Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

17. mars 2011 kl. 17:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Bjarki Bjarnason (BBj) formaður
  • Örn Jónasson (ÖJ) varaformaður
  • Katrín Dögg Hilmarsdóttir (KDH) aðalmaður
  • Hreiðar Örn Gestsson aðalmaður
  • Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) aðalmaður
  • Sigrún Guðmundsdóttir (SG) áheyrnarfulltrúi
  • Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
  • Tómas Guðberg Gíslason umhverfissvið
  • Bjarni Ásgeirsson umhverfissvið

Fundargerð ritaði

Tómas G. Gíslason umhverfisstjóri


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Samn­ing­ur við Skóg­rækt­ar­fé­lag Mos­fells­bæj­ar um skógrækt og upp­græðslu á Langa­hrygg201102113

    Drög að samningi við Skógræktarfélag Mosfellsbæjar um skógrækt og uppgræðslu vísað til umhverfisnefndar frá bæjarráði til umsagnar.

    Til máls tóku: BBj, KDH, ÖJ, HÖG, SHP, SiG, JBH, BÁ, TGG

    Lögð fram til um­sagn­ar drög að samn­ingi við Skóg­rækt­ar­fé­lag Mos­fells­bæj­ar um skógrækt og upp­græðslu.

    Sam­þykkt með fjór­um at­kvæð­um að gera ekki at­huga­semd­ir við fyr­ir­liggj­andi samn­ing.

    • 2. Samn­ing­ur við Hesta­manna­fé­lag­ið Hörð um upp­græðslu á Langa­hrygg201102114

      Drög að samningi við hestamannafélagið Hörð um uppgræðslu á Langahrygg vísað til umhverfisnefndar frá bæjarráði til umsagnar.

      Til máls tóku: BBj, KDH, ÖJ, HÖG, SHP, SiG, JBH, BÁ, TGG

      Lögð fram til um­sagn­ar drög að samn­ingi við Hesta­manna­fé­lag­ið Hörð um skógrækt og upp­græðslu á Langa­hrygg.

      Sam­þykkt með fjór­um at­kvæð­um að gera ekki at­huga­semd­ir við fyr­ir­liggj­andi samn­ing.

      • 4. Stað­ar­dagskrá 21 - end­ur­skoð­un að­gerðaráætl­un­ar 2009200910637

        Drög að verkefnalista Staðardagskrár 21 fyrir árið 2011 lögð fram til frekari úrvinnslu og afgreiðslu.

        Til máls tóku: BBj, KDH, ÖJ, HÖG, SHP, SiG, JBH, BÁ, TGG

        Lögð fram til úr­vinnslu og af­greiðslu verk­efna­listi Stað­ar­dagskrá 21 fyr­ir árið 2011

        Verk­efna­listi Stað­ar­dag­skrár 21 sam­þykkt­ur en um­hverf­is­stjóra fal­ið að lag­færa skjalið í sam­ræmi við um­ræð­ur á fund­in­um.

         

         

         

         

         

        • 5. Hug­mynd­ir um fólkvang á Mos­fells­heiði201103174

          Hugmyndir að gerð fólkvangs á Mosfellsheiði lagðar fram til kynningar

          Til máls tóku: BBj, KDH, ÖJ, HÖG, SHP, SiG, JBH, BÁ, TGG

          Lagð­ar fram til kynn­ing­ar hug­mynd­ir að gerð fólkvangs á Mos­fells­heiði. 

          Um­hverf­is­stjóra fal­ið að vinna áfram mál­ið í sam­ræmi við um­ræð­ur á fund­in­um.

          • 6. Meng­un­ar­mæl­ing­ar í Köldu­kvísl og Suð­urá í Mos­fells­dal201103215

            Minnisblað vegna mögulegrar mengunar í ám í Mosfellsdal lagt fram

            Til máls tóku: BBj, KDH, ÖJ, HÖG, SHP, SiG, JBH, BÁ, TGG

            Lagt fram minn­is­blað vegna mögu­legr­ar meng­un­ar í ám í Mos­fells­dal.

            Um­hverf­is­nefnd ósk­ar eft­ir upp­lýs­ing­um frá heil­brigð­is­nefnd Kjósa­svæð­is um ástand Köldu­kvísl­ar og Suð­ur­ár í Mos­fells­dal m.t.t. meng­un­ar og einn­ig ástand rót­þróa og frá­rennslis­mála í daln­um.

            • 7. Svæði fyr­ir lausa hunda í Mos­fells­bæ201005206

              Niðurstaða könnunar um þörf á sérstöku svæði fyrir lausa hunda lögð fram til kynningar.

              Til máls tóku: BBj, KDH, ÖJ, HÖG, SHP, SiG, JBH, BÁ, TGG

              Lögð fram til kynn­ing­ar nið­ur­staða könn­un­ar um þörf á sér­stöku svæði fyr­ir lausa hunda.

              Almenn erindi - umsagnir og vísanir

              • 3. Að­al­skipu­lag 2009-2030, end­ur­skoð­un á AS 2002-2024200611011

                Skipulags- og byggingarnefnd vísaði 23. nóvember 2010 fyrirliggjandi drögum að endurskoðuðu aðalskipulagi 2009-2030 til umsagnar sviða og nefnda bæjarins. Drög að umsögn umhverfisnefndar Mosfellsbæjar lögð fram til kynningar og afgreiðslu.

                <DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><DIV>Til máls tóku: BBj, KDH, ÖJ, HÖG, SHP, SiG, JBH, BÁ, TGG</DIV><DIV>Lögð fram til kynn­ing­ar og af­greiðslu drög að um­sögn um­hverf­is­nefnd­ar við end­ur­skoð­að að­al­skipu­lag 2009-2030.</DIV><DIV>Fram­lögð drög að um­sögn um­hverf­is­nefnd­ar við end­ur­skoð­un að­al­skipu­lags sam­þykkt með fjór­um at­kvæð­um með nokkr­um breyt­ing­um.</DIV><DIV>Um­hverf­is­nefnd sam­þykk­ir með fjór­um at­kvæð­um að fram­lagð­ar at­huga­semd­ir full­trúa Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar og Sam­fylk­ing­ar­inn­ar verði ekki lagð­ar fram í nafni nefnd­ar­inn­ar.</DIV><DIV> </DIV><DIV>Bók­un S-lista og M-lista:</DIV><DIV><P style="MARG­IN: 0cm 0cm 10pt" class=MsoN­ormal><FONT size=3 face=Cali­bri>Full­trú­ar M og S lista mót­mæla þeirri máls­með­ferð full­trúa D og V lista í um­hverf­is­nefnd Mos­fells­bæj­ar að at­huga­semd­ir þeirra séu ekki tekn­ar til greina og unn­ar inn í um­sögn nefnd­ar­inn­ar um drög að að­al­skipu­lagi Mos­fells­bæj­ar 2009-2030. Full­trú­arn­ir telja að skipu­lag­ið lýsi metn­að­ar­leysi og að upp­lýs­inga­grunn vanti til­finn­an­lega í drög að að­al­skipu­lagi, þ.e. ít­ar­leg­ar upp­lýs­ing­ar um helstu vist­kerfi, jarð­fræði, nátt­úru og vatnafar, auk sögu og menn­ingu. Við telj­um að að­eins á grund­velli slíkra gagna sé mögu­legt að móta metn­að­ar­fulla nátt­úru­vernd­ar­stefnu og skipu­lag. </FONT></P><P style="MARG­IN: 0cm 0cm 10pt" class=MsoN­ormal><FONT size=3 face=Cali­bri>Við leggj­um sér­stak­lega til að ít­ar­leg út­tekt verði gerð á jarð­fræði og áhrif­um jarð­varma á þró­un byggð­ar og að á þeirri út­tekt verði lagð­ur grunn­ur að skipu­lagi bæj­ar­ins.</FONT></P><P style="MARG­IN: 0cm 0cm 10pt" class=MsoN­ormal><FONT size=3 face=Cali­bri>Við leggj­um einn­ig höf­uð­áherslu á að á helg­un­ar­svæð­um með­fram ám, sjó og vötn­um verði mann­virkja­gerð ekki leyfð, s.s. lagn­ing mal­bik­aðra stíga, hús­bygg­ing­ar o.s.frv. Við leggj­um enn­frem­ur til að Varmá í Mos­fells­bæ verði frið­uð.</FONT></P><P style="MARG­IN: 0cm 0cm 10pt" class=MsoN­ormal><FONT size=3 face=Cali­bri>Í kjöl­far bókun­ar verð­ur grein­ar­gerð full­trúa M og S lista sem lögð var fyr­ir nefnd­ina send skipu­lags- og bygg­ing­ar­nefnd.</FONT></P></DIV><DIV> </DIV><DIV>Bók­un D-lista og V-lista:</DIV><DIV>Full­trú­ar D og V lista telja að ýms­ir góð­ir punkt­ar séu í at­huga­semd­um M og S lista, en mjög margt í grein­ar­gerð þeirra á heima á öðr­um vett­vangi. Auk þess eru þar hæpn­ar og órök­studd­ar full­yrð­ing­ar og stað­reynd­ar­vill­ur. Þess vegna get­um við ekki stutt grein­ar­gerð þeirra í heild sinni.</DIV><DIV> </DIV><DIV>Bók­un S-lista og M-lista:</DIV><DIV>Full­trú­ar S og M lista hvetja full­trúa D-lista og V-lista til að til­greina nán­ar stað­reynd­ar­vill­urn­ar og ít­reka að ekki var beð­ið um að grein­ar­gerð­in væri tekin inní um­sögn­ina í heild sinni.</DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV>

                Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00