Mál númer 201702189
- 8. mars 2017
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #690
Sigrún H. Pálsdóttir óskar eftir erindi á dagskrá.
Tillaga M-lista Íbúahreyfingarinnar
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar ítrekar hér með þá ósk að áheyrnarfulltrúar fái laun fyrir nefndarstörf hjá Mosfellsbæ. Þeir eru kjörnir í embætti af bæjarstjórn að sama skapi og aðrir fulltrúar flokkanna í nefndum. Áheyrnarfulltrúar vinna nákvæmlega sömu vinnu. Þeir hafa málfrelsi og tillögurétt. Það sem undanskilur þá frá öðru nefndarfólki er að þeir hafa ekki umboð til að greiða atkvæði.Tillagan er felld með fimm atkvæðum fulltrúa D- og V- lista gegn þremur atkvæðum fulltrúa M-lista og S-lista. Haraldur Sverrisson, D-lista, situr hjá.
Bókun M-lista Íbúahreyfingarinnar
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar harmar að fulltrúar D- og V-lista skuli enn sitja við þann keip að hafna tillögu um að greiða áheyrnarfulltrúum laun fyrir sína vinnu. Sú ákvörðun stríðir gegn lýðræðislegum stjórnarháttum og er til vitnis um blinda valdapólitík sem skaðar orðspor stjórnmálanna almennt.Afgreiðsla 1295. fundar bæjarráðs samþykkt á 690. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 23. febrúar 2017
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1295
Sigrún H. Pálsdóttir óskar eftir erindi á dagskrá.
Tillaga M-lista Íbúahreyfingarinnar
Í tilefni af breytingum á launakjörum kjörinna fulltrúa leggur bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar til við bæjarráð að áheyrnarfulltrúar fái laun fyrir sín nefndarstörf til jafns við aðalfulltrúa, eins og tíðkast hjá Reykjavíkurborg og víðar. Vinnuframlag áheyrnarfulltrúa, ábyrgð og þátttaka í umræðum og þar með stefnumótun bæjarfélagsins er jafn mikil og aðalmanna. Það sem skilur þá að er einungis atkvæðisrétturinn.
Jöfn laun fyrir sömu vinnu er eitt af grunngildum lýðræðissamfélagsins. Íbúahreyfingunni finnst við hæfi að þannig sé það líka hjá Mosfellsbæ.
lltrúi M-lista leggur til að áheyrnarfulltrúm í nefndum verði greidd þókun fyrir störf sín.Tillagan er felld með tveimur atkvæðum. Bæjarfulltrúi S-lista situr hjá.
Bókun M-lista Íbúahreyfingarinnar
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar lýsir yfir vonbrigðum sínum með að D- og V-listi skuli í krafti síns meirihluta áfram skirrast við að greiða áheyrnarfulltrúum laun fyrir nefndarstörf hjá Mosfellsbæ.
Í stað þess að nota tækifærið til að jafna kjör starfandi fulltrúa í nefndum velur meirihlutinn að halda áfram að mismuna þeim. Með því er hulunni einu sinni sem oftar svipt af gamaldags valdapólitík og gildi Mosfellsbæjar á augabragði gerð að engu. Til upprifjunar eru þau virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja, ekki mismunun.