Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

27. september 2012 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Hafsteinn Pálsson (HP) formaður
  • Herdís Sigurjónsdóttir varaformaður
  • Jónas Sigurðsson (JS) aðalmaður
  • Jón Jósef Bjarnason (JJB) áheyrnarfulltrúi
  • Karl Tómasson áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari

Fundargerð ritaði

Stefán Ómar Jónsson bæjarritari


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Mál­efni lýð­ræð­is­nefnd­ar - Lýð­ræð­is­stefna201011056

    Drög að endurskoðuðum verklagsreglum um ritun fundargerða hjá Mosfellsbæ til kynningar.

    Til máls tóku: HP, SÓJ, HS, JJB, JS, KT og HSv.
    Fyr­ir fund­in­um lágu drög að end­ur­skoð­un á verklags­regl­um um rit­un fund­ar­gerða.
    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að inn­leiða þá end­ur­skoð­un sem felst í drög­un­um og fel­ur bæj­ar­ráð fram­kvæmda­stjóra stjórn­sýslu­sviðs að fylgja end­ur­skoð­un­inni eft­ir.

    • 2. Fram­kvæmd­ir 2012201203169

      Umhverfissvið leggur fram til kynningar skýrsluna, Framkvæmdir hjá Mosfellsbæ 2012, sem tekin er saman í september 2012.

      Á fund­inn und­ir þess­um dag­skrárlið var mætt Jó­hanna B. Han­sen (JBH) fram­kvæmda­stjóri um­hverf­is­sviðs.

      Til máls tóku: HP, JBH, JJB, HS, JS, HSv og KT.
      Jó­hanna B. Han­sen fór yfir skýrsl­una, Fram­kvæmd­ir hjá Mos­fells­bæ 2012, og út­skýrði stöðu ein­stakra fram­kvæmda og svar­aði spurn­ing­um nefnd­ar­manna. Skýrsl­an lögð fram.

      • 3. Til­boð Ís­lenska Gáma­fé­lags­ins í efni úr blát­unnu201209291

        Framkvæmdastjóri umhverfissviðs leggur fram til samþykktar tilboð frá Íslenska Gámafélaginu um kaup á hráefni úr Bláu tunnunni.

        Á fund­inn und­ir þess­um dag­skrárlið var mætt Jó­hanna B. Han­sen (JBH) fram­kvæmda­stjóri um­hverf­is­sviðs.

        Til máls tóku: HP, JBH, HSv, JS, HS, KT og JJB.
        Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að taka fyr­ir­liggj­andi til­boði Ís­lenska Gáma­fé­lags­ins ehf. um kaup á hrá­efni úr Bláu tunn­unni til eins mán­að­ar.

        • 4. Ágóða­hluta­greiðsla EBÍ 2012201209239

          Tilkynningu frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands um greiðslu ágótahlutar að upphæð kr. 2.165.000,- til Mosfellsbæjar vegna ársins 2012.

          Til máls tóku: HP og JJB.
          Lögð fram til­kynn­ing frá Eign­ar­halds­fé­lagi Bruna­bóta­fé­lags Ís­lands um greiðslu ágóta­hlut­ar til Mos­fells­bæj­ar að upp­hæð kr. 2.165.000,- vegna árs­ins 2012.

          Til­laga kom fram frá áheyrn­ar­fúll­trúa Jóni Jósef Bjarn­ar­syni um að Eign­ar­halds­fé­lagi Bruna­bóta­fé­lags Ís­lands verði slit­ið.
          Til­lag­an borin upp og felld með þrem sam­hljóða at­kvæð­um.

          • 5. Sjálfs­björg, fé­lag fatl­aðra, um­sókn um styrk 2013201209264

            Sjálfsbjörg, félaga fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu sækir um 100 þús. króna styrk til starfsemi sinnar á árinu 2013.

            Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til fjöl­skyldu­nefnd­ar til um­sagn­ar og af­greiðslu.

            • 6. Er­indi Al­þing­is varð­andi um­sögn um frum­varp til laga um mál­efni inn­flytj­enda201209269

              Nefndasvið Alþingis sendir 64. mál, frumvarp til laga um málefni innflytjenda, til Mosfellsbæjar til umsagnar sem þá óskast send fyrir 5. okt. nk.

              Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar og af­greiðslu fram­kvæmda­stjóra fjöl­skyldu­sviðs.

              • 7. Skýrsla um fast­eigna­mat 2013201209309

                Þjóðskrá Íslands sendir til upplýsingar skýrslu um Fasteignamat 2013, en í skýrslunni er lýst aðferðum sem beitt er við mat allra fasteigna á landinu.

                Lögð fram skýrsla Þjóð­skrár Ís­lands um fast­eigna­mat 2013.

                Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30