23. júní 2011 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) varaformaður
- Jónas Sigurðsson (JS) aðalmaður
- Jón Jósef Bjarnason (JJB) áheyrnarfulltrúi
- Karl Tómasson áheyrnarfulltrúi
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) 2. varamaður
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
Fundargerð ritaði
Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Erindi varðandi bráðabirgðarheimreið að Helgafelli framhjá Fellsási 2201106051
Lagt fram erindi frá Hjalta Stefánssyni vegna heimreiðar framhjá Fellsási 2.
Til máls tóku: BH, HSv, KÞ og JBH.
Bæjarráð óskar eftir umsögn framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs um málið.
2. Fjögurra mánaða uppgjör SHB201106040
Lagt fram fjögurra mánaða uppgjör SHB
Til máls tóku: BH og HSv.
3. Framkvæmdir 2011201106009
Erindinu var frestað á 1032. fundi bæjarráðs. Sömu fylgiskjöl gilda og liggja þau á fundargáttinni.
Jóhanna B. Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs gerði grein fyrir framkvæmdum ársins 2011.
Til máls tóku: BH, JJB, HSv, JS, KÞ og KT.
4. Fyrirspurn um vegslóða201105249
Lagt fram minnisblað framkvæmdastjóra umhverfissviðs.
Til máls tóku: BH og JBH.
Bæjarráð felur framkvæmdastjóra umhverfissviðs að svara bréfritara í samræmi við framlagt minnisblað.
5. Skuldbreyting erlendra lána201106038
Erindinu var frestað á 1031. og 1032. fundi bæjarráðs. Sömu fylgiskjöl gilda og liggja þau á fundargáttinni.
Lagt fram minnisblað frá fjármálastjóra um skuldbreytingu erlendra lána.
Til máls tóku: BH, HSv og JJB
<P style="MARGIN: 0cm 0cm 0pt" class=MsoNormal><SPAN style="FONT-FAMILY: " 11pt? FONT-SIZE: Arial?,?sans-serif?;>Bæjarráð heimilar bæjarstjóra að ganga frá endanlegri útfærslu umsóknar og lánssamnings. Jafnframt heimilar bæjarráð bæjarstjóra að undirrita lánssamning við Íslandsbanka hf að fjárhæð allt að 245 milljónir króna til 5 ára með 5,30% breytilegum vöxtum til endurfjármögnunar tveggja lánssamninga við bankann frá 19/10/01 og 09/04//02 upphaflega samtals 600 milljónir króna með eftirstöðum nú u.þ.b. 280 milljónir króna.</SPAN></P><P style="MARGIN: 0cm 0cm 0pt" class=MsoNormal><SPAN style="FONT-FAMILY: " 11pt? FONT-SIZE: Arial?,?sans-serif?;>Samþykkt með tveimur atkvæðum.<?xml:namespace prefix = o ns = "urn:schemas-microsoft-com:office:office" /><o:p></o:p></SPAN></P>
6. Staða og ástand á nýbyggingarsvæðum 2010201004045
Til máls tóku: BH, HSv, JBH, JJB og JS.
Bæjarráð samþykkir það verklag sem lagt er til í framlögðum minnisblöðum og felur embættismönnum kynningu og framkvæmd málsins.
7. Stikaðar gönguleiðir í Mosfellsbæ, Mosfellsbær og Skátafélagið Mosverjar200811187
Erindið sett á dagskrá vegna fyrirspurnar um það á síðasta 560. fundi bæjarstjórnar. Erindinu var frestað á 1032. fundi bæjarráðs. Sömu fylgiskjöl gilda og liggja þau á fundargáttinni.
Til máls tóku: BH, HSv, JJB og JBH.
Farið yfir yfirlit frá umhverfisstjóra um stöðu verkefnisins stikaðar gönguleiðir í Mosfellsbæ.
Jón Jósep Bjarnason vék af fundi.
8. Umsagnarbeiðni um vinnudrög byggingarreglugerðar201106019
Erindinu var frestað á 1031. og 1032. fundi bæjarráðs. Sömu fylgiskjöl gilda og liggja þau á fundargáttinni.
Til máls tók: BH
Bæjarráð samþykkir með tveimur atkvæðum að óska eftir umsögn frá byggingafulltrúa um vinnudrög byggingarreglugerðar.
9. Umsagnarbeiðni um vinnudrög reglugerðar um framkvæmdaleyfi201106041
Erindinu var frestað á 1032. fundi bæjarráðs. Sömu fylgiskjöl gilda og liggja þau á fundargáttinni.
Til máls tók: BH
Bæjarráð samþykkir með tveimur atkvæðum að óska eftir umsögn frá skipulagsfulltrúa um vinnudrög reglugerðar
10. Vátryggingar sveitarfélagsins201106042
Frestað.
11. Störf í Mosfellsbæ201106169
Dagskrárliður að ósk Jóns Jósfefs Bjarnasonar sem kynnt verður á fundinum
Frestað.
12. Mosfellsdalur - Þingvallavegur, umferðaröryggismál og framtíðarsýn201102257
Dagskrárliður að ósk Jóns Jósfefs Bjarnasonar sem kynnt verður á fundinum
Frestað.
13. Vatnaskíðabraut í Mosfellsbæ201106170
Dagskrárliður að ósk Jóns Jósfefs Bjarnasonar sem kynnt verður á fundinum
Frestað.