21. mars 2019 kl. 17:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bjartur Steingrímsson formaður
- Kristín Ýr Pálmarsdóttir (KÝP) varaformaður
- Ölvir Karlsson (ÖK) aðalmaður
- Unnar Karl Jónsson aðalmaður
- Michele Rebora (MR) aðalmaður
- Tómas Guðberg Gíslason umhverfissvið
- Heiða Ágústsdóttir umhverfissvið
Fundargerð ritaði
Tómas G. Gíslason umhverfisstjóri
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Sérsöfnun á plasti frá heimilum201704145
Minnisblað Sorpu bs. um árangur sérsöfnunar á plasti frá heimilum
Minnisblað Sorpu bs. um árangur sérsöfnunar á plasti frá heimilum lagt fram til kynningar.
Umhverfisnefnd fagnar aukinni söfnun á plasti frá einkaheimilum, en hvetur til aukins samstarfs sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um sorphirðu og endurvinnslu í gegnum farveg byggðarsamlags Sorpu bs.2. Ástand ferðamannastaða innan friðlýstra svæða201903012
Lögð fram skýrsla Umhverfisstofnunar um ástand ferðamannastaða innan friðlýstra svæða 2018
Skýrsla Umhverfisstofnunar um ástand ferðamannastaða innan friðlýstra svæða 2018 lögð fram til kynningar.
Umhverfisnefnd þakkar fyrir skýrslu Umhverfisstofnunar og tekur ábendingum sem þar koma fram alvarlega, en bendir á að í mati stofnunarinnar á ástandi svæðisins var ekki stuðst við nýjustu upplýsingar um aðgerðir til verndar fossinum og friðlýsta svæðinu, sem fram koma í ástandsskýrslu um friðlýst svæði í Mosfellsbæ sem send er árlega til Umhverfisstofnunar. Umhverfisnefnd hvetur til aukins samstarfs við Umhverfisstofnun um verndun Álafoss og svæðisins í kring.3. Ársskýrsla Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis 2018201903013
Lögð fram ársskýrsla Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis fyrir starfsárið 2018 til upplýsinga
Ársskýrsla Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis fyrir starfsárið 2018 lögð fram til upplýsinga.
Umhverfisnefnd þakkar heilbrigðiseftirlitinu fyrir góða skýrslu.
Umhverfisnefnd tekur undir mikilvægi þess að hefja sem fyrst loftgæðamælingar í Mosfellsbæ.Bókun L-lista:
Í kafla 4.3 ársskýrslunnar er talað um hlutverk Heilbrigðiseftirlitsins varðandi úttektir þess vegna gruns um heilsuspillandi aðstæður í leiguíbúðum og íbúðum í söluferlum. Ég sakna þess að Heilbrigðiseftirlitið hafi ekki séð sig knúið til að sinna sama hlutverki vegna umræðna um Varmárskóla.4. Endurskoðun á umhverfisstefnu fyrir Mosfellsbæ201710064
Lögð fram uppfærð drög að umhverfisstefnu Mosfellsbæjar í samræmi við athugasemdir nefndarmanna
Umhverfisnefnd fór yfir drög að umhverfisstefnu Mosfellsbæjar.
Lagt er til að forstöðumanni þjónustu- og samskiptadeildar verði falið að yfirfara drögin í samvinnu við umhverfisstjóra og koma með ábendingar eða tillögur sem eru til þess fallnar að styrkja samspil umhverfisstefnu Mosfellsbæjar og heildarstefnu bæjarins sem samþykkt var um mitt ár 2017.