta til að auka áreið­an­leika henn­ar.

      • 3. Verk­efna­listi Stað­ar­dag­skrár 21 í Mos­fells­bæ fyr­ir árið 2014201401438

        Verkefnalisti Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ fyrir árið 2014 sendur frá umhverfisnefnd til ungmennaráðs til kynningar.

        Verk­efna­listi Stað­ar­dag­skrár 21 í Mos­fells­bæ fyr­ir árið 2014 lagð­ur fram til kynn­ing­ar og um­ræðu.

        • 4. Áhrif verk­falls fram­halds­skóla­kenn­ara vor­ið 2014 á nem­end­ur í Mos­fells­bæ201403467

          Umræða um áhrif verkfalls framhaldsskólakennara, sem hófst þann 17. mars 2014, á framhaldsskólanemendur í Mosfellsbæ.

          Rætt um áhrif verk­falls fram­halds­skóla­kenn­ara, sem stað­ið hef­ur í 10 daga, á fram­halds­skóla­nem­end­ur í Mos­fells­bæ.
          Ung­mennaráð lýs­ir yfir áhyggj­um sín­um yfir áhrif­um verk­falls fram­halds­skóla­kenn­ara á nem­end­ur í Mos­fells­bæ. Ung­mennaráð vill þakka bæj­ar­yf­ir­völd­um fyr­ir að bjóða fram­halds­skóla­nem­end­um frítt í sund, en bend­ir á að aug­lýsa mætti það mun bet­ur. Enn­frem­ur mætti opna fé­lags­mið­stöðv­ar grunn­skól­anna í sam­ráði við nem­enda­fé­lag Fram­halds­skóla Mos­fells­bæj­ar.

          • 5. Fund­ur Ung­menna­ráðs Mos­fells­bæj­ar með bæj­ar­stjórn201002260

            Undirbúningsfundur ungmennaráðs fyrir fund með bæjarstjórn Mosfellsbæjar, sem fyrirhugaður er í apríl 2014.

            Ung­mennaráð Mos­fells­bæj­ar und­ir­bjó fund með bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar og setti fram drög að um­ræðu­efni.

            Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 13:45