Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

25. júní 2015 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
  • Hafsteinn Pálsson (HP) varaformaður
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
  • Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
  • Jón Jósef Bjarnason (JJB) varamaður
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Sigurður Snædal Júlíusson þjónustu- og samskiptadeild

Fundargerð ritaði

Sigurður Snædal Júlíusson


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Er­indi Hesta­manna­fé­lags­ins Harð­ar um lækk­un bygg­ing­ar­gjalda201506172

    Erindi Hestamannafélagsins Harðar um að félaginu verði veittur styrkur til greiðslu byggingargjalda vegna stækkunar á félagsheimili.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar fjár­mála­stjóra.

  • 2. Er­indi Jóns Jós­efs Bjarna­son­ar um boð­un vara­manna til bæj­ar­stjórn­ar­funda201506214

    Jón Jósef óskar eftir því að verða látinn vita þegar aðalmaður getur ekki mætt á fundi bæjarstjórnar.

    Lagt fram.

    Bók­un full­trúa M-lista Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar:
    Lagt er til að fyr­ir­liggj­andi minn­is­blað verði kynnt bæj­ar­full­trúa Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar.

  • 3. Út­boð skóla­akst­ur 2015201503280

    Tillaga um fyrirkomulag skólaaksturs fyrir skólaárið 2015-16 lögð fram.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að Hóp­ferða­bif­reið­ar Jónatans Þór­is­son­ar ehf. sjái áfram um í skóla­akst­ur skóla­ár­ið 2015-2016 og jafn­framt að haf­inn verði und­ir­bún­ing­ur að út­boði skóla­akst­urs að þeim tíma liðn­um. Auk þess verði aft­ur kann­að­ur mögu­leiki á frek­ari nýt­ingu al­menn­ings­sam­gangna við skóla­akst­ur.

    Bók­un full­trúa M-lista Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar:
    Ég efast ekki um að fyr­ir­tæk­ið hafi skilað góðri þjón­ustu en lít svo á að þetta sé ekki rétt að­ferða­fræði við að kaupa þjón­ustu. Rétt hefði ver­ið að við­hafa verð­könn­un eða út­boð.

    • 4. Mál ís­lenska rík­is­ins g. Mos­fells­bæ vegna ágrein­ings um gatna­gerð­ar­gjöld201506305

      Stefna íslenska ríkisins á hendur Mosfellsbæ vegna ágreinings um greiðslu gatnagerðagjalda lögð fyrir bæjarráð.

      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela lög­manni bæj­ar­ins að taka til varna í mál­inu fyr­ir hönd bæj­ar­ins.

    • 5. Reykja­hvoll - gatna­gerð201312026

      Lagt er fyrir bæjarráð minnisblað með ósk um heimild til útboðs á fráveitu í Reykjahvoli. Í þessum áfanga er um er að ræða stofnlagnir og tengingu á fráveitulögnum hverfisins.

      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að heim­ila um­hverf­is­sviði að við­hafa verð­könn­un eða bjóða út í lok­uðu út­boði fram­kvæmd­ir við 2. áfanga gatna­gerð­ar við Reykja­hvol í sam­ræmi við fram­lagt minn­is­blað.

      • 6. Er­indi Sigrún­ar H. Páls­dótt­ur um að lög­manni Mos­fells­bæj­ar verði fal­ið að vinna minn­is­blað um rétt­indi og skyld­ur kjör­inna full­trúa201503509

        Minnisblað lögmanns lagt fram.

        Um­ræð­ur. Af­greiðslu frestað.

        • 7. Lýð­ræð­is­stefna Mos­fells­bæj­ar201206254

          Lögð fram fyrstu drög að aðgerðaráætlun.

          Aldís Stef­áns­dótt­ir (AS), for­stöðu­mað­ur þjón­ustu- og sam­skipta­deild­ar, mæt­ir á fund­inn und­ir þess­um lið.

          Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að full­trú­ar hafi eina viku til að koma að at­huga­semd­um sín­um við fram­lögð drög að að­gerðaráætlun og að end­an­leg að­gerðaráætlun verði sam­þykkt eigi síð­ar en 1. sept­em­ber 2015.

          • 8. Ástu Sólliljugata 30-32, fyr­ir­spurn um 3 rað­hús201504048

            Skipulagsnefnd vísaði gjaldtöku vegna viðbótaríbúðar til bæjarráðs.

            Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að gjald vegna fjölg­un­ar íbúða við Ástu Sóllilju­götu 30-32 með deili­skipu­lags­breyt­ingu verði 1 millj­ón króna á um­rædda við­bóta­r­í­búð. Jafn­framt að lóð­ar­hafi greiði all­an kostn­að sem til fell­ur vegna þess­ara breyt­inga.

          Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl.