24. febrúar 2011 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Herdís Sigurjónsdóttir formaður
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) varaformaður
- Jónas Sigurðsson (JS) aðalmaður
- Jón Jósef Bjarnason (JJB) áheyrnarfulltrúi
- Karl Tómasson áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Samþykktir varðandi niðurgreiðslur201102170
Áður á dagskrá 1017. fundar bæjarráðs þar sem erindinu var frestað og óskað eftir því að leikskólafulltrúi kæmi á næsta fund nefndarinnar vegna málsins.
Á fundinn var mætt undir þessum dagskrárlið Gunnhildur Sæmundsdóttir (GS) leikskólafulltrúi.
Til máls tóku: HS, GS, BH, HSv, KT, JS og JJB.
<BR>Jónas Sigurðsson bæjarráðsmaður leggur fram svohljóðandi tillögu að breytingu á samþykkt varðandi niðurgreiðslur:
Hópur 1, niðurgreiðslur til forgangshópa.<BR>"börn þar sem báðir foreldrar stunda fullt nám", verði, "börn þar sem annað eða báðir foreldrar stunda fullt nám".
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa tillögunni til framkvæmdastjóra fræðslusviðs til umsagnar.
2. Rekstraráætlun Sorpu bs. 2011201011136
Áður á dagskrá 1011. fundar bæjarráðs, en þá var ekki tekin afstaða til lokunar endurvinnslustöðvarinnar á Kjalarnesi.
Til máls tóku: HS, JS, HSv og KT.
Samþykkt með þremur atkvæðum að Mosfellsbær gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemdir við lokun endurvinnslustöðvarinnar á Kjalarnesi, enda gerir rekstraráætlun Sorpu bs. fyrir árið 2011 ráð fyrir lokuninni og mun hún að endingu ráðast af afstöðu Reykjavíkurborgar sjálfrar.
3. Afhending á heitu vatni til Reykjalundar201010008
Áður á dagskrá 1003. fundar bæjarráðs þar sem samþykkt var að ganga til samninga við Reykjalund um afhendingu á heitu vatni og leggja fyrir bæjarráð. Hjálögð eru samningsdrög.
Til máls tóku: HS, HSv og JJB.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila bæjarstjóra að ganga frá samningi við Reykjalund á grundvelli fyrirliggjandi draga.
4. Erindi Vegagerðarinnar varðandi héraðsvegi í Mosfellsbæ201002199
Áður á dagskrá 969. fundar bæjarráðs. Hjálagt tillaga að svari við síðasta bréfi Vegagerðarinnar frá 1.2.2011.
Til máls tóku: HS, HSv, SÓJ, JS, JJB, KT og BH.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra að svara erindi Vegagerðarinnar í samræmi við umræður á fundinum.
5. Erindi Yfirfasteignamatsnefndar varðandi umsögn vegna kæru201102196
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs að skila umsögn Mosfellsbæjar.
6. Erindi Bandalags íslenskra skáta, varðandi styrk til verkefnisins "Góðverk dagsins"201102197
Til máls tóku: HS, HSv, JS og KT.
Samþykkt með þremur atkvæðum að synja erindinu.
7. Erindi íbúa í Aðaltúni 6 og 8 varðandi breytingu á lóðamörkum201102225
Til máls tóku: HS, HSv og JS.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til framkvæmdastjóra umhverfissviðs og skipulags- og byggingarnefndar til umsagnar.
8. Erindi Ungmennafélags íslands varðandi 1. landsmót UMFÍ 50201102243
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til íþrótta- og tómstundanefndar til umsagnar og afgreiðslu.
9. Ósk um námsleyfi201102279
Til máls tók: HSv.
Samþykkt með þremur atkvæðum að veita umbeðið launað námsleyfi.