25. júní 2015 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Hafsteinn Pálsson (HP) varaformaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Jón Jósef Bjarnason (JJB) varamaður
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Sigurður Snædal Júlíusson þjónustu- og samskiptadeild
Fundargerð ritaði
Sigurður Snædal Júlíusson
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Erindi Hestamannafélagsins Harðar um lækkun byggingargjalda201506172
Erindi Hestamannafélagsins Harðar um að félaginu verði veittur styrkur til greiðslu byggingargjalda vegna stækkunar á félagsheimili.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar fjármálastjóra.
2. Erindi Jóns Jósefs Bjarnasonar um boðun varamanna til bæjarstjórnarfunda201506214
Jón Jósef óskar eftir því að verða látinn vita þegar aðalmaður getur ekki mætt á fundi bæjarstjórnar.
Lagt fram.
Bókun fulltrúa M-lista Íbúahreyfingarinnar:
Lagt er til að fyrirliggjandi minnisblað verði kynnt bæjarfulltrúa Íbúahreyfingarinnar.3. Útboð skólaakstur 2015201503280
Tillaga um fyrirkomulag skólaaksturs fyrir skólaárið 2015-16 lögð fram.
Samþykkt með þremur atkvæðum að Hópferðabifreiðar Jónatans Þórissonar ehf. sjái áfram um í skólaakstur skólaárið 2015-2016 og jafnframt að hafinn verði undirbúningur að útboði skólaaksturs að þeim tíma liðnum. Auk þess verði aftur kannaður möguleiki á frekari nýtingu almenningssamgangna við skólaakstur.
Bókun fulltrúa M-lista Íbúahreyfingarinnar:
Ég efast ekki um að fyrirtækið hafi skilað góðri þjónustu en lít svo á að þetta sé ekki rétt aðferðafræði við að kaupa þjónustu. Rétt hefði verið að viðhafa verðkönnun eða útboð.4. Mál íslenska ríkisins g. Mosfellsbæ vegna ágreinings um gatnagerðargjöld201506305
Stefna íslenska ríkisins á hendur Mosfellsbæ vegna ágreinings um greiðslu gatnagerðagjalda lögð fyrir bæjarráð.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela lögmanni bæjarins að taka til varna í málinu fyrir hönd bæjarins.
5. Reykjahvoll - gatnagerð201312026
Lagt er fyrir bæjarráð minnisblað með ósk um heimild til útboðs á fráveitu í Reykjahvoli. Í þessum áfanga er um er að ræða stofnlagnir og tengingu á fráveitulögnum hverfisins.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila umhverfissviði að viðhafa verðkönnun eða bjóða út í lokuðu útboði framkvæmdir við 2. áfanga gatnagerðar við Reykjahvol í samræmi við framlagt minnisblað.
6. Erindi Sigrúnar H. Pálsdóttur um að lögmanni Mosfellsbæjar verði falið að vinna minnisblað um réttindi og skyldur kjörinna fulltrúa201503509
Minnisblað lögmanns lagt fram.
Umræður. Afgreiðslu frestað.
7. Lýðræðisstefna Mosfellsbæjar201206254
Lögð fram fyrstu drög að aðgerðaráætlun.
Aldís Stefánsdóttir (AS), forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar, mætir á fundinn undir þessum lið.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fulltrúar hafi eina viku til að koma að athugasemdum sínum við framlögð drög að aðgerðaráætlun og að endanleg aðgerðaráætlun verði samþykkt eigi síðar en 1. september 2015.
8. Ástu Sólliljugata 30-32, fyrirspurn um 3 raðhús201504048
Skipulagsnefnd vísaði gjaldtöku vegna viðbótaríbúðar til bæjarráðs.
Samþykkt með þremur atkvæðum að gjald vegna fjölgunar íbúða við Ástu Sólliljugötu 30-32 með deiliskipulagsbreytingu verði 1 milljón króna á umrædda viðbótaríbúð. Jafnframt að lóðarhafi greiði allan kostnað sem til fellur vegna þessara breytinga.