16. september 2010 kl. 17:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Theódór Kristjánsson (TKr) formaður
- Högni Snær Hauksson varaformaður
- Kolbrún Reinholdsdóttir (KR) aðalmaður
- Þórhildur Katrín Stefánsdóttir aðalmaður
- Ólöf Kristín Sívertsen aðalmaður
- Valdimar Leó Friðriksson áheyrnarfulltrúi
- Edda Ragna Davíðsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri menningarsviðs
Fundargerð ritaði
Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri menningarsviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Kynning á stjórnsýslu bæjarins201007027
Á fundinn mætir Stefán Ómar Jónsson, framkvæmdastjóri stjórnsýslusviðs og fer yfir stjórnsýslu, fundarsköp og fleira er snertir nefnd og nefndarmenn almennt.
<SPAN class=xpbarcomment>Á fundinn mætir Stefán Ómar Jónsson, framkvæmdastjóri stjórnsýslusviðs og fór yfir stjórnsýslu, fundarsköp og fleira er snertir nefnd og nefndarmenn almennt. </SPAN>
2. Handbók íþrótta- og tómstundasviðs201009147
Handbók íþrótta- og tómstundasviðs kynnt, en hana er að finna á heimasíðu bæjarins og opin öllum.
3. Erindi vegna samnings Eldingar við Mosfellsbæ201005152
993. fundur bæjarráðs vísar endurskoðun á samingi við Eldingu til íþrótta- og tómstundanefndar til úrvinnslu. Drög að endurskoðuðum samningi leggist fyrir bæjarráð.
Embættismönnum falið að vinna að málinu í samræmi við framlagt minnisblað.
4. Tómstundaskóli - ársskýrsla og samningur við Mosfellsbæ201009145
Á fundinn mætti Helga Jóhannesdóttir stjórnandi Tómstundaskóla Mosfellsbæjar og kynnti starfsemi skólans.
Nýr samningur Tómstundaskóla og Mosfellsbæjar lagður fram. Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja nýjan samning, enda rúmast kostnaður vegna hans innan fjárhagsáætlunar 2010.
5. Stefnumótun á íþrótta- og tómstundasviði200906129
Drög að stefnumótun íþrótta- og tómstundanefndar lögð fram og lagt til að þau verði kynnt meðal hagsmunaaðila og bæjarbúa og óskað eftir athugasemdum.
Almenn erindi - umsagnir og vísanir
6. Fjölskyldustefna Mosfellsbæjar200509178
Málinu frestað.