Mál númer 201305152
- 12. júní 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #606
Tillaga hestamannafélagsins Harðar að gjaldskrá vegna leigu á beitarhólfum og vegna handsömunar- og vörslugjalds lausagönguhrossa fyrir árið 2013, lögð fram í samræmi við ákvæði samnings Mosfellsbæjar og Hestamannafélagsins um umsjón með nýtingu beitarhólfa þar sem kveðið er á um samþykki Mosfellsbæjar á umræddri gjaldskrá.
Afgreiðsla 1122. fundar bæjarráðs samþykkt á 606. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 23. maí 2013
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1122
Tillaga hestamannafélagsins Harðar að gjaldskrá vegna leigu á beitarhólfum og vegna handsömunar- og vörslugjalds lausagönguhrossa fyrir árið 2013, lögð fram í samræmi við ákvæði samnings Mosfellsbæjar og Hestamannafélagsins um umsjón með nýtingu beitarhólfa þar sem kveðið er á um samþykki Mosfellsbæjar á umræddri gjaldskrá.
Samþykkt með þremur atkvæðum að bæjarráð geri ekki athugasemd við gjaldskrá Hestamannafélagsins Harðar að gjaldi fyrir handsömun hrossa kr. 15,000 og vörslugjald kr. 1,500 á sólarhring. Einnig er lagt til að gjald fyrir beit sumarið 2013 verði kr. 9.500 á hest.