22. mars 2012 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Herdís Sigurjónsdóttir formaður
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) varaformaður
- Jón Jósef Bjarnason (JJB) aðalmaður
- Jónas Sigurðsson (JS) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Upplýsingaskylda félaga og félagasamtaka sem þiggja styrki frá Mosfellsbæ201202130
Áður á dagskrá 1064. fundar bæjarráðs þar sem óskað var umsagnar íþrótta- og tómstundanefndar. Hjálögð er umsögnin.
Til máls tóku: HS, JJB, HSv og BH.
Fyrir fundinum lág umsögn íþrótta- og tómstundanefndar.
Erindið lagt fram um leið og þess er vænst að staðlaða formið sem minnst er á í umsögninni verði frágengið við skil á næstu upplýsingum frá félögunum.
2. Nýbygging við íþróttamiðstöðina að Varmá201202172
Á fundinn undir þessum dagskrárlið var mætt Jóhanna B. Hansen (JBH) framkvæmdastjóri umhverfissviðs.
Til máls tóku: HS, JJB, JBH, JS, HSv og BH.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila umhverfissviði að ganga til samninga við VP-umboðsaðila um kaup á stálgrindarhúsi svo sem lagt er til í framlögðu minnisblaði.
3. Umsagnarbeiðni um frumvarp um meðhöndlun úrgangs201203113
Áður á dagskrá 1067. fundar bæjarráðs þar sem óskað var umsagnar frakvæmdastjóra umhverfissviðs. Hjálögð er umsögnin.
Á fundinn undir þessum dagskrárlið var mætt Jóhanna B. Hansen (JBH) framkvæmdastjóri umhverfissviðs.
Til máls tóku: HS, JBH, JS og JJB.
Fyrir fundinum lág umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs.
Samþykkt með þremur atkvæðum að senda umsögnina til umhverfisráðuneytisins með þeirri viðbót að vísa einnig til umsagnar Sambands ísl. sveitarfélaga.
4. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp um barnalög201202158
Áður á dagskrá 1064. fundar bæjarráðs þar sem óskað var umsagnar fjölskyldunefndar. Hjálögð er umsögnin.
Til máls tóku: HS, JJB, BH, HSv og JS.
Fyrir fundinum lág umsögn fjölskyldunefndar.
Samþykkt með þremur atkvæðum að senda umsögnina til Alþingis.
5. Erindi Alþingis, umsögn vegna málefna fatlaðs fólks.201202037
Áður á dagskrá 1062. fundar bæjarráðs þar sem óskað var umsagnar framkvæmdastjóra fjöslkyldusviðs og fjölskyldunefndar. Hjálögð er umsögnin.
Til máls tóku: HS, BH, JJB, JS og HSv.
Lögð fram umsögn framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs sem þegar hefur verið send Alþingi.
6. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um húsaleigubætur201203073
Áður á dagskrá 1066. fundar bæjarráðs þar sem erindinu var vísað til umsagnar framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs og til upplýsingar fjölskyldunefndar. Hjálögð er umsögnin.
Til máls tóku: HS, BH,
Fyrir fundinum lág umsögn framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs.
Lögð fram umsögn framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs sem þegar hefur verið send Alþingi.
7. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um málefni innflytjenda201203074
Áður á dagskrá 1066. fundar bæjarráðs þar sem erindinu var vísað til umsagnar framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs og til upplýsingar fjölskyldunefndar. Hjálögð er umsögnin.
Til máls tók: HS.
Fyrir fundinum lág umsögn framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs.
Lögð fram umsögn framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs sem þegar hefur verið send Alþingi.
8. Tillaga að gjaldskrá ársins 2012 vegna leigu á beitarhólfum og vegna handsömunar og vörslu hrossa201203219
Tillaga hestamannafélagsins Harðar að gjaldskrá vegna leigu á beitarhólfum og vegna handsömunar- og vörslugjalds lausagönguhrossa fyrir árið 2012, lögð fram í samræmi við ákvæði samnings Mosfellsbæjar og Hestamannafélagsins um umsjón með nýtingu beitarhólfa þar sem kveðið er á um samþykki Mosfellsbæjar á umræddri gjaldskrá.
Til máls tóku: HS, JJB, BH, HSv og JS.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til framkvæmdastjóra umhverfissviðs til umsagnar.
9. Sveitarfélagið Saku í Eistlandi, ósk um kynningu á félagsþjónustu Mosfellsbæjar .201203291
Framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs leggur til við bæjarráð Mosfellsbæjar að það veiti fjölskyldusviði Mosfellsbæjar heimild til að bjóða fulltrúum Saku í Eistlandi að koma og kynna sér félagsþjónustu bæjarfélagsins.
Til máls tóku: HS, HSv, BH og JJB.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila fjölskyldusviði að taka á móti fulltrúum Saku í Eistlandi sem koma til að kynna sér félagsþjónustu bæjarfélagsins.
10. Erindi lögreglustjóra varðandi umsögn vegna rekstrarleyfis Hestamannafélagsins Harðar201203296
Samþykkt með þremur atkvæðum að bæjarráð gerir ekki fyrir sitt leyti athugasemd við útgáfu rekstrarleyfis hvað varðar opnunartíma eða önnur atriði eins og þau eru tilgreind í fyrirliggjandi umsókn, en vísar að öðru leyti til umsagnar byggingarfulltrúa Mosfellsbæjar hvað varðar atriði eins og byggingar- og skipulagsskilmála, lokaúttekt og fleiri þætti sem þar kunna að koma fram.
11. Erindi lögreglustjóra varðandi umsögn vegna rekstrarleyfis Hótels Laxness201203298
Samþykkt með þremur atkvæðum að bæjarráð gerir ekki fyrir sitt leyti athugasemd við útgáfu rekstrarleyfis hvað varðar opnunartíma eða önnur atriði eins og þau eru tilgreind í fyrirliggjandi umsókn, en vísar að öðru leyti til umsagnar byggingarfulltrúa Mosfellsbæjar hvað varðar atriði eins og byggingar- og skipulagsskilmála, lokaúttekt og fleiri þætti sem þar kunna að koma fram.
12. Erindi lögreglustjóra varðandi umsögn um rekstrarleyfi Rizzo Pizza201203300
Samþykkt með þremur atkvæðum að bæjarráð gerir ekki fyrir sitt leyti athugasemd við útgáfu rekstrarleyfis hvað varðar opnunartíma eða önnur atriði eins og þau eru tilgreind í fyrirliggjandi umsókn, en vísar að öðru leyti til umsagnar byggingarfulltrúa Mosfellsbæjar hvað varðar atriði eins og byggingar- og skipulagsskilmála, lokaúttekt og fleiri þætti sem þar kunna að koma fram.
13. Erindi Hreins Ólafssonar vegna ólöglegrar byggingar201203317
Til máls tóku: HS, HSv,
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til framkvæmdarstjóra stjórnsýslusviðs og byggingarfulltrúa til umsagnar.