Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

24. febrúar 2015 kl. 08:00,
í Kjarna


Fundinn sátu

 • Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
 • Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi

Fundargerð ritaði

Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

 • 1. Ak­ur­holt 14, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201502387

  Bogi Arason Akurholti 14 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að stækka úr timbri og gleri áðursamþykkta sólstofu við húsið nr. 14 við Akurholt samkvæmt framlögðum gögnum. Stækkun sólstofu 7,0 m2, 19,1 m3. Stærð sólstofu eftir breytingu 35,2 m2, 113,0 m3.

  Sam­þykkt.

  • 2. Bakka­sel/Ell­iða­kots­land 125226, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201502379

   Hákon Árnason Láglandi 2 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja 88 m2 frístundahús úr timbri á lóð nr. 125226 í landi Elliðakots í samræmi við framlögð gögn. Á lóðinni stendur nú 20,8 m2 frístundahús.

   Bygg­inga­full­trúi frest­ar af­greiðslu máls­ins og víar því til með­ferð­ar skipu­lags­nefnd­ar þar sem ekki ligg­ur fyr­ir deili­skipu­lag fyr­ir svæð­ið.

   • 3. Í Lax­neslandi, Dala­kofi, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201502380

    Páll Ammendrup Geitlandi 29 Reykjavík sækir um leyfi til að endurbyggja úr timbri 93 m2 frístundahús á lóðinni nr. 125593 í landi Laxness í samræmi við framlögð gögn. Stærð núverandi húss er 68,9 m2.

    Bygg­inga­full­trúi frest­ar af­greiðslu máls­ins og vís­ar því til með­ferð­ar skipu­lags­nefnd­ar með vís­an í 44 mgr. skipu­lagslaga.

    • 4. Leir­vogstunga 14, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201502197

     VK verkfræðistofa Brautarholti 10 Reykjavík sækir um leyfi fyrir smávægilegum útlits og fyrirkomulagsbreytingum á húsinu nr. 14 við Leirvogstungu í samræmi við framlögð gögn. Heildrstærðir hússins breytast ekki.

     Sam­þykkt.

     • 5. Skóla­braut 2-4, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201502226

      Kristján Ásgeirsson arkitekt fh. Mosfellsbæjar sækir um leyfi fyrir smávægilegum fyrirkomulagsbreytingum og reyndarteikningum fyrir fimleikahúsið að Skólabraut 2 -4 í samræmi við framlögð gögn. Heildarstærðir hússins breytast ekki.

      Sam­þykkt.

      • 6. Suð­ur- Reyk­ir, lóð 8, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201502384

       Guðmundur Jónsson Reykjum Mosfellsbæ sækir um leyfi til að breyta áðurbyggðu pökkunarhúsi úr timbri í íbúðarhús og áður byggðri geymslu í hesthús. Um er að ræða hús á lóð nr 8, lnr. 218499 í landi Reykja.

       Bygg­inga­full­trúi frest­ar af­greiðslu máls­ins og vís­ar því til með­ferð­ar skipu­lags­nefnd­ar þar sem mann­virkin eru á svæði sem áður var skil­greint sem land­bún­að­ar­svæði en nú er það á ódeili­skipu­lögðu svæði fyr­ir íbúða­byggð.

       • 7. í Úlfars­fellslandi 125500, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201502296

        Haraldur Valur Haraldsson Hrafnshöfða 14 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að endurbyggja og stækka úr timbri núverandi bátaskýli á lóðinni nr.125500 í landi Úlfarsfells við Hafravatn. Stærð núverandi bátaskýlis er 18,6 m2 en sótt er um leyfi til að endurbyggt bátaskýli verði 48,0 m2.

        Bygg­inga­full­trúi frest­ar af­greiðslu máls­ins og vís­ar því til með­ferð­ar skipu­lags­nefnd­ar.

        Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl.