Mál númer 201805177
- 30. maí 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #718
Ósk um fjárstuðning við framboð Viðreisnar í Mosfellsbæ
Afgreiðsla 1354. fundar bæjarráðs samþykkt á 718. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 17. maí 2018
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1354
Ósk um fjárstuðning við framboð Viðreisnar í Mosfellsbæ
1354. fundur bæjarráðs vísar til þess að samkvæmt lögum nr. 162/2006 sé sveitarfélögum með fleiri en 500 íbúa skylt að veita stjórnmálasamtökum, sem fengið hafa a.m.k. einn mann kjörinn í sveitarstjórn eða hlotið a.m.k. 5% atkvæða í næstliðnum sveitarstjórnarkosningum, árleg fjárframlög til starfsemi sinnar. Á því ári sem sveitarstjórnarkosningar eru skal úthlutun framlaga fara fram á þann hátt að stjórnmálasamtök fái framlög fyrir síðari hluta þess árs í samræmi við kjörfylgi í nýafstöðnum kosningum. Bréfritari mun því fá fjárframlög nái hann 5% atkvæða eða fái hann einn mann kjörinn í komandi sveitarstjórnarkosningum.