Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

8. desember 2011 kl. 17:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) formaður
  • Hreiðar Örn Zoega Stefánsson (HÖZS) varaformaður
  • Þórhallur G Kristvinsson aðalmaður
  • Hafdís Rut Rudolfsdóttir aðalmaður
  • Lísa Sigríður Greipsson aðalmaður
  • Sæunn Þorsteinsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Marta Hildur Richter menningarsvið
  • Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri menningarsviðs

Fundargerð ritaði

Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri menningarsviðs


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Vina­bæj­ar­mál - fund­ar­gerð vinnufund­ar 22. og 23. sept­em­ber, 2011201111250

    Fund­ar­gerð lögð fram.  Á fund­inn mætti Helga Jóns­dótt­ir verk­efn­is­stjóri hins nor­ræna vina­bæj­ar­verk­efn­is.

     

    Gert er ráð fyr­ir að nor­rænt vina­bæj­armót fari fram dag­ana 18. til 20. júní í Skien í Nor­egi.

    • 2. Menn­ing­ar­vor - skýrsla201112092

      Skýrsla lögð fram.

       

      Bóka­safni Mos­fells­bæj­ar fal­ið að stýra verk­efn­inu næsta vor.

      • 3. Er­indi SSH varð­andi skýrslu verk­efna­hóps 10 um sam­st­arf safna201110027

        Bæjarráð óskar umsagnar um skýrslu verkefnahóps 10 um safnamál.

        Um­sögn send bæj­ar­ráði.

        • 4. Starfs­áætlan­ir Mos­fells­bæj­ar 2009-2012200809341

          Lagt fram

          Starfs­áætlun Bóka­safns­ins 2012 lögð fram.

          • 5. Stefnu­mót­un í menn­ing­ar­mál­um200603117

            162. fundur menningarmálanefndar leggur til við bæjarstjórn að samþykkja nýja stefnu í menningarmálum. Bæjarstjórn beinir því til menningarmálanefndar að haldinn verði fundur til kynningar á drögum að nýrri stefnu í menningarmálum áður en stefnan verði afgreidd í bæjarstjórn.

            Bæj­ar­stjórn hef­ur beint því til menn­ing­ar­mála­nefnd­ar að hald­inn verði fund­ur til kynn­ing­ar á drög­um að nýrri stefnu í menn­ing­ar­mál­um.  Nefnd­in legg­ur til að fund­ur­inn verði í fyrri hluta fe­brú­ar og feng­inn verði fag­að­ili til að stýra fund­in­um. 

            • 6. Fjár­hags­áætlun 2012201109236

              Lögð fram.

              • 7. Regl­ur um út­hlut­un fjár­fram­laga til lista- og menn­ing­ar­starf­semi í Mos­fells­bæ201103024

                Nefnd­in stefn­ir að því að breyta regl­un­um og mál­ið verði tek­ið fyr­ir á næsta fundi.

                • 8. Jóla­ball Menn­ing­ar­mála­nefnd­ar Mos­fells­bæj­ar í Hlé­garði 2011201110203

                  Rætt var um hvort það væri hlut­verk menn­ing­ar­mála­nefnd­ar að halda jóla­ball, m.a. hvort fleiri nefnd­ir ættu að koma að mál­inu, t.a.m. tóm­stunda­nefnd. Ákveð­ið að jóla­ball verði hald­ið í sam­ræmi við fram­lagt minn­is­blað tóm­stunda­full­trúa í Hlé­garði þann 27. des­em­ber.  Kostn­að­ur er 309.000,- og legg­ur menn­ing­ar­mála­nefnd til við bæj­ar­stjórn að upp­hæð­in verði tekin úr Lista- og menn­ing­ar­sjóði.  Þá ósk­ar nefnd­in eft­ir því að tóm­stunda­full­trúi komi á fund nefnd­ar­inn­ar eft­ir ára­mót og fari yfir hvern­ig jóla­böll hafi til tek­ist und­an­farin ár.

                   

                  Hreið­ar Örn Stef­áns­son óskað að bókuð væri hans af­staða að hann teldi það ekki hlut­verk menn­ing­ar­mála­nefnd­ar að halda skemmt­un eins og jóla­ball.

                  • 9. Að­ventu­tón­leik­ar201112093

                    Að­ventu­tón­leik­ar verða í Mos­fells­kirkju í 15. skipti þann 14. des­em­ber, 2011.  Menn­ing­ar­mála­nefnd legg­ur til við bæj­ar­stjórn að Lista- og menn­ing­ar­sjóð­ur leggi fram 200.000 vegna tón­leik­anna.

                    • 10. Nið­ur­stöð­ur - Menn­ing­ar­land­ið 2010201012162

                      Lagt fram.

                      Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 19:15