27. mars 2012 kl. 17:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Theódór Kristjánsson (TKr) formaður
- Högni Snær Hauksson varaformaður
- Kolbrún Reinholdsdóttir (KR) aðalmaður
- Valdimar Leó Friðriksson aðalmaður
- Richard Már Jónsson áheyrnarfulltrúi
- Sigurður Brynjar Guðmundsson menningarsvið
- Edda Ragna Davíðsdóttir menningarsvið
- Indriði Jósafatsson menningarsvið
- Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri menningarsviðs
Fundargerð ritaði
Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri menningarsviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Íþrótta- og tómstundaþing Mosfellsbæjar201104020
Hér fylgir samantekt og flokkun á hugmyndum sem fram komu á íþróttaþingi. Umræða óskast um framhaldið.
Nefndin lýsir yfir ánægju með framkvæmd og niðurstöðu íþrótta- og tómstundaþings 2012.
Lagðar voru fram niðurstöður frá íþrótta- og tómstundaþingi. Á þinginu komu margar góðar hugmyndir um íþrótta- og tómstundamál sem margar hverjar eru samhljóma þeim drögum að stefnu um íþrótta- og tómstundamál í Mosfellsbæ sem lá fyrir þinginu. Nefndin leggur til að þessar hugmyndir verði samræmdar og lagðar aftur fyrir nefndina. Þá kom fram áhugi á að koma á samstarfi félaga í Mosfellsbæ um hagsmuni íþrótta, tómstunda og útivistar og er nefndin sammála því.
2. Upplýsingaskylda félaga og félagasamtaka sem þiggja styrki frá Mosfellsbæ201202130
Lögð fram drög að stöðluðu formi. Starfsmönnum nefndarinnar falið að vinna áfram að rafrænni útfærslu að teknu tilliti til þeirra athugasemda sem komu fram á fundinum.
3. Styrkir til efnilegra ungmenna 2012201202125
24 einstaklingar sóttu um styrki til efnilegra ungmenna árið 2012. Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til að eftirfarandi einstaklingar hljóti styrk að þessu sinni:
Emil Tumi Víglundsson, til að stunda götuhjólreiðar<BR>Sigurpáll Melberg Pálsson,til að stunda knattspyrnu<BR>Súsanna Katarína Guðmundsdóttir, til að stunda hestaíþróttir<BR>Þuríður Björg Björgvinsdóttir, til að stunda listskautahlaup<BR>Arna Rún Kristjánsdóttir, til að stunda golf<BR>Stefán Ás Ingvarsson, til að stunda badminton<BR>Gunnar Birgisson, til að stunda skíðagöngu<BR>Böðvar Páll Ásgeirsson, til að stunda handbolta<BR>Halldóra Þóra Birgisdóttir, til að stunda knattspyrnu<BR>Hannah Rós Sigurðardóttir, til að stunda kvikmyndagerðarlist<BR>Kjartan Gunnarsson, til að iðka morotcross<BR>Sigurður Kári Árnason, til að leggja stund á stærðfræði<BR>Friðrik Karl Karlsson, til að stunda frjálsar íþróttir.
4. Könnun á gjaldtöku í sundstöðum á höfuðborgarsvæðinu201203400
Ræddur var samanburður á gjöldum að sundstöðum á höfuðuborgarsvæðinu.
5. Íþróttasvæðið á Tungubökkum201203398
Lagt er til að kannað verði hjá íþróttafélögum áhrif lyktmengunar frá Álfsnesi á íþróttastarf.