Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

19. maí 2016 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
  • Theódór Kristjánsson (TKr) varaformaður
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
  • Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
  • Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
  • Sigurður Snædal Júlíusson þjónustu- og samskiptadeild
  • Aldís Stefánsdóttir (ASt) forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar

Fundargerð ritaði

Sigurður Júlíusson


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Bið­stöð Strætós og lok­un Að­al­túns við Vest­ur­landsveg201604342

    Lögð fyrir bæjarráð ósk um heimild til útboðs vegna nýrrar biðstöðvar við Aðaltún.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að heim­ila um­hverf­is­sviði að ráð­ast í sam­eig­in­legt út­boð með Vega­gerð­inni vegna bið­stöðv­ar við Vest­ur­landsveg að und­an­geng­inni kynn­ingu fyr­ir íbú­um.

  • 2. Um­sögn um frum­varp til laga um grunn­skóla201605106

    Óskað er umsagnar um frumvarp til laga um grunnskóla.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar fræðslu­sviðs.

  • 3. Til­laga að gjaldskrá vegna beit­ar­hólfa og hand­söm­un­ar hrossa 2016201605118

    Tillaga hestamannafélagsins Harðar að gjaldskrá vegna leigu á beitarhólfum og vegna handsömunar- og vörslugjalds lausagönguhrossa fyrir árið 2016, lögð fram í samræmi við ákvæði samnings Mosfellsbæjar og Hestamannafélagsins um umsjón með nýtingu beitarhólfa þar sem kveðið er á um samþykki Mosfellsbæjar á umræddri gjaldskrá. Upphæð handsömunargjalds hækkar í samræmi við breytt fyrirkomulag handsömunar þar sem sá málaflokkun færist að mestu yfir til hestamannafélagsins

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að stað­festa fram­lagða til­lögu að gjaldskrá vegna leigu á beit­ar­hólf­um og vegna hand­söm­un­ar- og vörslu­gjalds lausa­göngu­hrossa.

  • 4. Desja­mýri 10/Um­sókn um lóð201605151

    Eldey Invest ehf. sækir um lóðina Desjamýri 10.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að út­hluta Eldey In­vest ehf. lóð­inni Desja­mýri 10.

  • 5. Desja­mýri 10 /Um­sókn um lóð201605084

    KG efh. sækir um lóðina Desjamýri 10.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að hafna því að út­hluta lóð­inni Desja­mýri 10 til KG ehf.

  • 6. Skógrækt og úti­vist­ar­svæði í Mos­fells­bæ201604270

    Bæjarstjórn vísaði tilllögu fulltrúa M-lista Íbúahreyfingarinnar á bæjarstjórnarfundi 11. maí sl. um að bæjarráð Mosfellsbæjar taki styrkveitingar til Skógræktarfélags Mosfellsbæjar til gagngerrar endurskoðunar til umfjöllunar bæjarráðs.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa til­lög­unni til um­sagn­ar um­hverf­is­stjóra.

  • 7. Áfallaráð Mos­fells­bæj­ar201605150

    Minnisblað framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs um skipun áfallaráðs í Mosfellsbæ.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að skipa áfallaráð í Mos­fells­bæ og er fram­kvæmda­stjóra fjöl­skyldu­sviðs fal­ið að óska eft­ir til­nefn­ing­um aðal- og vara­manna frá fjöl­skyldu­sviði, fræðslu­sviði, heilsu­gæslu, Rauða-kross deild Mos­fells­bæj­ar og Lága­fells­sókn.

  • 8. Er­indi Jóns Magnús­son­ar varð­andi kröfu eig­enda við Stórakrika201005049

    Niðurstaða Hæstaréttar í skaðabótamálum vegna Krikaskóla kynnt.

    Lagt fram.

    • 9. Skála­hlíð 32 - Er­indi vegna bygg­ing­ar­rétt­ar­gjalds201601306

      Erindi vegna byggingarréttargjalds. Afgreiðslu málsins var frestað á síðasta fundi.

      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela lög­manni að ganga til samn­inga við bréf­rit­ara í sam­ræmi við um­ræð­ur á fund­in­um.

      Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:18