19. maí 2016 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Theódór Kristjánsson (TKr) varaformaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
- Sigurður Snædal Júlíusson þjónustu- og samskiptadeild
- Aldís Stefánsdóttir (ASt) forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
Fundargerð ritaði
Sigurður Júlíusson
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Biðstöð Strætós og lokun Aðaltúns við Vesturlandsveg201604342
Lögð fyrir bæjarráð ósk um heimild til útboðs vegna nýrrar biðstöðvar við Aðaltún.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila umhverfissviði að ráðast í sameiginlegt útboð með Vegagerðinni vegna biðstöðvar við Vesturlandsveg að undangenginni kynningu fyrir íbúum.
2. Umsögn um frumvarp til laga um grunnskóla201605106
Óskað er umsagnar um frumvarp til laga um grunnskóla.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar fræðslusviðs.
3. Tillaga að gjaldskrá vegna beitarhólfa og handsömunar hrossa 2016201605118
Tillaga hestamannafélagsins Harðar að gjaldskrá vegna leigu á beitarhólfum og vegna handsömunar- og vörslugjalds lausagönguhrossa fyrir árið 2016, lögð fram í samræmi við ákvæði samnings Mosfellsbæjar og Hestamannafélagsins um umsjón með nýtingu beitarhólfa þar sem kveðið er á um samþykki Mosfellsbæjar á umræddri gjaldskrá. Upphæð handsömunargjalds hækkar í samræmi við breytt fyrirkomulag handsömunar þar sem sá málaflokkun færist að mestu yfir til hestamannafélagsins
Samþykkt með þremur atkvæðum að staðfesta framlagða tillögu að gjaldskrá vegna leigu á beitarhólfum og vegna handsömunar- og vörslugjalds lausagönguhrossa.
4. Desjamýri 10/Umsókn um lóð201605151
Eldey Invest ehf. sækir um lóðina Desjamýri 10.
Samþykkt með þremur atkvæðum að úthluta Eldey Invest ehf. lóðinni Desjamýri 10.
5. Desjamýri 10 /Umsókn um lóð201605084
KG efh. sækir um lóðina Desjamýri 10.
Samþykkt með þremur atkvæðum að hafna því að úthluta lóðinni Desjamýri 10 til KG ehf.
6. Skógrækt og útivistarsvæði í Mosfellsbæ201604270
Bæjarstjórn vísaði tilllögu fulltrúa M-lista Íbúahreyfingarinnar á bæjarstjórnarfundi 11. maí sl. um að bæjarráð Mosfellsbæjar taki styrkveitingar til Skógræktarfélags Mosfellsbæjar til gagngerrar endurskoðunar til umfjöllunar bæjarráðs.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa tillögunni til umsagnar umhverfisstjóra.
7. Áfallaráð Mosfellsbæjar201605150
Minnisblað framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs um skipun áfallaráðs í Mosfellsbæ.
Samþykkt með þremur atkvæðum að skipa áfallaráð í Mosfellsbæ og er framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs falið að óska eftir tilnefningum aðal- og varamanna frá fjölskyldusviði, fræðslusviði, heilsugæslu, Rauða-kross deild Mosfellsbæjar og Lágafellssókn.
8. Erindi Jóns Magnússonar varðandi kröfu eigenda við Stórakrika201005049
Niðurstaða Hæstaréttar í skaðabótamálum vegna Krikaskóla kynnt.
Lagt fram.
9. Skálahlíð 32 - Erindi vegna byggingarréttargjalds201601306
Erindi vegna byggingarréttargjalds. Afgreiðslu málsins var frestað á síðasta fundi.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela lögmanni að ganga til samninga við bréfritara í samræmi við umræður á fundinum.