Mál númer 201802012
- 21. febrúar 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #711
Ósk um einfalda ábyrgð vegna lántöku Strætó bs.
Afgreiðsla 1342. fundar bæjarráðs samþykkt á 711. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 15. febrúar 2018
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1342
Ósk um einfalda ábyrgð vegna lántöku Strætó bs.
Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkir með þremur atkvæðum á 1342. fundi 15. febrúar 2018 að veita einfalda ábyrgð vegna lántöku Strætó bs. hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 1.000.000.000 kr. til allt 38 ára, í samræmi við lánstilboð frá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. Er ábyrgð þessi veitt sbr. heimild í 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, og er hún óskipt (in solidum) gagnvart kröfuhafa, en innbyrðis skiptist hún í hlutfalli við eignarhluti í Strætó bs. Mosfellsbær veitir lánasjóðnum veð í tekjum sínum til tryggingar þeirri ábyrgð, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sömu laga. Ábyrgðin tekur til allra greiðslna sem og hvers kyns kostnaðar sem hlýst af vanskilum. Er lánið tekið til uppgjörs til Brúar lífeyrissjóðs vegna lífeyrisskuldbindinga, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Bæjarráð Mosfellsbæjar skuldbindur hér með sveitarfélagið sem eiganda Strætó bs. til að breyta ekki ákvæði samþykkta Strætó bs., sem leggur hömlur á eignarhald að félaginu að því leyti að félagið megi ekki fara að neinu leyti til einkaaðila.
Fari svo að Mosfellsbær selji eignarhlut í Strætó bs. til annarra opinberra aðila, skuldbindur Mosfellsbær sig til að sjá til þess að jafnframt yfirtaki nýr eigandi ábyrgð á láninu að sínum hluta.
Jafnframt er Haraldi Sverrissyni, bæjarstjóra Mosfellsbæjar kt. 141261-7119, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess að staðfesta f.h. Mosfellsbæjar veitingu ofangreindrar ábyrgðar með áritun á lánssamninginn.