Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

24. febrúar 2011 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Herdís Sigurjónsdóttir formaður
  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) varaformaður
  • Jónas Sigurðsson (JS) aðalmaður
  • Jón Jósef Bjarnason (JJB) áheyrnarfulltrúi
  • Karl Tómasson áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari

Fundargerð ritaði

Stefán Ómar Jónsson bæjarritari


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Sam­þykkt­ir varð­andi nið­ur­greiðsl­ur201102170

    Áður á dagskrá 1017. fundar bæjarráðs þar sem erindinu var frestað og óskað eftir því að leikskólafulltrúi kæmi á næsta fund nefndarinnar vegna málsins.

    Á fund­inn var mætt und­ir þess­um dag­skrárlið Gunn­hild­ur Sæ­munds­dótt­ir (GS) leik­skóla­full­trúi.

     

    Til máls tóku: HS, GS, BH, HSv, KT, JS og JJB.

    <BR>Jón­as Sig­urðs­son bæj­ar­ráðs­mað­ur legg­ur fram svohljóð­andi til­lögu að breyt­ingu á sam­þykkt varð­andi nið­ur­greiðsl­ur:

    Hóp­ur 1, nið­ur­greiðsl­ur til for­gangs­hópa.<BR>"börn þar sem báð­ir for­eldr­ar stunda fullt nám", verði, "börn þar sem ann­að eða báð­ir for­eldr­ar stunda fullt nám".

    &nbsp;

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa til­lög­unni til fram­kvæmda­stjóra fræðslu­sviðs til um­sagn­ar.

    • 2. Rekstr­aráætlun Sorpu bs. 2011201011136

      Áður á dagskrá 1011. fundar bæjarráðs, en þá var ekki tekin afstaða til lokunar endurvinnslustöðvarinnar á Kjalarnesi.

      Til máls tóku: HS, JS, HSv og KT.

      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að Mos­fells­bær ger­ir fyr­ir sitt leyti ekki at­huga­semd­ir við lok­un end­ur­vinnslu­stöðv­ar­inn­ar á Kjal­ar­nesi, enda ger­ir rekstr­aráætlun Sorpu bs. fyr­ir árið 2011 ráð fyr­ir lok­un­inni og&nbsp;mun&nbsp;hún að end­ingu&nbsp;ráð­ast&nbsp;af&nbsp;af­stöðu Reykja­vík­ur­borg­ar sjálfr­ar.

      • 3. Af­hend­ing á heitu vatni til Reykjalund­ar201010008

        Áður á dagskrá 1003. fundar bæjarráðs þar sem samþykkt var að ganga til samninga við Reykjalund um afhendingu á heitu vatni og leggja fyrir bæjarráð. Hjálögð eru samningsdrög.

        Til máls tóku: HS,&nbsp;HSv og JJB.

        Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að heim­ila bæj­ar­stjóra að ganga frá samn­ingi við Reykjalund á grund­velli fyr­ir­liggj­andi draga.

        • 4. Er­indi Vega­gerð­ar­inn­ar varð­andi hér­aðs­vegi í Mos­fells­bæ201002199

          Áður á dagskrá 969. fundar bæjarráðs. Hjálagt tillaga að svari við síðasta bréfi Vegagerðarinnar frá 1.2.2011.

          Til máls tóku: HS, HSv, SÓJ, JS, JJB, KT og BH.

          Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela bæj­ar­stjóra að svara er­indi Vega­gerð­ar­inn­ar í sam­ræmi við um­ræð­ur á fund­in­um.

          • 5. Er­indi Yf­ir­fa­st­eigna­mats­nefnd­ar varð­andi um­sögn vegna kæru201102196

            Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela fram­kvæmda­stjóra stjórn­sýslu­sviðs að skila um­sögn&nbsp;Mos­fells­bæj­ar.

            • 6. Er­indi Banda­lags ís­lenskra skáta, varð­andi styrk til verk­efn­is­ins "Góð­verk dags­ins"201102197

              Til máls tóku: HS, HSv, JS og KT.&nbsp;&nbsp;

              Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að synja er­ind­inu.

              • 7. Er­indi íbúa í Að­al­túni 6 og 8 varð­andi breyt­ingu á lóða­mörk­um201102225

                Til máls tóku: HS, HSv og JS.

                Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs og skipu­lags- og bygg­ing­ar­nefnd­ar til um­sagn­ar.

                • 8. Er­indi Ung­menna­fé­lags ís­lands varð­andi 1. lands­mót UMFÍ 50201102243

                  Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til íþrótta- og tóm­stunda­nefnd­ar til um­sagn­ar og af­greiðslu.

                  • 9. Ósk um náms­leyfi201102279

                    Til máls tók: HSv.

                    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að veita um­beð­ið laun­að náms­leyfi.

                    Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30