5. mars 2024 kl. 16:30,
í Kjarna
Fundinn sátu
- Sævar Birgisson (SB) formaður
- Jóna Guðrún Kristinsdóttir (JGK) varaformaður
- Davíð Örn Guðnason (DÖG) aðalmaður
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) aðalmaður
- Hilmar Stefánsson (HS) aðalmaður
- Rúnar Már Jónatansson (RMJ) áheyrnarfulltrúi
- Ólafía Dögg Ásgeirsdóttir (ÓDÁ) skrifstofa umbóta og þróunar
Fundargerð ritaði
Ólafía Dögg Ásgeirsdóttir Skrifstofustjóri umbóta og þróunar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Áfangastaðaáætlun höfuðborgarsvæðisins - verkefni Mosfellsbæjar 2024202312146
Lagt er til að atvinnu- og nýsköpunarnefnd samþykki uppfærslu á verkefnum Mosfellsbæjar í Áfangastaðaáætlun höfuðborgarsvæðisins í samræmi við fyrirliggjandi tillögu og fylgiskjal með henni.
Davíð Örn Guðnason vék af fundi kl. 16:40.
Samþykkt með 4 atkvæðum. Starfsmanni nefndarinnar falið að vinna málið áfram með Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins og innan stjórnsýslunnar.
2. Þróunar- og nýsköpunarviðurkenning Mosfellsbæjar202311202
Drög lögð fram að endurskoðuðum reglum vegna þróunar- og nýsköpunarstyrkja Mosfellsbæjar.
Nýjar reglur um nýsköpunarstyrk Mosfellsbæjar samþykktar með 4 atkvæðum með þeim breytingum sem lagðar voru til á fundinum, og vísar þeim til staðfestingar í bæjarstjórn. Starfsmanni falið að undibúa næstu skref, gerð umsóknareyðublaðs, efni á vefinn og auglýsingu. Stefnt skuli að því að auglýsa styrkinn fljótlega eftir páska og að styrkafhendingu í síðasta lagi í maí.
3. Þjónusta sveitarfélaga 2023 - Gallup202402382
Niðurstöður könnunar um þjónustu sveitarfélaga fyrir árið 2023 lagðar fram til kynningar.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd þakkar starfsmanni nefndarinnar fyrir kynningu á niðurstöðum Gallup könnunar á þjónustu sveitarfélaga.