Mál númer 201903012
- 3. apríl 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #736
Lögð fram skýrsla Umhverfisstofnunar um ástand ferðamannastaða innan friðlýstra svæða 2018
Afgreiðsla 198. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 736. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 21. mars 2019
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar #198
Lögð fram skýrsla Umhverfisstofnunar um ástand ferðamannastaða innan friðlýstra svæða 2018
Skýrsla Umhverfisstofnunar um ástand ferðamannastaða innan friðlýstra svæða 2018 lögð fram til kynningar.
Umhverfisnefnd þakkar fyrir skýrslu Umhverfisstofnunar og tekur ábendingum sem þar koma fram alvarlega, en bendir á að í mati stofnunarinnar á ástandi svæðisins var ekki stuðst við nýjustu upplýsingar um aðgerðir til verndar fossinum og friðlýsta svæðinu, sem fram koma í ástandsskýrslu um friðlýst svæði í Mosfellsbæ sem send er árlega til Umhverfisstofnunar. Umhverfisnefnd hvetur til aukins samstarfs við Umhverfisstofnun um verndun Álafoss og svæðisins í kring.