27. september 2012 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Hafsteinn Pálsson (HP) formaður
- Herdís Sigurjónsdóttir varaformaður
- Jónas Sigurðsson (JS) aðalmaður
- Jón Jósef Bjarnason (JJB) áheyrnarfulltrúi
- Karl Tómasson áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Málefni lýðræðisnefndar - Lýðræðisstefna201011056
Drög að endurskoðuðum verklagsreglum um ritun fundargerða hjá Mosfellsbæ til kynningar.
Til máls tóku: HP, SÓJ, HS, JJB, JS, KT og HSv.
Fyrir fundinum lágu drög að endurskoðun á verklagsreglum um ritun fundargerða.
Samþykkt með þremur atkvæðum að innleiða þá endurskoðun sem felst í drögunum og felur bæjarráð framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs að fylgja endurskoðuninni eftir.2. Framkvæmdir 2012201203169
Umhverfissvið leggur fram til kynningar skýrsluna, Framkvæmdir hjá Mosfellsbæ 2012, sem tekin er saman í september 2012.
Á fundinn undir þessum dagskrárlið var mætt Jóhanna B. Hansen (JBH) framkvæmdastjóri umhverfissviðs.
Til máls tóku: HP, JBH, JJB, HS, JS, HSv og KT.
Jóhanna B. Hansen fór yfir skýrsluna, Framkvæmdir hjá Mosfellsbæ 2012, og útskýrði stöðu einstakra framkvæmda og svaraði spurningum nefndarmanna. Skýrslan lögð fram.3. Tilboð Íslenska Gámafélagsins í efni úr blátunnu201209291
Framkvæmdastjóri umhverfissviðs leggur fram til samþykktar tilboð frá Íslenska Gámafélaginu um kaup á hráefni úr Bláu tunnunni.
Á fundinn undir þessum dagskrárlið var mætt Jóhanna B. Hansen (JBH) framkvæmdastjóri umhverfissviðs.
Til máls tóku: HP, JBH, HSv, JS, HS, KT og JJB.
Samþykkt með þremur atkvæðum að taka fyrirliggjandi tilboði Íslenska Gámafélagsins ehf. um kaup á hráefni úr Bláu tunnunni til eins mánaðar.4. Ágóðahlutagreiðsla EBÍ 2012201209239
Tilkynningu frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands um greiðslu ágótahlutar að upphæð kr. 2.165.000,- til Mosfellsbæjar vegna ársins 2012.
Til máls tóku: HP og JJB.
Lögð fram tilkynning frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands um greiðslu ágótahlutar til Mosfellsbæjar að upphæð kr. 2.165.000,- vegna ársins 2012.Tillaga kom fram frá áheyrnarfúlltrúa Jóni Jósef Bjarnarsyni um að Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands verði slitið.
Tillagan borin upp og felld með þrem samhljóða atkvæðum.5. Sjálfsbjörg, félag fatlaðra, umsókn um styrk 2013201209264
Sjálfsbjörg, félaga fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu sækir um 100 þús. króna styrk til starfsemi sinnar á árinu 2013.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til fjölskyldunefndar til umsagnar og afgreiðslu.
6. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um málefni innflytjenda201209269
Nefndasvið Alþingis sendir 64. mál, frumvarp til laga um málefni innflytjenda, til Mosfellsbæjar til umsagnar sem þá óskast send fyrir 5. okt. nk.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar og afgreiðslu framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs.
7. Skýrsla um fasteignamat 2013201209309
Þjóðskrá Íslands sendir til upplýsingar skýrslu um Fasteignamat 2013, en í skýrslunni er lýst aðferðum sem beitt er við mat allra fasteigna á landinu.
Lögð fram skýrsla Þjóðskrár Íslands um fasteignamat 2013.