Mál númer 201711205
- 13. desember 2017
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #707
Menningarviðburðir á aðventu, áramótum og þrettánda.
Bókun S lista
Nefndir bæjarins gegna lykilhlutverki í lýðræðislegri stjórnsýslu og undirbúningi ákvarðana sem teknar eru á vettvangi bæjarstjórnar og innan stjórnsýslunnar. Því er ótækt að nefndir fundi ekki með reglubundnum hætti eins og því miður er reyndin með menningarmálanefnd sem fundaði þann 16. ágúst og síðan ekki aftur fyrr en rúmlega þremur mánuðum síðar eða þann 27. nóvember. Meðal mála á dagskrá þess fundar voru menningarviðburðir á aðventu. Engin umræða um nýjungar eða breytingar fór fram enda þegar búið að fastsetja alla viðburði og auglýsa.
Bæjarfulltrúar Samfylkingar hvetja meirihlutann til að standa betur að málum og lyfta lýðræðislegu hlutverki og starfi nefnda á þann stall sem hæfir.Anna Sigríður Guðnadóttir
Ólafur Ingi Óskarsson
Afgreiðsla 209. fundar Menningarmálanefndar samþykkt á 707. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 27. nóvember 2017
Menningarmálanefnd Mosfellsbæjar #209
Menningarviðburðir á aðventu, áramótum og þrettánda.
Fjallað um viðburði á aðventu og um áramót.
Undir þessum lið mætti Edda Davíðsdóttir tómstundafulltrúi Mosfellsbæjar og kynnti viðburði sem eru framundan.