21. desember 2010 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Ólafur Gunnarsson (ÓG) varaformaður
- Elías Pétursson aðalmaður
- Erlendur Örn Fjeldsted aðalmaður
- Hanna Bjartmars Arnardóttir aðalmaður
- Jóhannes Bjarni Eðvarðsson (JBE) áheyrnarfulltrúi
- Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
- Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi.
Dagskrá fundar
Fundargerðir til kynningar
1. Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 190201012016F
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Almenn erindi
2. Bókfell lnr. 123661, ósk um breytingu á deiliskipulagi201010050
Tillaga að deiliskipulagi var auglýst skv. 25. gr. s/b-laga 29. október 2010 með athugasemdafresti til 10. desember 2010. Engin athugasemd barst.
<SPAN class=xpbarcomment>Tillaga að deiliskipulagi var auglýst skv. 25. gr. s/b-laga 29. október 2010 með athugasemdafresti til 10. desember 2010. Engin athugasemd barst.</SPAN>
<SPAN class=xpbarcomment>Skipulags- og bygginganefnd samþykkir deiliskipulagið í samræmi við 25. gr. S/B-laga og felur skipulagsfulltrúa að annast gildistökuferlið. </SPAN>
3. Bugðutangi 21, umsókn um byggingarleyfi200911439
Umsókn um leyfi fyrir byggingu sólskála o.fl. var send í grenndarkynningu 18. nóvember 2010 með athugasemdafresti til 17. desembar 2010. Meðfylgjandi tvær athugasemdir bárust; frá Reyni Sigurðssyni og Sólrúnu Garðarsdóttur dags. 14. desember 2010 og frá Gunnari Haraldssyni og Ástu Benný Hjaltadóttur dags. 12. desember 2010.
<SPAN class=xpbarcomment>Umsókn um leyfi fyrir byggingu sólskála o.fl. var send í grenndarkynningu 18. nóvember 2010 með athugasemdafresti til 17. desembar 2010. Meðfylgjandi tvær athugasemdir bárust; frá Reyni Sigurðssyni og Sólrúnu Garðarsdóttur dags. 14. desember 2010 og frá Gunnari Haraldssyni og Ástu Benný Hjaltadóttur dags. 12. desember 2010.</SPAN>
<SPAN class=xpbarcomment>Frestað.</SPAN>
4. Leirvogstunga, ósk um breytingu á deiliskipulagi vegna skólalóðar til bráðabirgða o.fl.201012221
Lögð fram tillaga Gylfa Guðjónssonar arkitekts f.h. Leirvogstungu ehf. að breytingu á deiliskipulagi. Breytingin varðar legu og útfærlsu tengivegar frá Vesturlandsvegi inn í hverfið og lóðir beggja vegna hans.
<SPAN class=xpbarcomment>Lögð fram tillaga Gylfa Guðjónssonar arkitekts f.h. Leirvogstungu ehf. að breytingu á deiliskipulagi. Breytingin varðar legu og útfærslu tengivegar frá Vesturlandsvegi inn í hverfið og lóðir beggja vegna hans.</SPAN>
<SPAN class=xpbarcomment>Skipulags- og bygginganefnd samþykkir að deiliskipulagsbreytingin verði auglýst í samræmi við ákv. 1. mgr. 26. gr. S/B-laga.</SPAN>
5. Háholt 35-37, Byggingaleyfi fyrir Framhaldsskóla í Mosfellsbæ201011273
Á fundinn kemur Aðalheiður Atladóttir arkitekt og kynnir stöðuna á hönnun framhaldsskólans.
<SPAN class=xpbarcomment>Á fundinn mættu arkitektarnir Aðalheiður Atladóttir og Falk Krüger og kynntu stöðuna á hönnun framhaldsskólans.</SPAN>
6. Deiliskipulag miðbæjar Mosfellsbæjar200504043
Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 5. maí 2010, þar sem settar eru fram athugasemdir við skipulagsgögn deiliskipulags Miðbæjar, sem stofnuninni voru send til yfirferðar í framhaldi af samþykkt bæjarstjórnar á deiliskipulaginu 7. apríl 2010. Einnig lögð fram breytt gögn þar sem komið hefur verið til móts við athugasemdir Skipulagsstofnunar. Helstu breytingar á greinargerð eru þær að við bætast 5 nýjar greinar sem verða nr. 3.1 og 3.17 - 3.20. Á uppdrætti er afmörkun skipulagssvæðis að Skeiðholti leiðrétt og skráðar inn upplýsingar um nýtingu og lóðarstærðir á þegar byggðum lóðum.
<SPAN class=xpbarcomment>Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 5. maí 2010, þar sem settar eru fram athugasemdir við skipulagsgögn deiliskipulags Miðbæjar, sem stofnuninni voru send til yfirferðar í framhaldi af samþykkt bæjarstjórnar á deiliskipulaginu 7. apríl 2010. Einnig lögð fram breytt gögn þar sem komið hefur verið til móts við athugasemdir Skipulagsstofnunar. Helstu breytingar á greinargerð eru þær að við bætast 5 nýjar greinar sem verða nr. 3.1 og 3.17 - 3.20. Á uppdrætti er afmörkun skipulagssvæðis að Skeiðholti leiðrétt og skráðar inn upplýsingar um nýtingu og lóðarstærðir á þegar byggðum lóðum.</SPAN>
<SPAN class=xpbarcomment></SPAN>Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir skipulagsgögnin svo breytt og felur skipulagsfulltrúa að annast gildistökuferli skipulagsins.
Nefndin telur að ekki sé um að ræða efnislegar breytingar, en þær séu til þess fallnar að réttarstaða aðila gagnvart skipulaginu sé betur tryggð en áður, með því að skjalfest eru nánar ýmis atriði, sem legið hafa fyrir í skipulagsferlinu og hafa áður verið kynnt íbúum og hagsmunaaðilum.
Við samþykkt skipulagsins falla eftirtaldar deiliskipulagsáætlanir að hluta úr gildi:
- Deiliskipulag Miðbæjar frá 2001 m.s.br. að undanskildu Hlaðhamrasvæði; þar gildir áfram skipulagsbreyting frá 2005.
- Miðbær Mosfellsbæ, deiliskipulag norðan Þverholts (samþ. 1990); nema að því er varðar fjölbýlishús við Miðholt.
- Deiliskipulag frá 1998 sunnan gamla Vesturlandsvegar, vestasti hluti (nú lóðir nr. 17-23)
Fulltrúi Samfylkingar Hanna Bjartmars situr hjá við afgreiðslu málsins og leggur fram eftirfarandi bókun:
"Það eru óviðunandi vinnubrögð að bréf frá Skipulagsstofnun með töluverðum athugasemdum varðandi deiliskipulag miðbæjar Mosfellsbæjar skuli geta legið inni á bæjarskrifstofum hátt í 8 mánuði án vitundar bæjarfulltrúa og nefndarmanna Skipulags- og bygginganefndar".
7. Þverholt 2, umsókn um leyfi fyrir göngum frá vörumóttöku á jarðhæð að skrifstofuhúsi.201012187
Reitir 3 Kringlunni 4-12 sækja um leyfi til að byggja jarðgöng undir torg að austurhluta Þverholts 2 samkvæmt framlögðum gögnum. Fyrir liggur skriflegt samþykki meirihluta eigenda fasteigna á lóðinni.
<SPAN class=xpbarcomment>Reitir 3 Kringlunni 4-12 sækja um leyfi til að byggja jarðgöng undir torg að austurhluta Þverholts 2 samkvæmt framlögðum gögnum.<BR>Fyrir liggur skriflegt samþykki meirihluta eigenda fasteigna á lóðinni.</SPAN>
<SPAN class=xpbarcomment>Frestað.</SPAN>