Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

18. september 2012 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) aðalmaður
  • Erlendur Örn Fjeldsted aðalmaður
  • Hanna Bjartmars Arnardóttir aðalmaður
  • Jóhannes Bjarni Eðvarðsson (JBE) áheyrnarfulltrúi
  • Jón Guðmundur Jónsson 1. varamaður
  • Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
  • Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
  • Finnur Birgisson

Fundargerð ritaði

Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi.


Dagskrá fundar

Fundargerðir til kynningar

  • 1. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 216201209012F

    Lagt fram til kynn­ing­ar á 327. fundi skipu­lags­nefnd­ar.

    • 1.1. Völu­teig­ur 6 - Breyt­ing á innra skipu­lagi 2012082037

      Niðurstaða þessa fundar:

      Af­greitt á 216. af­greiðslufundi bygg­ing­ar­full­trúa.

    • 1.2. Æs­ustaða­veg­ur 6, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi fyr­ir íbúð­ar­hús 201011207

      Niðurstaða þessa fundar:

      Af­greitt á 216. af­greiðslufundi bygg­ing­ar­full­trúa.

    Almenn erindi

    • 2. Að­al­skipu­lag 2011-2030, end­ur­skoð­un á AS 2002-2024200611011

      Framhald umræðu á 326. fundi um uppfærð tillögugögn að aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030, sem eru dagsett 31. ágúst 2012 og samanstanda af þéttbýlis- og sveitarfélagsuppdráttum og greinargerð sem einnig inniheldur umhverfisskýrslu. (Ath: Á fundargáttinni er tillaga Hönnu frá 326. fundi og tvær tillögur formanns að textum um íþróttamál og sorpförgunarsvæði.)

      Fram­hald um­ræðu á 326. fundi um upp­færð til­lögu­gögn að að­al­skipu­lagi Mos­fells­bæj­ar 2011-2030, sem eru dag­sett 31. ág­úst 2012 og sam­an­standa af þétt­býl­is- og sveit­ar­fé­lags­upp­drátt­um og grein­ar­gerð sem einn­ig inni­held­ur um­hverf­is­skýrslu.
      Til­lag­an hef­ur ver­ið kynnt skv. 2. mgr. 30. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010.
      Skipu­lags­nefnd legg­ur til við bæj­ar­stjórn að til­lag­an verði sam­þykkt með þeim breyt­ing­um á grein­ar­gerð sem rædd­ar voru á fund­in­um og send Skipu­lags­stofn­un til at­hug­un­ar sbr. 3. mgr. 30. grein­ar.

      HBA ósk­ar bókað: Sam­fylk­ing­in sam­þykk­ir til­lögu að Að­al­skipu­lagi Mos­fells­bæj­ar eins og það ligg­ur fyr­ir án þess þó að falla frá þeim at­huga­semd­um sem gerð­ar hafa ver­ið við nokkra þætti skipu­lags­ins í skipu­lags­ferl­inu. Í sam­ræmi við það markmið Mos­fells­bæj­ar að vera úti­vist­ar­bær tel­ur Sam­fylk­ing­in að nátt­úru­vernd hefði átt að vera leið­ar­ljós í vinnu við gerð að­al­skipu­lags fyr­ir sveit­ar­fé­lag­ið.

      • 3. Litlikriki 3 og 5, um­sókn um að breyta par­hús­um í fjór­býli201205160

        Lagt fram bréf frá Kristjáni Erni Jónssyni fh. byggingarfélagsins Djúpár, dags. 28. júlí 2012, þar sem óskað er eftir að nefndin taki erindi um breytingu á húsinu úr tvíbýlishúsi í fjögurra íbúða hús fyrir á nýjan leik í ljósi röksemda sem settar eru fram í bréfinu. Frestað á 326. fundi.

        Lagt fram bréf frá Kristjáni Erni Jóns­syni f.h. bygg­ing­ar­fé­lags­ins Djúpár, dags. 28. júlí 2012, þar sem óskað er eft­ir að nefnd­in taki er­indi um breyt­ingu á hús­inu úr tví­býl­is­húsi í fjög­urra íbúða hús fyr­ir á nýj­an leik í ljósi rök­semda sem sett­ar eru fram í bréf­inu. Frestað á 326. fundi.
        Um­ræð­ur um er­ind­ið, frestað.

        • 4. Malarpl­an sunn­an Þrast­ar­höfða, kvört­un201109013

          Gerð verður grein fyrir niðurstöðu viðræðna við landeigendur og fyrirhuguðum aðgerðum til að rýma planið, sbr. bókun á 306. fundi. Frestað á 326. fundi.

          Gerð var grein fyr­ir nið­ur­stöðu við­ræðna við land­eig­end­ur og fyr­ir­hug­uð­um að­gerð­um til að rýma plan­ið, sbr. bók­un á 306. fundi. Frestað á 326. fundi.
          Skipu­lags­nefnd lýs­ir ánægju sinni yfir því að svæð­ið verði rýmt og því lokað.

          • 5. Nýt­ing op­ins svæð­is í Tanga­hverfi201208020

            Lagt fram erindi Húseigendafélagsins dags. 31. júlí 2012, sem 1088. fundur bæjarráðs sendi skipulagsnefnd til kynningar. Í erindinu eru gerðar athugasemdir f.h. eigenda Borgartanga 5 við starfrækslu sparkvallar á opnu svæði sem liggur að lóð þeirra. Mælst er til þess að gerðar verði ráðstafanir til þess að hindra að svæðið verði notað sem sparkvöllur. Einnig lagt fram minnisblað framkvæmdastjóra umhverfissviðs og umhverfisstjóra, tillögur umhverfissviðs að mismunandi útfærslum svæðisins og svarbréf framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs til Húseigendafélagsins dags. 7.9.2012.

            Lagt fram er­indi Hús­eig­enda­fé­lags­ins dags. 31. júlí 2012, sem 1088. fund­ur bæj­ar­ráðs sendi skipu­lags­nefnd til kynn­ing­ar. Í er­ind­inu eru gerð­ar at­huga­semd­ir f.h. eig­enda Borg­ar­tanga 5 við starf­rækslu sparkvall­ar á opnu svæði sem ligg­ur að lóð þeirra. Mælst er til þess að gerð­ar verði ráð­staf­an­ir til þess að hindra að svæð­ið verði notað sem spar­kvöll­ur. Einn­ig lagt fram minn­is­blað fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs og um­hverf­is­stjóra, til­lög­ur um­hverf­is­sviðs að mis­mun­andi út­færsl­um svæð­is­ins og svar­bréf fram­kvæmda­stjóra stjórn­sýslu­sviðs til Hús­eig­enda­fé­lags­ins dags. 7.9.2012.
            Lagt fram.

            • 6. Áskor­un um end­urupp­setn­ingu á fót­bolta­mörk­um í Brekku­tanga201207079

              Lagt fram erindi Þórönnu Rósu Ólafsdóttur dags. 12.7.2012 f.h. hóps íbúa við Brekku- og Grundartanga ásamt undirskriftalistum, en 1088. fundur bæjarráðs sendi skipulagsnefnd málið til kynningar. Í erindinu er skorað á bæjaryfirvöld að setja aftur upp fótboltamörkin á leiksvæðinu í Brekkutanga. Einnig lagt fram minnisblað framkvæmdastjóra umhverfissviðs og umhverfisstjóra, tillögur umhverfissviðs að mismunandi útfærslum svæðisins og svarbréf framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs dags. 7.9.2012.

              Lagt fram er­indi Þórönnu Rósu Ólafs­dótt­ur dags. 12.7.2012 f.h. hóps íbúa við Brekku- og Grund­ar­tanga ásamt und­ir­skriftal­ist­um, en 1088. fund­ur bæj­ar­ráðs sendi skipu­lags­nefnd mál­ið til kynn­ing­ar. Í er­ind­inu er skorað á bæj­ar­yf­ir­völd að setja aft­ur upp fót­bolta­mörkin á leik­svæð­inu í Brekku­tanga. Einn­ig lagt fram minn­is­blað fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs og um­hverf­is­stjóra, til­lög­ur um­hverf­is­sviðs að mis­mun­andi út­færsl­um svæð­is­ins og svar­bréf fram­kvæmda­stjóra stjórn­sýslu­sviðs dags. 7.9.2012.
              Lagt fram.

              • 7. Skrán­ing um­ferð­ar­slysa á Vest­ur­lands­vegi og Þing­valla­vegi 2005-2011201209202

                Lagt fram minnisblað Eflu verkfræðistofu dags. 4.9.2012 ásamt kortum sem sýna staðsetningu, fjölda og flokkun umferðaróhappa og slysa í bænum.

                Lagt fram minn­is­blað Eflu verk­fræði­stofu dags. 4.9.2012 ásamt kort­um sem sýna stað­setn­ingu, fjölda og flokk­un um­ferðaró­happa og slysa í bæn­um.
                Frestað.

                Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00