Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Mál númer 201702189

  • 8. mars 2017

    Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #690

    Sigrún H. Páls­dótt­ir ósk­ar eft­ir er­indi á dagskrá.

    Til­laga M-lista Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar
    Bæj­ar­full­trúi Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar ít­rek­ar hér með þá ósk að áheyrn­ar­full­trú­ar fái laun fyr­ir nefnd­ar­störf hjá Mos­fells­bæ. Þeir eru kjörn­ir í embætti af bæj­ar­stjórn að sama skapi og að­r­ir full­trú­ar flokk­anna í nefnd­um. Áheyrn­ar­full­trú­ar vinna ná­kvæm­lega sömu vinnu. Þeir hafa mál­frelsi og til­lögu­rétt. Það sem und­an­skil­ur þá frá öðru nefnd­ar­fólki er að þeir hafa ekki um­boð til að greiða at­kvæði.

    Til­lag­an er felld með fimm at­kvæð­um full­trúa D- og V- lista gegn þrem­ur at­kvæð­um full­trúa M-lista og S-lista. Har­ald­ur Sverris­son, D-lista, sit­ur hjá.

    Bók­un M-lista Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar
    Bæj­ar­full­trúi Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar harm­ar að full­trú­ar D- og V-lista skuli enn sitja við þann keip að hafna til­lögu um að greiða áheyrn­ar­full­trú­um laun fyr­ir sína vinnu. Sú ákvörð­un stríð­ir gegn lýð­ræð­is­leg­um stjórn­ar­hátt­um og er til vitn­is um blinda valdapóli­tík sem skað­ar orð­spor stjórn­mál­anna al­mennt.

    Af­greiðsla 1295. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 690. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

    • 23. febrúar 2017

      Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar #1295

      Sigrún H. Páls­dótt­ir ósk­ar eft­ir er­indi á dagskrá.

      Til­laga M-lista Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar
      Í til­efni af breyt­ing­um á launa­kjör­um kjör­inna full­trúa legg­ur bæj­ar­full­trúi Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar til við bæj­ar­ráð að áheyrn­ar­full­trú­ar fái laun fyr­ir sín nefnd­ar­störf til jafns við að­al­full­trúa, eins og tíðkast hjá Reykja­vík­ur­borg og víð­ar. Vinnu­fram­lag áheyrn­ar­full­trúa, ábyrgð og þátttaka í um­ræð­um og þar með stefnu­mót­un bæj­ar­fé­lags­ins er jafn mik­il og að­al­manna. Það sem skil­ur þá að er ein­ung­is at­kvæð­is­rétt­ur­inn.
      Jöfn laun fyr­ir sömu vinnu er eitt af grunn­gild­um lýð­ræð­is­sam­fé­lags­ins. Íbúa­hreyf­ing­unni finnst við hæfi að þann­ig sé það líka hjá Mos­fells­bæ.
      ll­trúi M-lista legg­ur til að áheyrn­ar­full­trúm í nefnd­um verði greidd þók­un fyr­ir störf sín.

      Til­lag­an er felld með tveim­ur at­kvæð­um. Bæj­ar­full­trúi S-lista sit­ur hjá.

      Bók­un M-lista Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar
      Bæj­ar­full­trúi Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar lýs­ir yfir von­brigð­um sín­um með að D- og V-listi skuli í krafti síns meiri­hluta áfram skirrast við að greiða áheyrn­ar­full­trú­um laun fyr­ir nefnd­ar­störf hjá Mos­fells­bæ.
      Í stað þess að nota tæki­fær­ið til að jafna kjör starf­andi full­trúa í nefnd­um vel­ur meiri­hlut­inn að halda áfram að mis­muna þeim. Með því er hul­unni einu sinni sem oft­ar svipt af gam­aldags valdapóli­tík og gildi Mos­fells­bæj­ar á auga­bragði gerð að engu. Til upp­rifj­un­ar eru þau virð­ing, já­kvæðni, fram­sækni og um­hyggja, ekki mis­mun­un.