24. júní 2010 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
Fundargerð ritaði
Jóhanna Björg Hansen bæjarverkfræðingur
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Fjármögnun skv. fjárhagsáætlun 2010201002081
Áður á dagskrá 981. fundar bæjarráðs en þá var staða fjármögnunar kynnt. Lánsfjármögnun er nú lokið.
<SPAN class=xpbarcomment>Áður á dagskrá 981. fundar bæjarráðs en þá var staða fjármögnunar kynnt. Lánsfjármögnun er nú lokið.</SPAN>
<SPAN class=xpbarcomment>Lagt fram til kynningar.</SPAN>
2. Erindi Egils Guðmundssonar varðandi Lynghól201002248
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarritara að Áður á dagskrá 980. fundar bæjarráðs þar sem bæjarritara var falið að leggja drög að umsögn Mosfellsbæjar fyrir bæjarráð. Umsögn er hjálögð.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi umsögn um málið og felur framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs að svara erindinu í samræmi við umsögnina.
3. Erindi skólahóps íbúasamtaka Leirvogstungu201003227
Áður á dagskrá 977. fundar bæjarráðs.
Erindinu vísað til bæjarstjóra til frekari úrvinnslu.
4. Erindi Jóns Magnússonar varðandi kröfu eigenda við Stórakrika201005049
Áður á dagskrá 980. bæjarráðs þar sem erindinu var vísað til umsagnar lögmanns bæjarins. Umsögn er hjálögð.
Bæjarráð hafnar fyrirliggjandi kröfu eigenda við Stórakrika en samþykkir að fela lögmanni bæjarins að svara erindinu í samræmi við fyrirliggjandi drög að bréfi.
5. Ævintýragarður - 1. áfangi framkvæmda201005086
Áður á dagskrá 980. fundar bæjarráðs þar sem verðkönnun var heimiluð. Niðurstaða verðkönnunar liggur fyrir ásamt beiðni um tölu tilboðs lægstbjóðanda.
Bæjarráð heimilar að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda.
6. Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga varðandi kostnaðaráhrif nýrra laga201005155
Bæjarráð óskar eftir umsögn framkvæmdastjóra fræðslusviðs um erindi sambands íslenskra sveitarfélaga.
7. Erindi Mörtu Guðjónsdóttur varðandi Ólympíuleika í efnafræði201005165
áður á dagskrá 981. fundar bæjarráðs þar sem óskað var umsagnar framkv.stjóra menningarsviðs til umsagnar. Hjálögð er umsögnin.
Frestað.
8. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um orlof húsmæðra201005241
Hjálögð er umsögn framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs.
Bæjarráð samþykkir umsögnina og felur framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs að senda hana til Alþingis.
9. Erindi Lögreglustjóra, umsögn vegna breytinga á rekstrarleyfi Kaffi Kidda Rót201006037
Bæjarráð gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemdir við breytingu á rekstrarleyfi varðandi opnunartíma.
10. Erindi SÍBS varðandi styrk vegna flutnings Múlalundar201006064
Bæjarráð fagnar flutningi Múlalundar til Mosfellsbæjar en getur ekki orðið við erindinu.
11. Erindi Framsóknarflokksins varðandi aðgang að fundargögnum kjörtímabilið 2010 - 2014201006103
Bæjarráð óskar eftir umsögn framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs um erindið.