18. maí 2010 kl. 17:00,
2. hæð Reykjafell
Fundinn sátu
Fundargerð ritaði
Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri menningarsviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Tjaldstæði í Ævintýragarði200905229
Á fundinn mætti Jóhanna B. Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs og gerði grein fyrir stöðu mála varðandi tjaldstæði í Ævintýragarði. Kostnaður við gerð tjaldstæðis er mun meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir og því er ákveðið að fresta framkvæmdum. Mosfellsbær mun hins vegar leggja áherslu á að kynna og styðja við tjaldstæðið í Mosskógum upp í Mosfellsdal.
2. Átaksverkefni í markaðssetningu ferðaþjónustu í Mosfellsbæ201005135
Kynnt var átaksverkefni í ferðaþjónustumálum í Mosfellsbæ. Á fundinn mætti Vilborg Arna Gissurardóttir, starfsmaður átaksverkefnisins.
3. 7 tinda hlaupið201005134
7 tinda hlaupið kynnt og aðkoma og stuðningur Mosfellsbæjar við það.
4. Ferðaþjónusta að sumri - almenningsakstur201001436
Kynnt ferðaþjónusta fyrir ferðamenn, MosBus, sem verður sumarverkefni í Mosfellsbæ á þessu sumri. Þróunar- og ferðamálanefnd leggur til að Mosfellsbær styrki verkefnið um 550.000,- og rúmast sú upphæð innan ramma fjárhagsáætlunar.
5. Upplýsingamiðstöð ferðamanna í Mosfellsbæ201001422
Kynnt var tillaga að staðsetningu á Upplýsingamiðstöð ferðamanna í Mosfellsbæ verði staðsett í sumar á Hótel Laxnesi.
Þróunar- og ferðamálanefnd leggur til við bæjarstjórn að styrkja verkefnið um 450.000,- og rúmast sú upphæð innan ramma fjárhagsáætlunar.
6. Frumkvöðlasetur í Mosfellsbæ200901048
Lagður fram samningur við Frumkvöðlasetur Mosfellsbæjar. Þróunar- og ferðamálanefnd leggur til að bæjarstjórn samþykki samninginn, en áætlaður kostnaður vegna hans rúmast innan ramma fjárhagsáætlunar.