Mál númer 201903013
- 3. apríl 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #736
Lögð fram ársskýrsla Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis fyrir starfsárið 2018 til upplýsinga
Afgreiðsla 198. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 736. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 21. mars 2019
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar #198
Lögð fram ársskýrsla Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis fyrir starfsárið 2018 til upplýsinga
Ársskýrsla Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis fyrir starfsárið 2018 lögð fram til upplýsinga.
Umhverfisnefnd þakkar heilbrigðiseftirlitinu fyrir góða skýrslu.
Umhverfisnefnd tekur undir mikilvægi þess að hefja sem fyrst loftgæðamælingar í Mosfellsbæ.Bókun L-lista:
Í kafla 4.3 ársskýrslunnar er talað um hlutverk Heilbrigðiseftirlitsins varðandi úttektir þess vegna gruns um heilsuspillandi aðstæður í leiguíbúðum og íbúðum í söluferlum. Ég sakna þess að Heilbrigðiseftirlitið hafi ekki séð sig knúið til að sinna sama hlutverki vegna umræðna um Varmárskóla.