23. nóvember 2017 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Hafsteinn Pálsson (HP) formaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði
Sigurður Júlíusson
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Ósk um stöðuleyfi fyrir vinnubúðir201711064
Ósk um stöðuleyfi fyrir vinnubúðir til að hýsa erlenda starfsmenn. Málinu var frestað á síðasta fundi.
Samþykkt með þremur atkvæðum að senda erindið til umsagnar umhverfissviðs.
2. Athugasemdir íbúa Akurholts vegna göngustígs milli Akurholts og Arnartanga201707022
Umbeðin umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs fylgir erindinu.
Lagt fram.
3. Erindi Lögmáls vegna leigusamnings Gunnars Dungal við Mosfellsbæ201510094
Minnisblað lögmanns lagt fram.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra áframhaldandi viðræður um málið.
4. Búseta fatlaðs fólks-uppbygging201711153
Beiðni um heimild til að hefja viðræður við Landssamtökin Þroskahjálp um byggingu búsetukjarna fyrir fatlað fólk árið 2020.
Samþykkt með þremur atkvæðum að hefja viðræður við Landssamtökin Þroskahjálp um byggingu búsetukjarna fyrir fatlað fólk árið 2020.
5. Helgafellsskóli, Nýframkvæmd201503558
Framvinduskýrsla vegna Helgafellsskóla lögð fram til kynningar.
Lagt fram.
6. Rekstur deilda janúar til september 2017201711165
Yfirlit lagt fram til kynningar.
Lagt fram.
7. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2018-2021201705191
Á fundinum verður upplýst um stöðu vinnu við fjárhagsáætlun.
Pétur J. Lockton (PJL), fjármálastjóri, mæætti á fundinn undir þessum lið.
Farið var yfir stöðu vinnu við fjárhagsáætlun og þær breytingar sem verið er að vinna að milli umræðna í bæjarstjórn.
8. Innleiðing nýrrar persónuverndarlöggjafar201706186
Leiðbeiningar Sambandsins um innleiðingu nýrrar persónuverndarlögggjafar lagt fram til kynningar.
Leiðbeiningar Sambandsins lagðar fram til kynningar. Mosfellsbær hefur sett á fót starfshóp til að vinna að innleiðingu nýrrar persónuverndarlöggjafar.