8. desember 2011 kl. 17:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) formaður
- Hreiðar Örn Zoega Stefánsson (HÖZS) varaformaður
- Þórhallur G Kristvinsson aðalmaður
- Hafdís Rut Rudolfsdóttir aðalmaður
- Lísa Sigríður Greipsson aðalmaður
- Sæunn Þorsteinsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Marta Hildur Richter menningarsvið
- Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri menningarsviðs
Fundargerð ritaði
Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri menningarsviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Vinabæjarmál - fundargerð vinnufundar 22. og 23. september, 2011201111250
Fundargerð lögð fram. Á fundinn mætti Helga Jónsdóttir verkefnisstjóri hins norræna vinabæjarverkefnis.
Gert er ráð fyrir að norrænt vinabæjarmót fari fram dagana 18. til 20. júní í Skien í Noregi.
2. Menningarvor - skýrsla201112092
Skýrsla lögð fram.
Bókasafni Mosfellsbæjar falið að stýra verkefninu næsta vor.
3. Erindi SSH varðandi skýrslu verkefnahóps 10 um samstarf safna201110027
Bæjarráð óskar umsagnar um skýrslu verkefnahóps 10 um safnamál.
Umsögn send bæjarráði.
4. Starfsáætlanir Mosfellsbæjar 2009-2012200809341
Lagt fram
Starfsáætlun Bókasafnsins 2012 lögð fram.
5. Stefnumótun í menningarmálum200603117
162. fundur menningarmálanefndar leggur til við bæjarstjórn að samþykkja nýja stefnu í menningarmálum. Bæjarstjórn beinir því til menningarmálanefndar að haldinn verði fundur til kynningar á drögum að nýrri stefnu í menningarmálum áður en stefnan verði afgreidd í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn hefur beint því til menningarmálanefndar að haldinn verði fundur til kynningar á drögum að nýrri stefnu í menningarmálum. Nefndin leggur til að fundurinn verði í fyrri hluta febrúar og fenginn verði fagaðili til að stýra fundinum.
6. Fjárhagsáætlun 2012201109236
Lögð fram.
7. Reglur um úthlutun fjárframlaga til lista- og menningarstarfsemi í Mosfellsbæ201103024
Nefndin stefnir að því að breyta reglunum og málið verði tekið fyrir á næsta fundi.
8. Jólaball Menningarmálanefndar Mosfellsbæjar í Hlégarði 2011201110203
Rætt var um hvort það væri hlutverk menningarmálanefndar að halda jólaball, m.a. hvort fleiri nefndir ættu að koma að málinu, t.a.m. tómstundanefnd. Ákveðið að jólaball verði haldið í samræmi við framlagt minnisblað tómstundafulltrúa í Hlégarði þann 27. desember. Kostnaður er 309.000,- og leggur menningarmálanefnd til við bæjarstjórn að upphæðin verði tekin úr Lista- og menningarsjóði. Þá óskar nefndin eftir því að tómstundafulltrúi komi á fund nefndarinnar eftir áramót og fari yfir hvernig jólaböll hafi til tekist undanfarin ár.
Hreiðar Örn Stefánsson óskað að bókuð væri hans afstaða að hann teldi það ekki hlutverk menningarmálanefndar að halda skemmtun eins og jólaball.
9. Aðventutónleikar201112093
Aðventutónleikar verða í Mosfellskirkju í 15. skipti þann 14. desember, 2011. Menningarmálanefnd leggur til við bæjarstjórn að Lista- og menningarsjóður leggi fram 200.000 vegna tónleikanna.
10. Niðurstöður - Menningarlandið 2010201012162
Lagt fram.