Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

25. júní 2013 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Elías Pétursson formaður
  • Ólafur Gunnarsson (ÓG) varaformaður
  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) aðalmaður
  • Erlendur Örn Fjeldsted aðalmaður
  • Jóhannes Bjarni Eðvarðsson (JBE) áheyrnarfulltrúi
  • Ólafur Guðmundsson 1. varamaður
  • Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
  • Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
  • Finnur Birgisson

Fundargerð ritaði

Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Er­indi Um­ferð­ar­stofu varð­andi um­ferðarör­ygg­is­áætlun201001142

    Lögð fram umferðaröryggisskýrsla fyrir Mosfellsbæ dags. í júní 2013. Skýrslan er unnin á Umhverfissviði samkvæmt samstarfssamningi við Umferðarstofu frá 17.8.2010. Frestað á 345. fundi.

    Skipu­lags­nefnd lýs­ir ánægju sinni með fram­lagða skýrslu og legg­ur til að unn­ið verði að ít­ar­legri að­gerðaráætlun í sam­ræmi við for­gangs­röðun skýrsl­un­ar og um­ræð­ur á fund­in­um.

    • 2. Breyt­ing­ar á deili­skipu­lagi 2.-4. áfanga Helga­fells­hverf­is201110295

      Málið tekið til umræðu samkvæmt ósk Jóhannesar Eðvarðssonar nefndarmanns. Frestað á 345. fundi.

      Skipu­lags­nefnd fel­ur emb­ætt­is­mönn­um að afla nán­ari gagna í sam­ræmi við um­ræð­ur á fund­in­um.

      • 3. Lax­nes 1, deili­skipu­lag reið­leið­ar og ak­veg­ar201206187

        Málið tekið til umræðu samkvæmt ósk Jóhannesar Eðvarðssonar nefndarmanns. Frestað á 345. fundi.

        Um­ræð­ur um mál­ið.

        • 4. Kort­lagn­ing um­ferð­ar­há­vaða og gerð að­gerða­áætl­ana201204069

          Lögð fram hljóðkort fyrir Mosfellsbæ og drög að aðgerðaráætlun gegn hávaða, sem unnin hafa verið í samræmi við hávaðatilskipun ESB frá árinu 2002 og reglugerð nr. 1000/2005. Skv. tilskipuninni ber að kynna aðgerðaráætlunina fyrir bæjarbúum og öðrum hagsmunaaðilum. Frestað á 345. fundi. Á fundinn mættu fulltrúar verkfræðistofunnar Eflu, þau Bergþóra Kristjánsdóttir og Ólafur Daníelsson og gerðu grein fyrir aðgerðaráætluninni.

          Skipu­lags­nefnd legg­ur til að að­gerðaráætl­un­in verði kynnt fyr­ir bæj­ar­bú­um í sam­ræmi við um­rædda til­skip­un ESB.

          • 6. Svölu­höfði 9, Um­sókn um breyt­ingu201306096

            Jón Kalman Stefánsson sækir 12.6.2013 um leyfi til að breyta úliti og notkun bílskúrs. Byggingarfulltrúi óskar eftir umsögn Skipulagsnefndar um erindið.

            Skipu­lags­nefnd ger­ir ekki at­huga­semd­ir við er­ind­ið.

            Almenn erindi - umsagnir og vísanir

            • 5. Strætó bs., leiða­kerfi 2014201302039

              Vegna vinnu að leiðakerfi 2014 óskaði Strætó bs. 4. febrúar 2013 eftir tillögum um úrbætur eða breytingar á leiðakerfi í Mosfellsbæ ef einhverjar væru. Lögð fram umsögn framkvæmdastjóra umhverfis- og fræðslusviða um málið.

              Frestað.

              Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00