25. júní 2013 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Elías Pétursson formaður
- Ólafur Gunnarsson (ÓG) varaformaður
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) aðalmaður
- Erlendur Örn Fjeldsted aðalmaður
- Jóhannes Bjarni Eðvarðsson (JBE) áheyrnarfulltrúi
- Ólafur Guðmundsson 1. varamaður
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
- Finnur Birgisson
Fundargerð ritaði
Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Erindi Umferðarstofu varðandi umferðaröryggisáætlun201001142
Lögð fram umferðaröryggisskýrsla fyrir Mosfellsbæ dags. í júní 2013. Skýrslan er unnin á Umhverfissviði samkvæmt samstarfssamningi við Umferðarstofu frá 17.8.2010. Frestað á 345. fundi.
Skipulagsnefnd lýsir ánægju sinni með framlagða skýrslu og leggur til að unnið verði að ítarlegri aðgerðaráætlun í samræmi við forgangsröðun skýrslunar og umræður á fundinum.
2. Breytingar á deiliskipulagi 2.-4. áfanga Helgafellshverfis201110295
Málið tekið til umræðu samkvæmt ósk Jóhannesar Eðvarðssonar nefndarmanns. Frestað á 345. fundi.
Skipulagsnefnd felur embættismönnum að afla nánari gagna í samræmi við umræður á fundinum.
3. Laxnes 1, deiliskipulag reiðleiðar og akvegar201206187
Málið tekið til umræðu samkvæmt ósk Jóhannesar Eðvarðssonar nefndarmanns. Frestað á 345. fundi.
Umræður um málið.
4. Kortlagning umferðarhávaða og gerð aðgerðaáætlana201204069
Lögð fram hljóðkort fyrir Mosfellsbæ og drög að aðgerðaráætlun gegn hávaða, sem unnin hafa verið í samræmi við hávaðatilskipun ESB frá árinu 2002 og reglugerð nr. 1000/2005. Skv. tilskipuninni ber að kynna aðgerðaráætlunina fyrir bæjarbúum og öðrum hagsmunaaðilum. Frestað á 345. fundi. Á fundinn mættu fulltrúar verkfræðistofunnar Eflu, þau Bergþóra Kristjánsdóttir og Ólafur Daníelsson og gerðu grein fyrir aðgerðaráætluninni.
Skipulagsnefnd leggur til að aðgerðaráætlunin verði kynnt fyrir bæjarbúum í samræmi við umrædda tilskipun ESB.
6. Svöluhöfði 9, Umsókn um breytingu201306096
Jón Kalman Stefánsson sækir 12.6.2013 um leyfi til að breyta úliti og notkun bílskúrs. Byggingarfulltrúi óskar eftir umsögn Skipulagsnefndar um erindið.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við erindið.
Almenn erindi - umsagnir og vísanir
5. Strætó bs., leiðakerfi 2014201302039
Vegna vinnu að leiðakerfi 2014 óskaði Strætó bs. 4. febrúar 2013 eftir tillögum um úrbætur eða breytingar á leiðakerfi í Mosfellsbæ ef einhverjar væru. Lögð fram umsögn framkvæmdastjóra umhverfis- og fræðslusviða um málið.
Frestað.