23. nóvember 2010 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Ólafur Gunnarsson (ÓG) varaformaður
- Elías Pétursson aðalmaður
- Erlendur Örn Fjeldsted aðalmaður
- Hanna Bjartmars Arnardóttir aðalmaður
- Jóhannes Bjarni Eðvarðsson (JBE) áheyrnarfulltrúi
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
- Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi.
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Hlíðartúnshverfi, tillaga um umferðarmerki og götuheiti201010252
Lögð fram tillaga umhverfissviðs að uppsetningu umferðarmerkja við Rauðumýri og Flugumýri, svo og um að sá kafli Flugumýrar sem er næst Skarhólabraut og nýbyggt framhald hans til norðurs fái nýtt götuheiti.
<SPAN class=xpbarcomment>Lögð fram tillaga umhverfissviðs að uppsetningu umferðarmerkja við Rauðumýri og Flugumýri, svo og um að sá kafli Flugumýrar sem er næst Skarhólabraut og nýbyggt framhald hans til norðurs fái nýtt götuheiti.</SPAN>
<SPAN class=xpbarcomment>Skipulags- og bygginganefnd leggur til við bæjarstjórn að sett verði upp stöðvunarskyldumerki á mótum Flugumýrar og Lágafellsvegar auk þess að sett verði upp biðskyldumerki á mótum Rauðamýrar og Lágafellsvegar í samræmi við gildandi umferðarlög og felur bæjarverkfræðingi að annast frágang málsins.</SPAN>
<SPAN class=xpbarcomment>Nefndin samþykkir að heiti vegar frá Skarhólabrbaut að Hlíðartúnshverfi og væntanlegu hverfi í Lágafellslandi verði Lágafellsvegur. </SPAN>
2. Lækjarnes lnr. 125586, ósk um samþykkt deiliskipulags201008294
Tekið fyrir að nýju í framhaldi af bókun á 288. fundi. Lögð fram drög að svörum við athugasemdum Golfklúbbs Bakkakots og Lögmanna Jóns Gunnars Zoega hrl. f.h. Þórarins Jónssonar.
<SPAN class=xpbarcomment>Tekið fyrir að nýju í framhaldi af bókun á 288. fundi. Lögð voru fram drög að svörum við athugasemdum Golfklúbbs Bakkakots og Lögmanna Jóns Gunnars Zoega hrl. f.h. Þórarins Jónssonar.</SPAN>
<SPAN class=xpbarcomment>Nefndin samþykkir framlögð drög að svörum við athugasemdum með áorðnum breytingum. Nefndin samþykkir tillöguna með þeirri breytingu að setning um bílastæði verði felld út og felur Skipulagsfulltrúa að annast gildistökuferli deiliskipulagsins samkvæmt ákvæðum 25. gr. s/b- laga.</SPAN>
3. Reykjabyggð 49 - Umsókn um stækkun bílskúrs201010253
Júníus Guðjónsson og Þóra B Pétursdóttir Reykjabyggð 49 sækja 28. október 2010 um leyfi til að stækka bílskúr úr timbri á lóð sinni um 3,5 x 5 m samkvæmt framlögðum gögnum.
<SPAN class=xpbarcomment>Júníus Guðjónsson og Þóra B Pétursdóttir Reykjabyggð 49 sækja 28. október 2010 um leyfi til að stækka bílskúr úr timbri á lóð sinni um 3,5 x 5 m samkvæmt framlögðum gögnum.</SPAN>
<SPAN class=xpbarcomment>Skipulags- og bygginganefnd samþykkir að málið verði sent í grenndarkynningu þegar fullnægjandi hönnunargögn liggja fyrir.</SPAN>
4. Aðalskipulag 2002 - 2024, endurskoðun200611011
Lögð fram uppfærð útgáfa tillöguuppdrátta að endurskoðuðu aðalskipulagi, "drög - nóvember 2010."
<SPAN class=xpbarcomment>Lögð fram uppfærð útgáfa tillöguuppdrátta að endurskoðuðu aðalskipulagi, "drög - nóvember 2010."</SPAN>
<SPAN class=xpbarcomment>Nú er endurskoðun aðalskipulagsins komin á lokastig og visar nefndin fyrirliggjandi drögum að aðalskipulagi 2010 - 2030 til umsagnar nefnda og sviða bæjarins.</SPAN>
5. Erindi Félags hesthúsaeigenda á Varmárbökkum varðandi frárennslismál201010228
546. fundur bæjarstjórnar vísar erindinu til nefndarinnar til upplýsingar og almennrar umfjöllunar. Bæjarráð hefur jafnframt sett erindið í hendur forstöðumanns Þjónustustöðvar til úrvinnslu.
<SPAN class=xpbarcomment>546. fundur bæjarstjórnar vísar erindinu til nefndarinnar til upplýsingar og almennrar umfjöllunar. Bæjarráð hefur jafnframt sett erindið í hendur forstöðumanns Þjónustustöðvar til úrvinnslu.</SPAN>
<SPAN class=xpbarcomment>Málið lagt fram og umræður um það.</SPAN>
6. Reykjaflöt, fyrirspurn um byggingu listiðnaðarþorps201006261
Lögð fram ný fyrirspurn Jóhanns Einarssonar arkitekts f.h. eigenda Reykjaflatar um listiðnaðarverkstæði ásamt breyttri hugmynd að fyrirkomulagi bygginga.
<SPAN class=xpbarcomment>Lögð fram ný fyrirspurn Jóhanns Einarssonar arkitekts f.h. eigenda Reykjaflatar um listiðnaðarverkstæði ásamt breyttri hugmynd að fyrirkomulagi bygginga.</SPAN>
<SPAN class=xpbarcomment>Skipulags- og bygginganefnd er jákvæð gagnvart fyrirspurninni og heimilar að málið verði kynnt fyrir nágrönnum þegar nægileg hönnunargögn liggja fyrir. </SPAN>
7. Blíðubakki 2 - Breyting, utanáliggjandi svalir, brunaútgang,201011118
Ólöf Guðmundsdóttir f.h. Blíðubakka 2 ehf. sækir um leyfi fyrir utanáliggjandi svölum og brunaútgangi á vesturgafli hússins skv. meðfylgjandi tillöguteikningum.
<SPAN class=xpbarcomment>Ólöf Guðmundsdóttir f.h. Blíðubakka 2 ehf. sækir um leyfi fyrir utanáliggjandi svölum og brunaútgangi á vesturgafli hússins skv. meðfylgjandi tillöguteikningum.</SPAN>
<SPAN class=xpbarcomment>Nefndin felur byggingafulltrúa afgreiðslu málsins þegar fullnægjandi hönnunargögn liggja fyrir.</SPAN>
8. Svöluhöfði 25 - byggingarleyfi fyrir glerskála201011092
Freyr Ferdinandsson og Unnur Jónsdóttir sækja 8. nóvember 2010 um leyfi til að byggja 9,9 m2 glerskála við norðvesturhlið hússins og framlengja þak yfir hann.
<SPAN class=xpbarcomment>Freyr Ferdinandsson og Unnur Jónsdóttir sækja 8. nóvember 2010 um leyfi til að byggja 9,9 m2 glerskála við norðvesturhlið hússins og framlengja þak yfir hann.</SPAN>
<SPAN class=xpbarcomment>Frestað.</SPAN>
9. Hraðastaðavegur 3a - byggingarleyfi fyrir fjölnotahús, landbúnaðartæki/hesthús201011013
Magnús Jóhannsson sækir 2. nóvember 2010 um leyfi til að reisa "fjölnotahús," þ.e. geymslu fyrir landbúnaðartæki og hesthús skv. meðfylgjandi teikningum Gísla Gíslasonar arkitekts.
<SPAN class=xpbarcomment>Magnús Jóhannsson sækir 2. nóvember 2010 um leyfi til að reisa "fjölnotahús," þ.e. geymslu fyrir landbúnaðartæki og hesthús skv. meðfylgjandi teikningum Gísla Gíslasonar arkitekts.</SPAN>
<SPAN class=xpbarcomment>Frestað.</SPAN>
Fundargerðir til kynningar
10. Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 189201011020F
Lagt fram til kynningar.