Mál númer 201201483
- 28. júní 2012
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1080
Frestað frá 1079. fundi bæjarráðs. Mannauðsstjóri fylgir erindinu úr hlaði. Engin fylgiskjöl lögð fram.
Á fundinn voru mætt Sigríður Indríðadóttir (SI) mannauðsstjóri og Björn Þráinn Þórðarson (BÞÞ) framkvæmdastjóri fræðslusviðs.
Til máls tóku: HP, JJB, SI, HSv, JS, HS, HSv, KT og BÞÞ.
Mannauðsstjóri fór yfir samantekt úr síðustu viðhorfskönnun hjá Mosfellsbæ sem heild. Fundarmenn báru síðan upp fjölmargar spurningar sem mannauðsstjóri veitti svör við auk þess sem fundarmenn reifuðu ýmiss atriði sem fram komu í viðhorfskönnuninni.
Áheyrnarfulltrúi Jón Jósef Bjarnason óskaði bókað að hann vildi að erindinu yrði frestað þar sem gögn fylgdu ekki erindinu.
- 21. júní 2012
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1079
Mannauðsstjóri mætir á fundinn og kynnir helstu niðurstöður viðhorfskönnunar Mosfellsbæjar 2011.
Erindinu frestað til næsta fundar.